Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Page 62

Hugur og hönd - 2019, Page 62
62 HUGUR OG HÖND 2019 Efni Kambgarn 50 gr. dokkur. 1 dokka af aðallit og um hálf af hvorum aukalit fyrir þrílitu útgáf- una, 1 dokka af aðallit og rúmlega hálf af aukalit fyrir tvílitu útgáf- una. Prjónar nr. 2 og 2 ½. Aðferð Fitja upp 56 lykkjur á prjóna nr. 2 með aðallit. Prjóna stroff, 2 sléttar, 2 brugðnar eftir teikningu. Skipta í prjóna nr. 2 ½ og auka út um 4 lykkjur jafnt yfir umferð. Prjóna munstur eftir teikningu. Rauða línan í 17. umferð táknar þumal- inn. Þar eru 10 lykkjur prjónaðar á aukaband sem síðar verður rakið úr til að prjóna þumalinn. Þumall- inn á vinstri vettling er staðsettur á 2. prjóni. Á hægri vettlingnum er þumallinn prjónaður á 3. prjóni. Úrtaka 1. prjónn: Prjóna eina lykkju, prjóna tvær lykkjur saman hallandi til vinstri. Prjóna út prjóninn. 2. prjónn: Prjóna þar til 3 lykkjur eru eftir, prjóna þá tvær lykkjur saman hallandi til hægri. Prjóna eina lykkju. 3. og 4. prjónn, eins og 1. og 2. prjónn. Eftir fyrstu úrtöku eru prjónaðar tvær umferðir slétt. Eftir aðra úrtöku er prjónuð ein umferð slétt. Eftir það er gerð úrtaka í hverri umferð þar til 8 lykkjur eru eftir. Þá er bandið slitið frá og dregið í gegn. Þumall Aukabandið er rakið úr og teknar upp 22 lykkjur. Prjónað í hring alls 21 umferð. Í 22. umferð eru teknar úr 4 lykkjur. Í byrjun 1. og 3. prjóns og í enda 2. og 4. prjóns. Prjónið 1 umferð slétt. Takið úr eins og áður þar til 6 lykkjur eru eftir. Lauf - vettlingar Stærð Medium H ö f u n d u r te xta o g l j ó s m y n d a : Ólöf Engilbertsdóttir

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.