Fréttablaðið - 16.04.2020, Síða 8

Fréttablaðið - 16.04.2020, Síða 8
Fyrirtækin eru ekki aflögufær. Það er verið að hjálpa þeim annars staðar hvort sem er. Ari Skúlason, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans 2,6% er lækkunin á gengi hluta- bréfa í Marel frá áramótum. 40% er hlutfall erlendra ríkis- borgara á atvinnuleysisskrá. AUSTURSTRÆTI SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI AKUREYRI VESTMANNAEYJUM ✿ Aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta 8.000 6.000 4.000 2.000 -2.000 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Minni brottflutn-ingur erlendra r í k i s b o r g a r a f r á Í s l a n d i mun gera það að verkum að hérlendur vinnumarkaður verður fyrir þyngra höggi en ella vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Búast má við því að atvinnuleysi rjúki upp í meira en fimmtán prósent í þess- um mánuði, sem yrði það mesta frá upphafi mælinga, en erlendir ríkis- borgarar eru um fjörutíu prósent atvinnulausra í landinu. „Hlutfall útlendinga í ferða- þjónustu er mun hærra á sumrin en á veturna sem bendir til þess að stór hluti vinnuaf lsins sé tiltölu- lega laus. Kemur og fer. Það kemur til með að milda höggið fyrir ferða- þjónustuna en höggið verður eftir sem áður svakalegt,“ segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hag- fræðideild Landsbankans. Gera megi ráð fyrir að stór hluti erlendra ríkisborgara sem hafa búið hér lengi fari ekki af landi brott, þrátt fyrir samdráttarskeið, enda sé lítið af tækifærum annars staðar í heiminum. Við bætist tímabundnar ferðatakmarkanir. „Við verðum því að leysa þennan vanda sjálf,“ nefnir Ari. Útlending u m á hérlendu m vinnumarkaði hefur fjölgað hratt á síðustu árum og voru þeir í fyrra tæplega fjórðungur af vinnumark- aðinum á aldrinum 20 til 59 ára. Til samanburðar var hlutfallið ellefu prósent árið 2010. Samhliða fjölgun þeirra á vinnu- markaðinum hef ur hlutdeild útlendinga á atvinnuleysisskrá jafnframt vaxið jafnt og þétt en þeir voru um fjörutíu prósent atvinnu- lausra í lok síðasta árs, eins og áður sagði. Til samanburðar var hlut- fallið á bilinu átján til tuttugu pró- sent á árunum 2012 til 2016. Samkvæmt lögum eiga þeir sem hafa starfað í fullri vinnu í samtals tólf mánuði rétt á fullum atvinnu- leysisbótum í þrjátíu mánuði. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir aðspurður líkur standa til þess að þeir útlend- ingar sem hafi komið hingað til lands á síðasta ári og starfað til að mynda í ferðaþjónustu muni ekki ílengjast hér á landi eftir að ferða- takmörkunum verður af létt. Það sýni reynslan í kjölfar fjármála- hrunsins árið 2008. „Á þeim tíma,“ útskýrir Karl, „fluttust þeir útlendingar helst brott sem voru tiltölulega nýkomnir til landsins og störfuðu þá í ýmsum skammtímaverkefnum, til dæmis í virkjunum og byggingaverkefnum, og höfðu ekki mikil tengsl við landið. Ég býst við því að svipað verði upp á teningnum núna. Fjölmargir útlendingar komu hingað til lands árið 2019 til þess að starfa í ferða- þjónustu og það verður að teljast ólíklegt að þeir ílengist allir hér. Þeir útlendingar sem hér höfðu búið um lengri tíma, myndað sterkari tengsl við íslenskt samfélag og höfðu áunnið sér þokkalegan atvinnuleysisbótarétt settust hér frekar að, enda var atvinnuástand- ið erlendis ekki heldur mjög bjart. Margir ákváðu að setjast frekar að á Íslandi en í heimalöndum sínum og það varð minna um brottflutning en við höfðum reiknað með,“ segir hann. Fólk meti hverju sinni lífsafkom- umöguleika sína og þeir