Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 53

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 53
 2019 HUGUR OG HÖND 53 Ung kona á Akureyri hefur vakið athygli fyrir verk sín sem byggja á víravirkishefð Íslendinga. Hún smíðar bæði hefðbundið búningasilfur og færir gamla víra- virkið í nútímabúning í skargripum og hárskrauti. Júlía Þrastardóttir hefur starfrækt gullsmíðaverk- stæði sitt í 4 ár. Júlía er fædd og uppalin á Akureyri en lærði gullsmíði í Tækniskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist árið 2009, en fór haustið 2012 til Flórens á Ítalíu í framhaldsnám þar sem hún nam leturgröft og steinaísetningu. Árið 2009 tók Júlía þátt í Norðurlandakeppni í gull- smíði sem haldin er á hverju ári í Danmörku. Þetta var í fyrsta sinn sem Ísland sendi fulltrúa sinn í keppnina en Júlía hafnaði í öðru sæti. Aðspurð hvers vegna hún hafi kosið að sérhæfa sig í víravirki segir Júlía frá því að hún fór 16 ára gömul á víravirkisnámskeið með móður sinni og fannst eins og hún hefði fundið hinn helminginn af sjálfri sér. Aðal ástríða hennar er gamla víravirkið og að kenna þetta forna handbragð en Júlía hefur ferðast víða og haldið námskeið. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á gamla hand- bragðinu og verið mjög föst í því að læra upp á gamla mátann áður en ég fjárfesti í nútíma tækjum. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að nýjustu tækni og mér fannst til dæmis mjög erfitt í skólanum þegar við áttum að læra steinaísetningu með loftvélum og smásjá, eitthvað sem er á fáum verkstæðum í dag. Þess vegna fór ég til Ítalíu og valdi skóla sem kenndi ennþá gömlu aðferðirnar. Það er auðvitað erfiðara en samt meira gefandi þar sem þarf að treysta á eigin færni og fínhreyfingar." Nútíminn og víravirkið, hvernig fer það saman? „Síðan ég útskrifaðist hef ég lagt mig fram við að kynna þessa fallegu aðferð sem víravirkið er og sýna hversu fjölbreytt það getur verið. Þetta þarf ekki að einskorðast við þjóðbúninginn en þegar ég útskrifast voru mjög fáir að sérhæfa sig í þessu. Ég vil meina að ég hafi átt þátt í þessari vakningu sem er núna á öllu landinu. Ég er búin að vera að kenna námskeið um Víravirki í nútímanum H ö f u n d u r : Brynhildur Bergþórsdótt ir - L j ó s m y n d i r : Júlía Þrastardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.