Fréttablaðið - 16.04.2020, Síða 10

Fréttablaðið - 16.04.2020, Síða 10
Móskarðahnúkar eru tignarlegir tví-buratindar austur af Esju og sjást ágætlega úr Reykjavík. Sá eystri stelur athyglinni, enda í laginu eins og píramídi, en báðir eru ljósir yfirlitum sem skýrist af því að grjótið í þeim er óvenjuljóst líparít. Í Ofvitanum segir rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson einmitt frá því þegar hnúkarnir plötuðu hann sumarið 1913. Þetta var rigningarsumar og hann hafði ráðið sig í máln- ingarvinnu. Af Skólavörðuholti sýndist honum jafnan þegar hann horfði til veðurs að morgni dags sem sólin lýsti upp Móskarðahnúka. Hins vegar rigndi f lesta þessa sömu daga í Reykjavík og málningarvinna því ekki í boði. Smám saman rann upp fyrir honum að ekki væri það sólskin heldur líparítið sem lýsti upp hnúkana sem hann kallaði „sjálflýsandi maurildi“. Það er feiknagaman að ganga á Móskarðahnúka en á milli þeirra og Esju eru Laufaskörð og austan við þá Svínaskarð sem skilur þá frá Skálafelli. Þar var áður fjölfarin leið norður á land frá Suðurnesjum. Algeng- ast er að hefja 6 km langa gönguna á Móskarðahnúka skammt frá Tröllafossi, nánar tiltekið við Skarðsá. Þar er göngubrú og merktur slóði sem liggur í norður. Er gengið undir klettanefi sem heitir Hrútsnef og sneitt undir lægri tindinn sem er 787 m hár. Hægt er að ganga fyrst á hann en fleiri stefna beint á þann eystri sem er 20 m hærri. Í hlíðum hans er svartur drangur sem stingur skemmtilega í stúf við ljóst líparítið. Önnur leið á Móskarðahnúka liggur frá bænum Star- dal, meðfram Skálafelli vestan megin og þaðan upp í Svínaskarð og beint á eystri tindinn. Þriðja leiðin liggur frá Möðruvöllum í Kjós og er þá gengið yfir fjallið Trönu (743 m) sem er áfast Móskarðahnúkum. Sprækt göngufólk getur jafnvel gengið áfram á einstigi yfir Laufaskörð á Esju og niður hana sunnan megin. Allar þessar leiðir má ganga að vetri til eða á fjallaskíðum en þá verður að gæta sín á snjóflóðum því bratt er efst og jöklabúnað getur þurft efst ef færi er hart. Þetta á ekki síst við um einstigið yfir Laufaskörðin sem getur verið snúið yfirferðar. Af tindum Móskarðahnúka er mikið útsýni í allar áttir, m.a. yfir Reykjavík og Esju en í norður blasa við Baula og Botnsúlur. Til austurs er Skála- fell í aðalhlutverki og Hengill og Bláfjöll í suðri. Í góðu veðri má fækka fötum efst líkt og meistari Þórbergur sem stundaði gjarnan Mullersæfingar á adams- klæðum í guðsgrænni náttúrunni. Maurildi meistarans Hér skín sólin sannarlega á eystri og hærri tind Móskarðahnúka – en eins og meistari Þórbergur brenndi sig á lýsir líparítið í þeim jafnvel í rigningu. MYND/PÁLL STEFÁNSSON Móskarðahnúkar eru mikil útivistarparadís. Hér sést grilla í göngustíginn og Botnsúlur í baksýn. MYND/ÓMB Hnúkarnir sjást vel úr Reykjavík – sem þýðir að það er frábært útsýni af þeim yfir borgina. Esjan til hægri. MYND/ÓMB Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari 1 6 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.