Fréttablaðið - 16.04.2020, Page 6
FRAKKLAND Eitt ár er liðið síðan
Notre Dame dómkirkjan í París
varð eldi að bráð. Óhætt er að full-
yrða að heimsbyggðin hafi grátið
þegar hin 850 ára gamla bygging
stóð í ljósum logum.
Um tíma leit út fyrir að mann-
virkinu fræga yrði ekki bjargað
en loks tókst að slökkva eldinn
og vonir fóru að glæðast. Gríðar-
legar skemmdir urðu á kirkjunni
og í raun hafa þær enn ekki verið
metnar til fulls. Stærsta turnspíra
kirkjunnar hrundi og mannvirkið
er í svo slæmu ástandi að lítið má út
af bregða svo það hreinlega hrynji
ekki.
Líklega kemur aldrei í ljós hvað
olli þessum menningarlega harm-
leik. Helstu getgáturnar snúast um
að bálið hafi með einhverjum hætti
kviknað út frá viðgerðum sem stóðu
yfir á kirkjunni og jafnvel að sígar-
ettuglóð sé um að kenna.
Þak kirkjunnar er afar viðkvæmt
auk þess sem mikil hætta á alvar-
legri blýmengun á vinnustaðnum
tafði verkið mikið. Svo kaldhæðnis-
lega vill til að ein mesta hættan fyrir
bygginguna snýst um vinnu- og
stuðningspalla utan um kirkjuna
sem bráðnuðu að hluta til í elds-
voðanum. Losa þarf pallana mjög
varlega frá byggingunni og má lítið
út af bregða.
Eldurinn í kirkjunni var varla
slökknaður þegar efnt var til alþjóð-
legrar söfnunar til að endurbyggja
kirkjuna. Söfnuðust um 850 millj-
ónir evra, andvirði um 130 millj-
arða, sem sýndi glögglega hversu
miklu máli Notre Dame-kirkjan
skiptir heimsbyggðina. Enn liggur
þó ekki fyrir hversu stór hluti þess-
arar upphæðar skilar sér að lokum
en aðeins lítill hluti upphæðarinnar
hefur verið greiddur.
Þá var strax efnt til alþjóðlegrar
samkeppni um útlit á nýrri turn-
spíru kirkjunnar og hafa nokkrar
tillögur litið dagsins ljós. Hafa þær
valdið talsverðu fjaðrafoki enda eru
sumar tillögurnar framúrstefnu-
legar á meðan aðrar eru meira í stíl
við upphaflega mannvirkið.
Kynna átti vinningstillöguna á
fyrri hluta þessa árs auk þess sem
gert var ráð fyrir því að lokið væri
við að losa áðurnefnda palla frá
kirkjunni um miðjan júnímánuð.
Þær áætlanir voru þó gerðar áður en
kórónavírusinn hóf yfirreið sína um
heimsbyggðina.
Faraldurinn hefur gert það að
verkum að framkvæmdirnar við
Notre Dame hafa legið niðri síðan
16. mars og alls óvíst er hvenær þær
geta hafist að nýju.
Franska þjóðin, og heimsbyggðin
öll, hefur um annað að hugsa um
þessar stundir en þegar stríðinu við
vírusinn lýkur verður haldið áfram
að græða hið menningarlega svöðu-
sár sem eldsvoðinn olli.
bjornth@frettabladid.is
Ár liðið frá brunanum
mikla í Notre Dame
Ár er liðið frá eldsvoðanum í dómkirkjunni frægu Notre Dame í Parísarborg.
Uppbygging dómkirkjunnar gengur hægt og í raun hafa skemmdirnar ekki
enn verið metnar að fullu. Kórónavírusinn hefur tafið framkvæmdirnar.
Fáir eru á ferli við Notre Dame-kirkjuna nú á tímum kórónaveirunnar.
Gríðarlegar skemmdir
urðu á kirkjunni og í raun
hafa þær enn ekki verið
metnar til fulls.
Boost
í skál ...
Það má alveg!
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
I samvinnu við:
STÆRSTI
DANSVIÐBURÐUR
NORÐURSINS
dansbandsveckan.se
SAMFELLDUR
DANS Í 7 KVÖLD
6 DANSGÓLF
UNDIR ÞAKI
SVÍÞJÓÐ, MALUNG, 12.-18. JÚLÍ 2020
82 HLJÓMSVEITIR
Pakkaverð í boði frá 75.700 kr.
Nánari upplýsingar gefur
Gunnar í síma: 863 5100
BRETLAND Frá byrjun mánaðar hafa
skemmdarverk verið unnin á nærri
fjörutíu 5G-möstrum í Bretlandi.
