Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 18
VIÐ ERUM BÚNIR AÐ HALDA BÖLL OG TÓNLEIKA ÚTI UM ALLAR KOPPA- GRUNDIR EN ÞETTA VIRÐ- IST KALLA FRAM MIKIÐ STERKARI VIÐBRÖGÐ. Stefán hefur fyrir löngu vakið athygli fyrir hæfi-leika sína á tónlistarsvið-inu en hann á ekki langt að sækja færnina enda sonur Magnúsar Eiríks- sonar, eins ástsælasta lagahöfundar og tónlistarmanns þjóðarinnar. Nú þegar stór hluti landans situr heima og fylgist með tónleikum Helga Björns og félaga dylst engum að þarna er á ferðinni einn af okkar bestu gítarleikurum. Stefán hefur starfað við tónlist um árabil og þó að hann hafi lagt fyrir sig gítarleik er hann liðtækur á f leiri hljóðfæri. „Já, ég spila nátt- úrlega líka á bassa og smá á píanó og smá á trommur,“ segir Stefán aðspurður og bætir við: „Já, svo á mandólín og banjó og munnhörpu en það er aðallega gítarinn sem ég einbeiti mér að,“ segir hann hógvær. Kannski hefði verið vænlegra að spyrja Stefán hvað hann treystir sér ekki til að leika á: „Ég er ekki sleipur á saxófóna, trompet og þessi göfugri blásturshljóðfæri. Ég á svolítið eftir að stúdera þau.“ Stefán hefur frá árinu 1997 leikið með hljómsveitinni Geirfuglunum sem kemur alltaf fram öðru hvoru og gaf nýverið út geisladiskinn Hótel Núll, en samstarf hans og Helga Björns með SSSól og síðar Reiðmönnum vindanna hófst fyrir um 17 árum. Alltaf mikið líf í kringum Helga „Það er alltaf mjög mikið líf í kring- um Helga enda sérlega framtaks- samur og duglegur listamaður sem er alltaf með eitthvað spennandi á prjónunum.“ Auk þess að leika með Helga í tveimur hljómsveitum leika þeir oft tveir saman í veislum. „Þá spilum við styttra prógramm, hann er „aðal“ og ég svona eins og Sancho Panza,“ segir hann í léttum tón. Hugmyndin að „Heima með Helga“ fæddist þegar hljómsveitin var stödd á Akureyri að spila á Græna hattinum og umræðan um samkomuhöft var að hefjast. „Á leiðinni aftur í bæinn byrjaði sím- inn hjá Helga að hringja þar sem verið var að af bóka alls konar tón- leika og uppákomur á næstunni. Við félagarnir fórum strax að ræða það hvernig framhaldið yrði og þá fæddist þessi hugmynd hjá Helga að vera með eins konar streymistónleika á netinu og okkur leist auðvitað vel á það. Í upphafi var bara miðað við þetta eina skipti en svo voru viðtökurnar undir eins svo góðar að ákveðið var að halda bara áfram og við erum enn að.“ Eins og partí heima í stofu Tónleikar eru á dagskránni nú í kvöld og um næstu helgi. „Við klárum alla vega samkomubannið en svo vitum við ekki meira, sjálfir gætum við haldið áfram enda- laust.“ Vinsældir uppákomunnar hafa verið gríðarlegar. „Það óraði engan fyrir þessum vinsældum og það hefur verið stórkostlegt að sjá hversu mikið áhorfið er. Þetta er Klárum alla vega samkomubannið Gítarleikarinn Stefán Már Magnússon hefur vakið verðskuldaða athygli þegar hann hefur mætt inn í stofu landsmanna undanfarin laugardagskvöld ásamt Helga Björns og fleiri listamönnum. Helgi Björns og eiginkona hans Vilborg Halldórsdóttir bregða á leik með söngkonunni Ragnheiði Gröndal sem var gestur nýlega. MYND/MUMMI LU orðið stór partur helganna hjá fólki hvar sem það er statt; hvort sem það er í heimahúsi, búsett erlendis eða uppi í sumarbústað. Það er Heima með Helga á laugardögum og lærið á sunnudögum,“ segir Stefán. „Hálfgerður forréttindapési Stefán hefur ekki farið varhluta af viðbrögðunum sem hann segir mun meiri en þeir hafi vanist. „Við erum búnir að halda böll og tón- leika úti um allar koppagrundir en þetta virðist kalla fram mikið sterkari viðbrögð. Ókunnugt fólk er að stoppa mann úti á götu og úti í búð og þakka fyrir þættina. Það hafa verið mikil forréttindi að taka þátt í þessu og finna hversu sterk áhrif þetta hefur haft á fólk. Ef maður skoðar það í samhengi við þá tíma sem við erum að upplifa getur maður ekki annað en hugsað að maður sé hálfgerður forréttindapési að geta gert líf fólks skemmtilegra eða betra á einhvern hátt.“ Mikil leynd ríkir hverja helgi yfir því hverjir séu gestir Helga og hans fólks heima í stofu. „Helgi er kaft- einninn á þessari skútu og sér um að setja saman dagskrá hvers þáttar. Leynigestirnir eru í raun leynigestir fyrir okkur í hljómsveitinni líka alveg fram að deginum fyrir tón- leika þegar við mætum á æfingu,“ segir Stefán, sem er sannfærður um að hluti vinsældanna sé fjölbreytni gestavalsins að þakka. Nánar á frettabladid.is Stefán Már hefur leikið með Helga Björns í um 17 ár en segir viðbrögðin aldrei hafa verið eins sterk og við stofutónleikunum. MYND/MUMMI LU Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Þúsund og ein nótt Ókeypis um tíma Hlusta.is 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.