Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2020, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 16.04.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —8 9 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 6 . A P R Í L 2 0 2 0 NÝTT – Hagkvæm matarkaup – Heitar og ilmandi – Ljúffengar og næringarríkar – Án allra rotvarnarefna KJARAMÁL Sjö stéttar- og fagfélög hafa rætt við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráð- herra, vegna fjölda umkvartana sem þeim hafa borist frá skjólstæð- ingum sínum um einelti, atvinnuróg og samningsbrot af hálfu Íslensku óperunnar. Þóra Einarsdóttir söngkona stefn- ir nú Óperunni vegna vangoldinna launa við uppfærslu á Brúðkaupi Fígarós síðastliðið haust. Málið er ekki einstakt og hafa allir helstu söngvarar sýningarinnar leitað til stéttarfélaga vegna samningsbrota. Málið snýst um að Íslenska óper- an gerði verktakasamninga þar sem vísað er í kjarasamning Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) en hefur ekki greitt samkvæmt þeim samningi. Steinunn Birna Ragnars- dóttir óperustjóri segir samningana bindandi. „Við teljum að undirritaðir verk- takasamningar við söngvarana séu bindandi og rétt að benda á að heildargreiðslur Íslensku óperunnar til söngvaranna í Brúðkaupi Fígarós voru hærri en taxtar FÍH gera ráð fyrir,“ segir hún. Þóra segir málið ekki aðeins snú- ast um greiðslur heldur vinnuálag sem hafi farið langt fram úr ákvæð- um samninganna. Hún hneig niður af álagi á æfingu fyrir sýninguna. „Þetta var ekki eðlilegt og fór langt fram yfir öll mörk,“ segir Þóra. Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH, segir skort á gagnsæi í rekstri Íslensku óperunnar. „Sagt er að reksturinn sé í járnum vegna þess að listamenn séu of dýrir en við sjáum yfir árabil að laun þeirra virðast hafa farið línulega lækkandi. Mér fyndist áhugavert að ársskýrslur Óperunnar yrðu gerðar opinberar svo hægt væri að meta reksturinn. Hvað er til dæmis hlut- fall stjórnunarkostnaðar og hvað er hlutfall flytjendakostnaðar?“ Umræður hafa skapast á sam- félagsmiðlum þar sem fagfólk og söngvarar hafa svipaða sögu að segja um reynslu sína af Íslensku óperunni. Búið er að stofna undir- skriftalista til stuðnings söngvurum í kjarabaráttu. Lilja samþykkti í fyrra að veita Íslensku óperunni fjögurra millj- óna króna styrk þremur vikum eftir að fag- og stéttarfélögin höfðu haft samband við ráðherrann og kvartað um vangoldin laun. Féð sem Íslenska óperan fékk var ekki til þess að leiðrétta laun söngv- ara, heldur til að setja upp nýtt verk eftir Daníel Bjarnason. Í ráðuneytinu hefur því legið fyrir vitneskja um óánægju fagaðila með starfsemi Óperunnar og kjarabar- áttu söngvara þegar samþykkt var að veita styrkinn. Óskuðu félögin eftir því að „ráðstöfun hárra fjár- hæða af almannafé fari eftir fag- legum leiðum en sé ekki í höndum einkaaðila“. – ilk Kvörtuðu til ráðherra vegna Óperunnar Sjö stéttar- og fagfélög hafa kvartað til mennta- og menningarmálaráðherra undan einelti, samningsbrotum og atvinnurógi í Íslensku óperunni. Söngkona hefur stefnt fyrir vangoldin laun en óperustjóri segir samninga bindandi. Meira á frettabladid.is Hópur ofurhuga lék sér við f lugdrekabrim úti við Gróttuvita á Seltjarnarnesi í rokinu í gærdag. Kapparnir styðjast við f lugdreka í 25 metra löngum böndum sem þeir eru með festa við fæturna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HEILBRIGÐISMÁL Ný afeitrunardeild fyrir börn verður opnuð á Land- spítalanum í júní. Aðstoðardeildar- stjóri segir að lengi hafi skort úrræði fyrir börn og ungmenni sem eru með vímuefna- og geðrænan vanda. Deildin verður til húsa í geð- deildarbyggingu Landspítalans og pláss verður fyrir tvo sjúklinga. Deildarstjóri fíknigeðdeildar segir mikilvægt að börn í fráhvörfum frá fíkniefnum séu meðhöndluð af heil- brigðisstarfsfólki. – bdj / sjá síðu 4 Ný deild á LSH AT VI N N U M ÁL Um 40 prósent atvinnulausra eru erlendir ríkis- borgarar og ekki má búast við miklum brottf lutningi þeirra á yfirstandandi samdráttarskeiði. Verður hérlendur vinnumarkaður því fyrir þyngra höggi en ella vegna útbreiðslu COVID-19. „Við verðum því að leysa þennan vanda sjálf,“ segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum. – kij / sjá síðu 8 Atvinnuleysi erlendra mikið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.