Fréttablaðið - 18.04.2020, Side 6

Fréttablaðið - 18.04.2020, Side 6
„Ég minni líka á að Alþingi þarf á einhverjum tímapunkti líka að veita heimildir fyrir öllum þeim útgjöldum sem þetta mun hafa í för með sér,“ bætir Logi við. Hann bendir á að ríkisstjórnin hafi hvorki óskað eftir aðstoð stjórnarandstöðunnar við mótun aðgerðapakka né veitt henni síbreytilegar bakgrunnsupplýs- ingar og sviðsmyndagreiningar. „Eðlilegra þinghald gæfi okkur þá að minnsta kosti möguleika á að kalla eftir þeim í þingsal.“ Stærri þingsalur myndi líka þýða minni röskun á þingstörfum. „Jörðin mun halda áfram að snúast eftir þennan tímabundna skell og það er mikilvægt að við sinnum fleiru en bráðaaðgerðum og það er full nauðsyn á að horfa örlítið fram fyrir tærnar á sér og jafnvel líta til framtíðar,“ segir Logi. Fyrst hugmyndinni hafi verið hafnað þurfi hins vegar að laga verklagið að því þrönga rými sem þinghúsið bjóði upp á. Það þýði takmarkað þinghald sem skerði óneitanlega þau réttindi sem stjórn- arskráin tryggi þingmönnum til að hafa eftirlit með framkvæmdar- valdinu. Af þeim sökum sé rétt að takmarka störfin við allra nauðsyn- legustu mál tengd COVID-faraldr- inum en leitast jafnframt eftir því að gefa þingmönnum færi á að ræða stöðuna almennt og sinna eftirlits- hlutverki sínu með fyrirspurnum til ráðherra. „Þetta er bagaleg staða, því ef fólk hefði borið gæfu til að hugsa aðeins meira skapandi og sýna ögn meiri víðsýni gæti Alþingi sinnt störfum sínum og skyldum miklu betur á þessum skrítnu og erfiðu tímum,“ segir Logi. adalheidur@frettabladid.is Ásakanir Péturs Þórs um upplognar sakir sem átyllu til brott- rekstrar eiga sér enga stoð í veruleikanum. Stjórn Eyþings Ég benti á Hörpu í þessu sambandi. Það hefði verið tilvalið fyrir forseta að stökkva á þessa lausn. Logi Einarsson Af 43 virkjunarkostum sem Orkustofnun hefur sent verkefnisstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar eru 34 í vindorku. Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM STJÓRNMÁL „Ég varpaði þessari hugmynd fyrst fram í tölvupóst- samskiptum milli þingmanna, ráð- herra og skrifstofustjóra þingsins, fyrir réttum mánuði. Þá var ljóst að þrátt fyrir viðleitni þingsins væru verulegir annmarkar á þinghaldi með tilkomu samkomubanns,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sem lagt hefur til að þingstörfin verði flutt í Hörpu. Logi spurði hvort það hefði verið skoðað að nota tímabundið annan og stærri sal þar sem nægt pláss væri til að gera þær varúðarráð- stafanir sem mælst er til. „Ég nefndi Hörpu í þessu sam- bandi. Það hefði verið tilvalið fyrir forseta að stökkva á þessa lausn og nýta sér þær sérstöku aðstæður sem eru fyrir hendi í fámennu landi og fáa þingmenn,“ segir Logi. Hann beindi síðar erindinu til forsætisnefndar og bað fulltrúa Samfylkingar í nefndinni að fylgja málinu eftir. „Þar hafi hugmyndinni strax verið hafnað og vísað í að öryggis- gæsla og atkvæðagreiðslur gætu verið f lókið úrlausnarefni. Ég vísa öllu slíku á bug og tel að verandi komin um fimmtung inn á tuttug- ustu og fyrstu öldina væri slíkt ein- falt mál,“ segir Logi. „Ég hafði og hef enn áhyggjur af störfum löggjafans og stöðu lýð- ræðisins við þessar aðstæður,“ segir Logi aðspurður um ástæður tillögunnar. Hann nefnir neyðarpakkana sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir þingið. „Það er mikilvægt að sem f lestir þingmenn geti farið vandlega yfir þá, bæði til að lagfæra frumvörpin en ekki síður til að sýna aðhald,“ segir Logi en fjöldatakmarkanir í þingsal hafa gert það að verkum að aðeins fáir þingmenn geta tekið þátt í umræðum í þingsal. Samtalið verði því óumflýjanlega takmarkaðra en ella um einhverjar stærstu efna- hagsaðgerðir í sögu lýðveldisins. Vill færa þinghaldið í Hörpu Formaður Samfylkingarinnar lagði til að stærri salur yrði fundinn fyrir þingfundi. Hefur áhyggjur af stöðu lýðræðisins vegna aðstæðna. Tryggja þurfi stjórnarskrárbundinn rétt þingmanna til aðhalds. Lítil sem engin starfsemi er í Hörpu um þessar mundir vegna samkomubannsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NORÐURLAND Eyþing (nú SSNE), Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hafnar mörg- um af þeim staðhæfingum sem Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, hélt fram í við- tali í Morgunblaðinu í vikunni um starfslok sín. „Stjórn Eyþings hefur aldrei sakað Pétur Þór Jónasson um kyn- ferðislega áreitni á vinnustað, heldur þurfti stjórn að taka til með- ferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta. Orðið kynferðisleg áreitni er frá honum sjálfum komið,“ segir í yfir- lýsingu stjórnarinnar. Í viðtalinu sagði Pétur að hann hefði verið kall- aður á fund í október árið 2018 þar sem honum hefði verið sagt að upp væri komið „Me too mál“ á hendur honum. Ólíkt því sem Pétur heldur fram segir stjórnin enga sátt hafa náðst á milli Péturs og undirmanns- ins sem tilkynnti samskiptin. Var honum boðinn starfsloka- samningur á þessum fundi en endaði málið í uppsögn, málsókn Péturs gegn Eyþingi og að lokum dómsátt þar sem Eyþing greiddi honum tæpar 15 milljónir króna. Féll stærsti hlutinn, um 9 milljónir, á Akureyrarbæ. Í ljósi þess að málinu sé lokið telur stjórnin „óskiljanlegt að fram- kvæmdastjórinn fyrrverandi haldi áfram að flytja málið opinberlega“, og hafi hún talið sig knúna til að gera athugasemdir. Fram haf i komið á mörgum fundum að Eyþing hafi lengi glímt við rekstrarvanda og óháð úttekt var gerð á innra starfinu. „Ásakanir Péturs Þórs um upplognar sakir sem átyllu til brottrekstrar eiga sér enga stoð í veruleikanum.“ Í viðtalinu segir Pétur að reynt hafi verið að halda trúnað um sátt- ina, en leynd um málið hafi ekki verið hans ósk. „Þar sem um mál- efni starfsmanna Eyþings var að ræða taldi stjórn rétt að farið væri með gögn málsins sem trúnaðar- mál, en aldrei hefur verið farið fram á að leynd ríki um kostnað,“ segir í yfirlýsingu Eyþings. – khg Eyþing hafnar fullyrðingum Péturs O R KUM ÁL Orkustofnun hefur sent verkefnisstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar gögn um 43 nýja virkjunarkosti. Bætast þeir við þá virkjunarkosti sem skilgreindir voru í þriðja áfanga. Til stóð að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar á yfirstandandi þingi en vegna COVID-19 farald- ursins verður ekkert af því. Orku- stofnun hefur því ákveðið að framlengja frest til móttöku virkj- unarhugmynda í fjórða áfanga um óákveðinn tíma. Langflestir hinna nýju virkjunar- kosta eru í vindorku, eða 34 talsins. Sjö virkjunarkostir eru í vatnsafli og tveir í jarðhita. Vegna óvissu um lagalega stöðu vindorku hefur Orkustofnun ekki farið sérstaklega yfir gögnin um þá kosti. Meðal vatnsaf lskostanna eru áform Landsvirkjunar um stækkun Vatnsfellsstöðvar, Sigöldustöðvar og Hrauneyjafossstöðvar. Saman- lagt afl stækkunarinnar er 210 MW. Stærstu einstöku nýju virkjunar- kostirnir eru Klausturselsvirkjun og Lambavirkjun en af l hvorrar virkjunar fyrir sig yrði 250 MW. Það er vindorkufyrirtækið Zephyr Iceland sem er á bak við þær hug- myndir. – sar Kynna nýja virkjunarkosti Vindorka er áberandi í nýju virkj- unarkostunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI Forsvarsmenn Eyþings vísa fullyrðingum Péturs á bug. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.