Fréttablaðið - 16.04.2020, Page 4
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN
Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla
Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og
íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á
lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla.
Úrval af felgum fyrir
Jeep® og RAM
Upphækkunarsett
í Wrangler
Upphækkunarsett
í RAM
Falcon demparar
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK
SÍMI 534 4433 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00
ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG
SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA
ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK.
FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
BREYTINGAR Á JEEP®, RAM
OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM
ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR
STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 534 4433
UMBOÐSAÐILI
STANGVEIÐI Laxveiðiáin Sandá í
Þistilfirði verður frá sumrinu 2021
leigð Stangaveiðifélagi Reykjavíkur.
Eru það talsverð tímamót í stang-
veiðiheiminum hérlendis því land-
eigendur hafa allt frá árinu 1964
leigt veiðina í Sandá til Þistla sem
er lokaður félagsskapur.
Eins og aðrar laxveiðiár í Þistil-
firði er Sandá þekkt fyrir hátt hlut-
fall stórlaxa. Veiðitölur næstliðin
ár hafa ekki alveg leikið á lausu því,
að undanskildu árinu í fyrra, hefur
þeim ekki verið skilað til Veiðimála-
stofnunar frá árinu 2015. Sumarið
2019 veiddust þar 292 laxar.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
kveðst í tilkynningu hafa gert sam-
starfssamning til langs tíma. „Það
er í einu orði sagt stórkostlegt fyrir
SVFR að geta boðið sínum félags-
mönnum leyfi í þessari perlu Þistil-
fjarðar, sem er í hópi albestu lax-
veiðiáa landsins,“ er haft eftir Jóni
Þór Ólafssyni, formanni SVFR. „Það
er stórkostleg upplifun að veiða í
Sandá. Hún er margslungin og fjöl-
breytt, því bæði er veitt í tilkomu-
miklum gljúfrum, í straumþungum
strengjum, guðdómlegum breiðum
og löngum, djúpum hyljum.“ – gar
Vatnaskil eftir
57 ár í Sandá
Sandá leigð Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
NÁMSLÁN Af borganir af náms-
lánum munu lækka um 25 þúsund
krónur á ári að meðaltali sam-
kvæmt tillögum stjórnvalda sem
kynntar voru í gær. Alls munu 45
þúsund greiðendur námslána njóta
lægri af borgana.
Tillögurnar voru unnar af starfs-
hópi stjórnvalda og fulltrúa launa-
fólks sem skipaður var í tengslum
við kjaraviðræður á opinberum
vinnumarkaði. BHM fagnar í yfir-
lýsingu aðgerðunum enda séu ára-
löng baráttumál loks í höfn.
Vextir á námslánum verða lækk-
aðir úr einu prósenti í 0,4 prósent
og endurgreiðsluhlutfall lækkað
til samræmis. Þá verður veittur
allt að 15 prósenta afsláttur af við-
bótargreiðslum og uppgreiðslu
lána. Einnig verða ábyrgðir af um
30 þúsund lánum sem eru í skilum
felldar niður.
Forsætisráðherra segir fjárhags-
stöðu Lánasjóðs íslenskra náms-
manna sterka og lánþegar njóti nú
góðs af því. Kostnaður er metinn á
um 14 milljarða króna. – sar
Afborganir námslána lækka og ábyrgð felld niður
Kostnaður við tillögurnar er metinn 14 milljarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
DÓMSMÁL Fimm af sjö útgerðar-
félögum hafa ákveðið að falla frá
málsókn um skaðabætur á hendur
ríkinu vegna úthlutunar makríl-
kvóta á árunum 2011 til 2018. Eru
þetta Eskja, Gjögur, Ísfélag Vest-
mannaeyja, Loðnuvinnslan og
Skinney-Þinganes. Í yfirlýsingu er
ástæðan sögð áhrif COVID-19 far-
aldursins á ríkissjóð og allt íslenskt
samfélag. Þau tvö félög sem ekki
standa að yfirlýsingunni eru Hug-
inn og Vinnslustöðin.