Verkin vinna fylgjendur samsæris-
kenningar sem segir að 5G-tæknin
tengist COVID-19 faraldrinum.
Telja þeir að tæknin hraði útbreiðslu
sjúkdómsins eða skaði ónæmiskerfi
fólks. Samsæriskenningin náði flugi
innan hópa á samfélagsmiðlum.
Kenningar af þessu tagi um 5G
eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir
útbreiðslu COVID-19 var því haldið
fram að 5G-bylgjur væru skaðlegar
fólki og gætu valdið geislaeitrun.
Sérfræðingar hafa ítrekað sagt að
kenningarnar séu allar uppspuni.
„Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði
Simon Clarke, prófessor í frumu-
líffræði örvera, í samtali við BBC.
„Orkan sem kemur frá örbylgjum
5G eru mjög litlar og eru engan veg-
inn nógu sterkar til að hafa áhrif á
ónæmiskerfið.“
Á þriðjudaginn lýsti þáttastjórn-
andinn Eamonn Holmes á bresku
sjónvarpsstöðinni ITV yfir óánægju
sinni með afgreiðslu fjölmiðla á
samsæriskenningunni. „Ég get ekki
samþykkt það að fjölmiðlar ákveði
að eitthvað sé ósatt þegar þeir vita
ekki hvort það er satt eða ósatt,“
sagði hann í þættinum. Bresku fjar-
skipta- og fjölmiðlastofnuninni bár-
ust nærri því 500 kvartanir vegna
ummælanna. Stofnunin rannsakar
nú hvort Holmes hafi brotið siða-
reglur með ummælunum.
5G er fimmta kynslóð farsíma-
kerfa. Um er að ræða hraðara net
sem ræður við talsvert meiri netum-
ferð en 4G. Einnig er 5G oft tengt við
snjallvæðingu. Snjallvæðing í dag
er aðallega bundin við heimili eða
vinnustaði, en aukinn hraði og geta
5G-tækninnar getur meðal annars
stutt net sjálfkeyrandi bíla.
Vodafone á Íslandi gangsetti
fyrstu 5G-sendana á Íslandi í júlí
árið 2018. Nýsköpunarverkefni
á vegum fyrirtækisins nýta sér
tæknina sem meðal annars á að þróa
snjallvæðingu borgarsamfélagsins.
Nova gangsetti einnig sendi í byrjun
árs 2019. – así
Skemma 5G-möstur af ótta við eitrun
Það var því miður
ekki gengið nógu
vel um grenndarstöðvarnar.
Þorkell Ingi Ingimarsson, verkstjóri
hjá Rauða Krossinum
Fyrir útbreiðslu
COVID-19 var því haldið
fram að 5G-bylgjur væru
skaðlegar fólki og gætu
valdið geislaeitrun.
1 6 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SAMFÉLAG „Það voru greinilega
allir að taka til um páskana og við
erum núna að vinna í að taka saman
páskadótið,“ segir Þorkell Ingi Ingi-
marsson, verkstjóri hjá fataverkefni
Rauða krossins.
„Það var því miður ekki gengið
nógu vel um grenndarstöðvarnar.
Það voru mjög margir pokar skildir
eftir og þeir höfðu annaðhvort verið
rifnir upp eða skildir eftir opnir, þá
rignir ofan í þá og fötin skemmast.
Við fórum samt aukaferð á laugar-
daginn til grynnka aðeins á því. Við
erum að vinna í að flokka það frá.“
Gerir hann ráð fyrir að flokkuninni
á öllu sem kom um páskana ljúki í
dag.
Alls eru 116 gámar á vegum Rauða
krossins sem taka við fötum og
skóm af öllu tagi. Þorkell segir að
frá því að Góða hirðinum var lokað
vegna samkomubannsins hafi verið
meira um lítið dót sem sett er í gám-
ana. Minni leikföng sem séu heil eru
seld í verslunum Rauða krossins en
því miður þurfi að henda f lestu.
„Þetta endar því miður flest í Sorpu
sem er þá bara aukinn kostnaður
fyrir okkur,“ segir hann.
Þorkell hefur ekki orðið var við
neina sérstaka aukningu á fata-
magni síðustu vikur. „Þetta er mjög
háð veðri. Um leið og það kemur
gott veður þá eykst magnið í litlu
gámunum.“ Hvetur hann fólk til
að bíða með að fara með föt í gáma
þegar þeir eru fullir. „Við búum
á Íslandi og vitum aldrei hvernig
veður kemur næst, ef pokinn rifnar
er mikil hætta á að öll fötin eyði-
leggist og munið að öllum fatnaði á
að skila í vel lokuðum pokum inn í
fatagáma Rauða krossins.“ – ab
Fólk bíði ef gámarnir eru fullir