Fréttablaðið - 16.04.2020, Qupperneq 32
Leikfélag Akureyrar fer nýja leið við að velja barnaleikrit til sýningar á næsta leikári. „Í fyrsta skipti á Íslandi, kannski bara í heiminum, virkj-
um við beint lýðræði í leikhúsinu
og leyfum landsmönnum að ráða.
Við leggjum þrjú verk undir dóm
áhorfenda og leyfum þeim að velja
hvaða verk þeir vilja sjá af þessum
þremur á fjölum leikhússins næsta
vetur,“ segir Marta Nordal leikhús-
stjóri.
Þekkt og vinsæl verk
Verkin þrjú eru Benedikt búálfur,
Móglí, sem er leikgerð upp úr
Jungle Book og Fíasól. „Við vildum
láta valið standa um þekkt og vin-
sæl verk þannig að allir eigi auðvelt
með að gera upp hug sinn,“ segir
Marta. ,,Verkin standa þá líka jafn-
fætis gagnvart hvert öðru. Undir-
búningur var mikill áður en þessi
þrjú urðu að lokum fyrir valinu en
við höfum tryggt okkur réttinn á
öllum þessum þremur verkum og
vitum að við höfum burði til að
setja þau upp.
Þetta er líka tilraun til að færa
valdið til áhorfenda og leyfa þeim
að hafa bein áhrif. Yfirleitt er það
leikhússtjóri sem velur verk til sýn-
inga í samráði við sitt fólk, en þarna
ætlum við að leyfa fólki að ráða val-
inu. Með þessu vonum við að áhorf-
endum og ekki síst börnum finnist
þau eignast hlutdeild í leikhúsinu
og að á þau sé hlustað. Þetta er auð-
vitað aðallega hugsað fyrir börnin.
Þetta er ný hugsun og fersk nálg-
un að mínu mati. Ég veit að minnsta
kosti engin dæmi þess að þetta hafi
verið gert með þessum hætti áður.
Við tölum mikið um beint lýðræði
í stjórnmálum og hvers vegna að
reyna það ekki víðar? Á þessum
erfiðu tímum held ég að það verði
þakklátt.“
Valið með einu klikki
Norðlendingar og landsmenn allir
geta tekið þátt í valinu en kosning
stendur til aprílloka. „Bæði full-
orðnir og börn geta valið verk og ég
vona að sem flest börn taki þátt í að
velja verk sem þau vilja sjá,“ segir
Marta.
Til að velja úr þessum þremur
leikritum þarf einungis að fara á
síðu Menningarfélags Akureyrar;
mak.is. „Þetta verður mjög einfalt,
engar krókaleiðir, fólk velur verkið
með einu klikki.
Við tilkynnum svo úrslitin með
pompi og prakt í lok apríl og þá fá
líka tveir heppnir þátttakendur
fjóra miða á þá sýningu sem fær
flest atkvæði.“
Frumsýnt eftir áramót
Sigurverkið verður ekki sýnt fyrr en
eftir áramót „Frumsýning er áætluð
í febrúar,“ segir Marta. „Næsta haust
gæti orðið frekar ótryggt í leikhús-
unum. Maður sér ekki alveg fyrir
sér hvernig leikárið verður í ljósi
aðstæðna en við vonum bara að
allt verði komið í sem eðlilegastan
farveg þannig að við getum haldið
okkar sýningaráætlunum.“
Þríleikur Ragnars Jónassonar um lögreglukonuna Huldu er „meistaralegur“ og „ekkert
minna en tímamótaverk í glæpasög-
um samtímans“, segir gagnrýnandi
The Times í dómi um þriðju bókina
í seríunni, Mistur. Í nóvember síð-
astliðnum valdi blaðið Drunga, aðra
bókina í þríleik Ragnars, sem eina
af fimm bestu glæpaögum ársins
og þegar Dimma kom út skipaði
gagnrýnandi Sunday Times Huldu
á bekk með mögnuðustu tragísku
kvensöguhetjum í glæpasögum
samtímans. Mistur er glæpasaga
mánaðarins hjá The Times.
Dómurinn um Mistur birtist í
The Times á öðrum degi páska í
grein um „bestu glæpasögur apríl-
mánaðar“. Gagnrýnandinn hefur
umsögn sína á því að vitna í hið
heillandi lag glæpaseríunnar Brúin:
„Og allt / leitar upphafs síns“ og
segir að þessar línur dragi saman
inntakið í „meistaralegum þríleik
Ragnars Jónassonar sem hófst á
Dimmu sem gerist í samtímanum
og hélt áfram í Drunga sem gerðist
aðallega árið 1997. Mistur færir les-
andann aftur til ársins 1987.
„Hver hluti hefur að geyma frá-
bæra ráðgátu en til þess að njóta
þessa frábæra þríleiks til fullnustu
verður maður að lesa bækurnar í
þeirri röð sem þær koma út. Hann er
er ekkert minna en tímamótaverk
í glæpasögum samtímans,“ segir
gagnrýnandinn. – kb
MEÐ ÞESSU VONUM
VIÐ AÐ ÁHORFENDUM
OG EKKI SÍST BÖRNUM FINNIST
ÞAU EIGNAST HLUTDEILD Í
LEIKHÚSINU OG AÐ Á ÞAU SÉ
HLUSTAÐ.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Fimmtudagur
hvar@frettabladid.is
16. APRÍL 2020
Hvað? Myndlist
Hvenær? 17.00
Hvar? samkoma.cargo.site
Sýningin Samkoma er samstarf
meistaranema við Háskóla Íslands
og myndlistardeildar Listahá-
skóla Íslands og stóð til að opna
sýninguna í Veröld – húsi Vigdísar
við Háskóla Íslands. Vegna heims-
faraldurs og samkomubanns var
sýningin færð yfir á vefsvæðið
samkoma.cargo.site.
Beint lýðræði hjá Leikfélagi Akureyrar
Leikfélag Akureyrar býður áhorfendum að velja barnaleikrit til sýningar. Valið
stendur um þrjú verk. Kosið er á netinu. Sigurverkið verður frumsýnt í febrúar.
Ekkert minna en tímamótaverk
Ragnar fær mikið lof frá The Times.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Verk eftir Solveigu Pálsdóttur.
Bæði fullorðnir og börn geta valið verk og ég vona að sem flest börn taki þátt í að velja verk sem þau vilja sjá, segir Marta Nordal. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Jaðarlist ahátíðin Reyk jav ík Fringe fer fram í sumar, 4.-12. júlí, en með breyttu sniði. Búist
var við um 50 erlendum atriðum,
með yfir hundrað listamönnum, en
allir erlendir listamenn hafa verið
afbókaðir með lifandi atriði, en þess
í stað verður þeim boðið upp á að
streyma atriðum sínum á sérstakri
RVK-Fringe rás. Búist er við að inn-
lendir listamenn geti enn sýnt sín
atriði á sviði, miðað við að sam-
komubann verði ekki í gildi í júlí.
Reykjavík Fringe fer fram í þriðja
sinn í sumar, en á hátíðinni geta
gestir séð alls konar listform, þar á
meðal leiklist, kabarett, ljósmynda-
sýningar, sirkus, drag, málverka-
sýningar og uppistand. Miðaverði
er haldið í lágmarki og áhersla er
lögð á sköpunargleði og nýstárleika.
Um 250 Fringe-hátíðir eru til í
heiminum, en sú elsta og stærsta
þeirra er hin árlega Edinborgar-
hátíð, sem hefur nú verið af lýst í
fyrsta sinn í 73 ára sögu hátíðar-
innar. Til stóð að halda RVK-Fringe
á sjö sýningarstöðum í ár, en vegna
aðstæðna verður sýningarstöðum
fækkað niður í fjóra. Dagskráin
verður kynnt þegar ljóst þykir að
lifandi viðburðir geti átt sér stað.
Nánari upplýsingar má finna á
vefsíðu hátíðarinnar: RVKfringe.is.
Jaðarlistahátíð í júlí
Jaðarlistahátíð verður haldin í ár.
TIL ÞESS AÐ NJÓTA
ÞESSA FRÁBÆRA
ÞRÍLEIKS TIL FULLNUSTU
VERÐUR MAÐUR AÐ LESA
BÆKURNAR Í ÞEIRRI RÖÐ SEM
ÞÆR KOMA ÚT Í.
1 6 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING