Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 22

Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 22
EÐLILEG INNTAKA FULL- VAXTA KARLMANNS ER 3,5-4 LÍTRAR Á DAG EN KONUR ÆTTU AÐ TAKA TIL SÍN Á BILINU 2-3 LÍTRA. STUNDUM KOMA VERK- IRNIR EKKI FRÁ ÞEIM STAÐ SEM GEFUR EINKENNIN OG UPPRUNI VANDANS ER Á ÖÐRUM STAÐ. Vissir þú að það eru til fjórar tegundir kláða?Sá algengasti er tengdur bólgum eða áreiti í húð og oftar en ekki tengdur sýnileika exems, sýkinga eða breytinga í húð líkt og útbrota. Taugakláði tengist miðlægra og úttauga sem tengjast því svæði þar sem kláðinn finnst. En það dugar oft lítið að klóra sér þar sem vandinn er ekki beinlínis á þeim stað sem þig klæjar á. Þetta er þekkt til dæmis eftir veirusjúkdóm eins og herpes eða ristil, eða þrengingar og bólgur við taugar. Kláðanum fylgir oft dofi og/eða verkir á sama svæði. Þriðja tegund kláða er tengd und- irliggjandi sjúkdómum og breiðist ekki um eitt svæði heldur allan lík- amann og getur verið erfitt að með- höndla. Slíkt getur gerst við illkynja mein, lifrarsjúkdóma og nýrnabilun svo dæmi séu tekin. Fjórða tegund kláða er kölluð geðrænn kláði og tengist oftar en ekki undirliggjandi andlegum sjúk- dómum líkt og þunglyndi, kvíða og ýmsum persónuleikaröskunum. Nauðsynlegt er að finna hina réttu orsök og reyna að uppræta hana. Kláðastillandi lyf og krem duga oft ekki til og er því mikilvægt að reyna að átta sig á eðli kláðans og ráðast að undirrót eins og hægt er. Sem betur fer er það svo í læknisfræði líkt og ann-ars staðar að það sem er algengt er algengt en það eru ansi margir sebra-hestar líka í þessu sam- hengi sem þarf að horfa til. Kviðnum er alla jafna skipt upp í 4-5 svæði sem eru vinstri efri og neðri, hægri efri og neðri og neðri huti kviðar. Almennt er talað um að skiptingin milli efri og neðri hluta kviðar sé við naflahæð og miðlínu kviðarins. Þegar einstaklingur kvartar um verki í kvið er mikil- vægt að átta sig á samhengi þess við til dæmis matarinntöku, hægðalos- un, blæðingar og tíma dags. Komu verkir skyndilega eða hægt og bít- andi, eru verkirnir krampakenndir eða stöðugir, fylgir þeim hiti, ógleði, uppköst eða niðurgangur og svo framvegis? Læknar nota síðan líf- færafræðina og ofangreinda upp- skiptingu til að reyna að átta sig á því um hvaða líffæri kann að vera að ræða. Stundum koma verkirnir ekki frá þeim stað sem gefur ein- kennin og uppruni vandans er á öðrum stað og jafnvel ekki frá kviðarholi, svo dæmi séu tekin. Það er því ákveðin saga sem þarf að koma fram, tímarammi ein- kenna og svo auðvitað skoðun á kviðnum sem getur gefið fyrstu vísbendingu um hvaða vandi steðjar að. Við höfum svo marg- víslega tækni til að aðstoða okkur frekar við greininguna og má þar nefna fyrst auðvitað þvag- og blóð- rannsókn, ómskoðun af kviðarholi, röntgen og svo tölvusneiðmyndir. En það getur líka þurft að fram- kvæma skurðaðgerð til að átta sig á eðli verkja þar sem öll önnur tækni dugar ekki til. Þau líffæri sem tengjast mismun- andi hlutum kviðar og eru algeng- ust eftir svæðum eru eftirfarandi. Hægra megin ofan til eru lifur, gall- blaðra, smáþarmar, magi, ristill. Vinstra megin ofan til er aftur magi og neðri hluti vélinda, smágirni, ristill, bris og milta. Oft eru nýru, nýrnahettur og þvagleiðarar talin til en þau liggja ekki í kviðnum heldur í raun í hólfum fyrir aftan kviðinn, en gefa oft einkenni sem leiða fram í kvið og nára. Í neðri fjórðungi hægra megin er botn- langinn, ristill, innri líffæri kvenna og vinstra megin neðan til er einn- ig ristillinn og hluti innri líffæra kvenna