Kröfurnar hafa valdið mikilli
reiði í samfélaginu og hafa verið
harðlega gagnrýndar af núverandi
og fyrrverandi ráðherrum. Kristján
Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra
talaði um taktleysi og Gylfi Magnús-
son, fyrrverandi viðskiptaráðherra,
um „Íslandsmet í græðgi“. – khg
Fimm hætta við
makrílmálsókn
HEILBRIGÐISMÁL „Manni finnst svo
hræðilegt að hugsa til þess að til séu
börn með fíknivanda og margir loka
augunum fyrir því en raunin er sú að
það eru til börn með fíknivanda og
þörfin fyrir þessa deild er virkileg,“
segir Snærún Ösp Guðmundsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og aðstoðar-
deildarstjóri nýrrar deildar sem
verður opnuð á Landspítalanum
í júní. Deildin er ætluð börnum
yngri en 18 ára sem þurfa á afeitrun
að halda vegna fíkniefnanotkunar.
„Það hefur verið kallað mikið eftir
þessu en hingað til hefur ekki verið
til neitt svona úrræði fyrir börn og
ungmenni sem eru með vímuefna-
og geðrænan vanda,“ segir Snærún,
en börn sem hafa þurft á afeitrun að
halda hafa hingað til farið í afeitrun
á Stuðlum, þar sem ekki er starfandi
heilbrigðisstarfsfólk.
Afeitrun getur verið hættulegt
ferli og segir Maríanna Bernharðs-
dóttir, deildarstjóri fíknigeðdeildar
Landspítalans, að unnið hafi verið
að þróun deildarinnar frá því
snemma á síðasta ári. „Ég fagna því
að það sé verið að opna þjónustu
fyrir þennan hóp af krökkum því að
vandinn er til staðar og það þarf að
meðhöndla hann á réttum stað því
að fráhvarf eftir neyslu er líkamlegt
og geðrænt ástand og það þarf heil-
brigðisstarfsfólk til að meðhöndla
það,“ segir Maríanna.
„Í fyrra var settur af stað þverfag-
legur starfshópur sem hefur unnið
að þróun deildarinnar. Í honum
sat fólk frá BUGL, Geðþjónustunni,
barna- og kvennasviði, barna-
læknar og hjúkrunarfræðingar frá
Barnaspítalanum svo þetta er mikil
samvinna. Þetta er svo verkefni sem
okkur var falið og okkur ber skylda
til þess að gera það vel, “ segir Marí-
anna.
Nýja deildin verður á geðsviði
Landspítalans, undir fíknigeðdeild-
inni, og þar verður pláss fyrir tvo
sjúklinga í einu. Gert er ráð fyrir að
sjúklingar dvelji á deildinni í einn
til þrjá sólarhringa og að þeim lokn-
um taki við önnur úrræði. Snærún
og Maríanna eru sammála um að
mikilvægt sé að heilbrigðiskerfið
og félagslega kerfið vinni saman og
að í boði séu úrræði fyrir þau börn
sem lokið hafa afeitrun.
„Ég get ekki lagt nógu mikla
áherslu á það hvað við fögnum því
að þessi þjónusta verði til staðar
fyrir þessi ungmenni og hversu
mikilvægt það er að það sé eitthvað
sem tekur við og að allir sinni sínu
hlutverki. Svo verður nýja deildin í
stöðugri endurskoðun af því að við
erum auðvitað að gera þetta í fyrsta
skipti,“ segir Maríanna.
„Það verður forvitnilegt að sjá
hvernig þetta mun vinnast. Þarfa-
greining bendir til þess að tvö rými
séu nóg en kannski sjáum við að
þörfin sé meiri og þá skoðum við
það,“ segir Snærún. „Það er mikill
áhugi á deildinni og þessu málefni
og við erum spennt að opna 1. júní.“
Deildin verður til húsa í geð-
deildarbyggingu Landspítalans við
Hringbraut og er vinna nú í fullum
gangi við að breyta kaffistofum í
sjúkrarými. „Það er verið að byggja
deildina alveg frá grunni og allt fer
að verða tilbúið. Þarna voru kaffi-
stofur starfsmanna fyrir nokkrum
vikum en iðnaðarmenn spítalans
eru ótrúlega snöggir,“ segir Marí-
anna stolt. birnadrofn@frettabladid.is
Ný afeitrunardeild fyrir börn
og ungmenni á Landspítala
Ný deild verður opnuð á Landspítala við Hringbraut í júní. Þar verða tvö rými ætluð börnum sem þurfa
á afeitrun vegna fíkniefnanotkunar að halda. Aðstoðardeildarstjóri segir að kallað hafi verið eftir úr-
ræði fyrir þennan hóp. Mikilvægt er að börn í fráhvörfum séu meðhöndluð af heilbrigðisstarfsfólki.
Nýja deildin verður til húsa í geðheilbrigðisbyggingu Landspítalans við Hringbraut. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1 6 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð