Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 4
COVID-19 „Ég hef stundum kallað þetta minnst þekkta útflutningsat- vinnuveginn,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdstjóri Isavia ANS, sem annast f lugleiðsögn á hinu víð- feðma íslenska flugstjórnarsvæði. ANS veltir að sögn Ásgeirs um tíu milljörðum króna á ári. Þar af eru um sjö milljarðar vegna alþjóða- f lugs sem er að mestu alþjóðleg flugumferð án viðkomu á Íslandi. Flugfélögin greiða ANS fyrir f lugleiðsögu eftir því hversu marga kílómetra er f logið innan íslenska svæðisins. Gjaldið byggir á rekstr- aráætlunum sem gerðar eru fyrir fram í samráði við f lugfélögin og sérstaka nefnd hjá Alþjóðaf lug- málastofnuninni. „Umferðin hefur dottið niður alveg þannig að við erum núna með 15 prósent og jafnvel minna en var áður. En gjaldið miðar við það að við héldum að við værum með dálitla aukningu frá því í fyrra,“ segir Ásgeir. Þrátt fyrir þetta heldur ANS uppi fullri þjónustu á sínu svæði með öll kerfi virk og í gangi og mun fá væntanlegt tekjutap bætt upp síðar, þó ekki fyrr en á árinu 2022. „Inn- koman sem var áætluð í fyrra er ekki að skila sér. Það hefur auðvitað áhrif á sjóðstreymi og lausafjár- stöðu sem þarf þá að brúa á milli,“ útskýrir Ásgeir. Eins og Ásgeir bendir á rekur ANS mikilvæga útflutningsgrein þar sem fyrirtækið hefur mest af sínum tekjum í erlendri mynt. Hann segir að engum af um 320 starfsmönnum hafi verið sagt upp vegna minnk- andi umsvifa í heimsfaraldrinum Við þurfum að hafa allt klárt þannig að þegar umferðin byrjar að aukast á ný séum við tilbúin að sinna henni. Ásgeir Pálsson, framkvæmda- stjóri Isavia ANS 2020 2019 Skírdagur 38 18.793 Föstudagurinn langi 0 15.362 Laugardagur 61 16.722 Páskadagur 0 16.465 Annar í páskum 0 16.859 Páskaflug um Keflavík Tölfræði fyrir páskana nú og í fyrra hvað varðar fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll. 14.03 ✿ Daglegt flug um íslenska flugstjórnarsvæðið 500 400 300 200 100 29.0321.03 06.04 13.04 2019: n Flug yfir hafið n Þar af til og frá Íslandi n Innanlandsflug 2020: n Flug yfir hafið n Þar af til og frá Íslandi n Innanlandsflug Fær tekjuhrunið vegna minna yfirflugs bætt á árinu 2022 Dótturfélag Isavia, flugleiðsögufyrirtækið Isavia ANS, glímir við sjóðstreymisvanda vegna hruns í alþjóð- legri flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Framkvæmdastjórinn segir ANS hins vegar halda uppi fullri þjónustu og fá tapið bætt síðar. Enginn af 320 starfsmönnum fyrirtækisins hefur verið látinn fara. eða starfshlutfall þeirra minnkað. „En það er engin aukavinna eða neitt slíkt og ákveðnum hlutum hefur verið frestað. Síðan eru engar ráðningar í gangi,“ segir hann. Mikil óvissa sé um þróun flugumferðar á næstu mánuðum og því sé unnið að ýmsum sviðsmyndum. „Við þurfum að hafa allt klárt þannig að þegar umferðin byrjar að aukast á ný séum við tilbúin að sinna henni,“ segir framkvæmda- stjóri Isavia ANS. Isavia ohf., móðurfélag Isavia ANS, glímir við enn stærri vanda. „Þegar litið er til þess sem af er aprílmánuði samanborið við sama tímabil í fyrra þá er samdrátturinn orðinn um 99 prósent í farþegum sem fara um Kef lavíkurf lugvöll,“ segir Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia. Guðjón bendir á að Isavia sé með sterka lausafjárstöðu og geti starf- að án tekna í um fimm mánuði ef skrúfað sé fyrir allar fjárfestingar. „Sviðsmyndagreining okkar gerir ekki ráð fyrir miklu flugi fyrri hluta sumars en að það lifni aðeins yfir á seinni hluta þess, ef ekki verða frekari áföll. En rétt er að ítreka óvissuna í stöðunni,“ segir upplýs- ingafulltrúi Isavia. gar@frettabladid.is ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 FIAT HÚSBÍLAEIGENDUR ER HÚSBÍLLINN ÞINN KLÁR FYRIR SUMARIÐ? BJÓÐUM UPP Á SMURÞJÓNUSTU OG LÉTTA ÁSTANDSSKOÐUN FYRIR SUMARIÐ: • SJÓNSKOÐUN Á BREMSUKERFI OG UNDIRVAGNI • LJÓS YFIRFARIN • ÁSTAND HJÓLBARÐA METIÐ OG LOFTÞRÝSTINGUR MÆLDUR • ÞURRKUR OG RÚÐUSPRAUTUR YFIRFARNAR • ÁSTAND KÆLIKERFIS METIÐ • HLEÐSLA RAFKERFIS MÆLD. ALLIR VINNA – ENDURGREIÐSLA Á VSK Á VINNULIÐ AÐ LÁGMARKSUPPHÆÐ 25.000 KR. ÁN VSK. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands átti stórafmæli í vikunni, en hún fagnaði níu tíu ára afmæli. Hópur einsöngvara og kór ásamt vinafólki Vig- dísar safn að ist saman fyrir utan hús hennar og heiðraði hana með afmælis- og þjóðsöngnum. Fleiri Íslendingar heiðruðu forsetann, þar á meðal blómaskreytirinn Guðmundur Þorvarðarson sem reisti henni blómaskreytta heiðursstöng. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti lands- menn til að sofna ekki á verðinum og hlýða áfram fyrirmælum yfir valda af ótta við bakslag. Reglur um fjarlægðir milli manna og samkomutakmarkanir gilda til 4. maí. Yael Farber leikstjóri mun leikstýra sýn ingu í Þjóð- leikhúsinu sem byggir á hinum geysivinsælu Nap ólí-sögum eftir Elenu Ferr- ante. Farber, sem er frá Suður- Afríku, er margverðlaunuð og hefur leikstýrt um allan heim, þar á meðal í stærstu leikhúsum Bretlands. Sýningin verður frumsýnd í september. Þrjú í fréttum Forseti, fyrirmæli og Ferrante TÖLUR VIKUNNAR 12.04.2020 TIL 18.04.2020 1.754 hafa greinst með COVID-19 á Íslandi. Þá hafa 1.224 náð bata. 18% meiri sala var í Vínbúð- unum yfir páskana í ár en í fyrra. 56% nýnema á framhaldsskólastigi sem hófu nám árið 2014 höfðu útskrifast árið 2018. 40% atvinnulausra á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. 33 þúsund tonn var landaður þorskafli í marsmánuði. 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.