Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2020, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 16.04.2020, Qupperneq 18
Björg Þorláksdóttir hefur mikinn áhuga á tísku og fer gjarnan eigin leiðir í þeim efnum. „Ég hugsa tísku sem tæki- færi til þess að tjá sig. Tíska þarf ekki endilega að vera eitthvað sem er vinsælt þessa stundina. Fyrir mér er hún frekar það sem manni sjálfum finnst f lott og líður vel í á ákveðnum tíma og það getur síðan verið eitthvað allt annað á öðrum tíma. Tíska getur þannig verið breytileg eftir einstaklingum og smekk. Klæðaburður getur líka undirstrikað tilfinningar, ef maður klæðist fatnaði sem manni líkar og líður vel í ýtir það undir sjálfsöryggi, sem sést síðan langar leiðir,“ segir Björg en hún fékk snemma áhuga á fötum og stíl. „Það var alveg ómeðvitað. Ég á eldri systur sem ég leit upp til þegar ég var yngri og ég stalst oft til að fara í föt af henni sem mér fannst f lott. Stundum sá ég föt í tímaritum eða á Netinu sem mig langaði til að eignast og þá dró ég fram gamalt efni frá mömmu, Þórhildi Pétursdóttur, og reyndi að sauma mér eitthvað svipað. Ég hef alltaf verið skapandi og finnst gaman að horfa á eitthvað hversdagslegt sem einhvers konar listform. Maður getur notfært sér svo margt sem tækifæri til þess að tjá sig og fatastíll er eitt af því,“ segir Björg, sem lagði stund á grafíska hönnun í lýðháskóla í Danmörku áður en hún hóf nám í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Blómakjólar og blúndur Björg lýsir eigin fatastíl sem frekar hefðbundnum, skandinavískum með 90’s ívafi. „Ég er hrifin af litum og nota mest víðar, uppháar galla- buxur og litríkar peysur. Ég er líka mikið fyrir blómakjóla, mynstr- aðar skyrtur, kögur og blúndur. Þannig að stíllinn er sambland af áhrifum frá hippatímabilinu og úr öðrum áttum.“ Björg eyðir ekki miklu í föt heldur reyndir að vera nægjusöm og nýta það sem hún á í fata- skápnum. „Stundum nota ég flíkur ekki í langan tíma en gref þær svo seinna upp. Ég kaupi mest notuð föt, eins og á nytjamörkuðum. Þar leynast gersemar og mér finnst gaman að hugsa til þess að fötin eigi einhverja sögu. Ég fæ oft gamlar flíkur hjá mömmu minni, eins og t.d. Millet-úlpu og Don Cano sem voru móðins þegar hún var ung, og eru aftur komnar í tísku. Það er hentugt að tískan fer í hringi. Þegar mig bráðvantar Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Kjóllinn er úr Spúútnik og jakkinn úr Gyllta kettinum. Dr. Martens-skórnir og Lacoste-veskið setja síðan punktinn yfir i-ið. Björg hefur gaman af því að blanda saman ólíkum klæðnaði en frjálslegum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Uppáhaldstaskan er frá Lacoste. Framhald af forsíðu ➛ ný föt vel ég vandaðar flíkur sem endast vel. Ég nota ekki mikið af fylgihlutum, aðallega eyrnalokka en ég á mörg pör af sólgleraugum í ýmsum litum.“ Della fyrir kósí peysum Uppáhaldslitur Bjargar í klæða- vali er rauður en hún segir stutt síðan hún gerði sér grein fyrir því. „Þá var ég á Spáni með vinkonu minni og við ætluðum eitthvað út. Ég klæddi mig í f lýti og fattaði síðan að ég var ekki bara í rauðu pilsi og rauðum bol, heldur líka með rauð sólgleraugu, rauða tösku með rauðum sundbol í og rautt naglalakk. Ég áttaði mig á að þetta væri engin tilviljun því algengasti liturinn í fataskápnum mínum er rauður,“ segir hún. Þegar Björg er spurð hvernig hún klæði sig dagsdaglega segist hún yfirleitt vera á síðustu stundu að velja sér föt og því verði upp- áhaldsgallabuxurnar og kósí peysa gjarnan fyrir valinu. „Ég er nefnilega með algjöra dellu fyrir kósí peysum þannig að það er nóg úrval af þeim í fataskápnum. Síðan nota ég mest svarta North Face úlpu sem yfirhöfn eða gamla, rauða Don Cano úlpu af mömmu. Á sumrin nota ég mest Levi’s-galla- jakka. Til spari blanda ég saman einhverju einföldu og skrautlegu og svo finnst mér gaman að vera í fallegri yfirhöfn. Kannski vegna þess að við búum á Íslandi og oftar en ekki er maður í yfirhöfninni mest allan tímann. Ég á margar yfirhafnir sem ég held upp á en í mestu uppáhaldi er svarti kögur- jakkinn minn sem ég nota mikið en hann fékk ég í Gyllta kettinum. Þegar ég er að fara eitthvað mjög fínt finnst mér skemmtilegast að vera í kjól í fallegum lit.“ Amma tískufyrirmyndin Föt sem Björg er hætt að nota eignast nýtt líf hjá Rauða kross- inum eða öðrum nytjamörkuðum. „Stundum nota ég sköpunar- gleðina og breyti þeim í eitthvað nothæft, t.d. hef ég breytt kjól sem var hættur að passa í pils. Ef fötin eru alveg ónýt á ég til að klippa þau í sundur og nota sem tuskur.“ Yfirleitt kaupir Björg föt í Spúútnik, Gyllta kettinum eða á fatamörkuðum. „Ég reyni að kaupa sem mest notað og sneiða fram hjá „fast fashion“ fyrirtækjum, þar sem framleiðslan hjá þeim er mjög mengandi fyrir umhverfið. Af íslenskum hönnuðum er Hildur Yeoman í mestu uppáhaldi en helsta tískufyrirmyndin mín er amma mín heitin, Guðrún Sigurðardóttir. Amma klæddist litríkum drögtum, hælaskóm og bar áberandi skartgripi. Maður sá vel að henni leið vel í fötunum sem hún klæddist og þau voru stór partur af hennar framkomu. Að því leyti er hún tískufyrirmynd fyrir mér því það er langflottast að klæðast því sem maður er sjálfur ánægður í,“ segir Björg. Ég klæddi mig í f lýti og fattaði síðan að ég var ekki bara í rauðu pilsi og rauðum bol, heldur líka með rauð sólgleraugu, rauða tösku með rauðum sund- bol í og rautt naglalakk. Kjóll pils, eða buxur? Kjóll. Blúnda eða leður? Blúnda. Gull eða silfur? Gull. Doppur eða köflótt? Köflótt. Háir hælar eða flatbotna? Flat- botna. Þröngt eða vítt snið? Vítt. Gloss eða varalitur? Varalitur. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.