sem hafi áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta muni væntanlega reyna að nýta hann að einhverju marki. Yfir fimmtán prósent í apríl Brottf lutningur erlendra ríkis- borgara í kjölfar fjármálahrunsins á haustmánuðum 2008 – en brott- f luttir umfram aðf lutta voru um 2.400 árið 2009 – mildaði að hluta höggið fyrir vinnumarkaðinn á þeim tíma. Ekki má hins vegar gera ráð fyrir eins miklum brottf lutningi í ár í ljósi þeirra takmarkana sem hafa verið lagðar á ferðalög á milli ríkja. Er það ein ástæða þess að atvinnu- leysi verður meira nú en í fjármála- hruninu. Sérfræðingar Vinnumálastofn- unar gera ráð fyrir að atvinnu- leysi hafi verið á bilinu átta til níu prósent í mars og fari í meira en f immtán prósent í þessum mánuði. Samkvæmt því má ætla að samtals um fimmtíu þúsund manns fái í mánuðinum greiddar ýmist almennar atvinnuleysis- bætur eða hlutabætur samkvæmt hlutabótaleið stjórnvalda. Þess má geta að erlendir ríkisborgarar eru um fjórðungur þeirra sem hafa sótt um hlutabætur. Samfara auknu atvinnuleysi munu heildarútgjöld til atvinnu- leysisbóta stóraukast. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofn- un voru greiddir alls 2,6 milljarðar króna í bætur í febrúar – sem gerir um 31 milljarð króna á ársgrund- velli – en þá var atvinnuleysi fimm prósent. Aðspurður segir Ari engu að síður ólíklegt að tryggingagjaldið, sem rennur meðal annars til greiðslu atvinnuleysisbóta, verði hækkað. „Stjórnvöld hafa lengi verið treg til þess að lækka tryggingagjaldið og má segja að síðustu ár hafi það verið of hátt miðað við atvinnu- ástandið. Það verður þá kannski til þess að það þarf ekki að hækka það núna. Fyrirtækin eru heldur ekki af lögufær eins og er. Það er verið að hjálpa þeim annars staðar hvort sem er.“ Þyngra högg fyrir vinnumarkaðinn Um fjörutíu prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar. Ekki má búast við miklum brottflutningi þeirra á yfirstandandi sam- dráttarskeiði. Atvinnuleysi stefnir í meira en fimmtán prósent. Fyrirtæki geta ekki geta staðið undir hækkun á tryggingagjaldi. Eftir hraða fjölgun á síðustu árum eru útlendingar nú tæplega fjórðungur af vinnumarkaðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Hlutabréfasjóður í stýringu Virtus Investment Parnt-ers, eignastýringarfélags í Connecticut í Bandaríkjunum, er kominn í hóp stærstu hluthafa Marels með um 1,2 prósenta eignar- hlut. Sjóðurinn, sem stýrir eignum upp á alls 1,6 milljarða dala, fjár- festi í Marel á f jórða fjórðungi síðasta árs en samkvæmt upplýs- ingum frá greiningarfyrirtækinu Morningstar fór hann með tæp- lega 9,2 milljónir hluta – um 1,2 prósenta eignarhlut – í félaginu í lok marsmánaðar. Miðað við núverandi gengi hluta- bréfa í Marel – 598 krónur á hlut – er eignarhlutur sjóðs Virtus metinn á um 5,5 milljarða króna. Sjóðurinn, sem ber heitið Vir- tus Kar International Small-Cap Fund, er þannig með umsvifamestu erlendu fjárfestunum í hluthafa- hópi Marels. Eins og greint var frá í Markað- inum í gær nálgast samanlagður hlutur erlendra fjárfestingarsjóða nú óðum að verða nærri f jöru- tíu prósent af hlutafé Marels. Til samanburðar áttu slíkir sjóðir sam- tals rúmlega þrjátíu prósenta hlut í félaginu undir lok síðasta árs. Eftir hækkun síðustu vikna er hlutabréfaverð í Marel nú á svipuð- um slóðum og áður en það tók dýfu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar í seinni hluta febrúar. – kij Sjóður Virtus með 5,5 milljarða hlut í Marel MARKAÐURINN 1 6 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.