Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2020, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 16.04.2020, Qupperneq 20
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Ivanka Trump hefur líka klæðst eins flíkum og Kate Middleton oftar en einu sinni. Svo virðist sem dóttir Bandaríkja- forseta sé ekki ónæm fyrir Markle-áhrifunum. Nýlega benti tískubloggarinn @royalreplimeghan á Insta gram á það að Meghan Markle og Ivanka Trump hafa mörgum sinnum sést í líkum flíkunum. Meghan Markle er þekkt fyrir stíl sinn, sem hefur haft mikil áhrif á tískuheiminn, og svo virðist sem dóttir Bandaríkjaforseta sé ekki ónæm fyrir Markle-áhrifunum. Þessi tiltekni tískubloggari fjallar um tísku kóngafólksins og hefur því gott auga fyrir flíkum sem Markle hefur látið sjá sig í. Hún bendir á ýmiss konar líkindi milli klæðnaðar þessara tveggja kvenna. Árið 2018 var Markle í svörtum kjól frá tískumerkinu Black Halo sem varð mjög vinsælt í kjölfarið. Ivanka hefur einnig sést í þessum sama kjól. Þær eiga líka báðar sama hneppta kjólinn frá Emilia Wick- stead og hafa báðar látið sjá sig með sama hatt frá hönnuðinum Philip Treacy. Tískhönnuðurinn Misha Nonoo er vinkona bæði Markle og Trump og þær mættu báðar í brúðkaup hennar í Róm í september síðast- liðnum. Þær hafa líka báðar látið sjá sig í litríku pilsi sem Nonoo hannaði. Þær stöllur hafa líka íklæðst glæsilegum kjól frá Carolina Herrera sem Markle klæddist í myndatöku fyrir Vanity Fair árið 2017. Fleiri stjörnur hafa sést í eins kjól, þar á meðal Mandy Moore. Markle og Trump virðast líka deila dálæti á svipuðum kápum, sniði og skyrtukjólum. Markle tók viðtal við Trump árið 2014 fyrir lífsstílsbloggið sitt, The Tig, þar sem hún lýsti aðdáun sinni á velgengi Trump, en þær hafa aldrei sést saman opinberlega. Ivanka Trump hefur líka klæðst eins flíkum og Kate Middleton oftar en einu sinni. Þær eiga báðar græna Beulah-kjólinn og Trump hefur sést í kjól með kraga eftir Alessandra Rich sem varð vinsæll eftir að Kate Middleton birtist opinberlega í honum. Trump og Markle oft í stíl Þær Meghan Markle og Ivanka Trump hafa þó nokkrum sinnum látið sjá sig í líkum fatnaði. Svo virðist sem Ivanka, eða stílistinn hennar, fylgist grannt með tískunni hjá breska kóngafólkinu. Þessi kjóll frá Black Hole varð mjög vinsæll eftir að Meghan Markle sást í honum opinberlega og Trump virðist hafa verið hrifin. INSTAGRAM/ROYALREPLIMEGHAN Ivanka Trump og Meghan Markle eru báðar hrifnar af svona kápum. INSTAGRAM/ROYALREPLIMEGHAN Í litríku pilsi frá hönnuðinum Misha Nonoo, sem er vinkona þeirra beggja. INSTAGRAM/ROYALREPLIMEGHAN Þær eiga báðar hneppta kjólinn frá Emilia Wickstead. INSTAGRAM/ROYALREPLIMEGHAN Svona kápur höfða greinilega til þeirra beggja. INSTAGRAM/ROYALREPLIMEGHAN Markle og Trump eru líka báðar hrifnar af því að klæðast skyrtu­ kjólum. INSTAGRAM/ROYALREPLIMEGHAN Þær eru greinilega hrifnar af svipuðum sniðum. INSTAGRAM/ROYALREPLIMEGHAN FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með! DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.