auk þvagblöðru sem liggur miðlægt um neðanverðan kviðinn milli legs og ristils hjá konum eða Greiningar kviðverkja Það eru mörg líffæri í kvið okkar sem geta valdið óþægindum, því getur á stundum verið snúið að átta sig á því hvaða vandi er á ferð og þá hvaða meðferð skuli beita. Of flókið og yfirgrips- mikið er að fara í gegnum allar mögulegar orsakir en ljóst er að sýkingar, bólgur, nýrna- og gallsteinar eru algengastar. Mjög hátt meira en 8 Hátt á bilinu 6-8 Viðunandi fyrir flesta minna en 6 Æskilegt minna en 5 Æskilegt er að HDL sé meira en 1,1 mmól/lítra og þríglýseríð ættu að vera undir 1 mmól/lítra Heimild: Hjartavernd Kólesteról í kroppnum Einhver munur er milli kynjanna hvað varðar fitumagn og fleiri þætti. Vökvi er mikilvægur fyrir líkama okkar til að halda virkni hans í lagi, jafnvægi í saltbúskap og uppleystum efnum og er líkaminn gæddur þeim einstaka hæfileika að stýra vökvabúskapnum nokkuð sjálfur. Við þurfum lítið að hugsa um það í raun, nýrun, húðin og önd- unarfærin eru þau líffæri auk melt- ingarvegar sem fyrst og fremst koma þar til og hafa áhrif þarna á. Við finnum vel fyrir því ef okkur vantar vökva, talsverð brenglun getur þá orðið á líðan, meðvitund og ýmsum f leiri þáttum og ef vökva skortur verður verulegur er jafnvel hætta á meðvitundarleysi og dauða. Þá má ekki gleyma því að við getum verið ofvökvuð og í vandræðum með að stilla vökva- magn líkamans af með oftar en ekki dramatískum afleiðingum. Þeir sem eru hraustir eiga venjulega ekki í vanda, líkaminn nemur þegar hann Vökvabúskapur okkar Það er ágæt regla að miða við að drekka fjögur til átta vatnsglös á dag. Teitur Guðmundsson læknir Viðmiðunarmörk heildar- kólesteróls (mmól/lítra) vantar vökva og lætur okkur vita. Við verðum þyrst og drekkum eða neytum matar sem inniheldur oft- sinnis mikið vökvamagn. Hitastýr- ing líkamans fer að hluta í gegnum vökvatap eins og svita og kælingu húðar, þá passa nýrun upp á það að skilja út það sem er ekki þörf á. Til eru sjúkdómar sem geta auð- veldlega sett allan þennan búskap úr skorðum, þeirra algengastir eru uppköst og niðurgangur, almenn veikindi, nýrnabilun, hjartabilun svo stiklað sé á stóru. Áfengi eykur útskilnað og lyf geta haft hvora virknina sem er. Það er mikilvægt að passa upp á vökvainntöku sína, þau tæki sem stýra þorsta dofna með aldrinum svo það getur verið mikilvægt að halda vel vökva að hinum öldruðu. Það er eðlilegt að spyrja sig hvað sé eðlileg inntaka vatns á dag fyrir hraustan einstakling? Töluvert kemur með fæðu eins og ávöxtum og grænmeti og stór hluti prótein- ríkra matvæla er vatn líkt og í fiski eða kjöti. Þá drekkum við einnig ýmiss konar vökva, kaffi, vatn og gos, yfir daginn. Eðlileg inntaka fullvaxta karlmanns er 3,5-4 lítrar á dag en konur ættu að taka til sín á bilinu 2-3 lítra. Það fer auðvitað samt allt eftir stærð einstaklinga og undirliggjandi ástandi. Þetta er heildarinntaka í mat og drykk og getur breyst með aukinni hreyf- ingu og öðrum umhverfisþáttum. Það er ágæt regla að miða við að drekka 4-8 venjuleg glös af vatni á dag til viðbótar við matarinntöku og við erum einstaklega lánsöm hér á Íslandi að eiga gnægð vatns sem er líka besti svaladrykkurinn. Kláði nálægt blöðruhálskirtli karla. Of f lókið og yfirgripsmikð er að fara í gegnum allar mögulegar orsakir en ljóst er að sýkingar, bólgur, nýrna- og gallsteinar eru einna algengastar. Blæðingar, tappar, uppásnúningar líffæra líkt og eggjastokka eru einn- ig ástæður. Þetta er ekki tæmandi yfir það sem getur skapað kviðverki, en þekkt er til dæmis að lungnabólga sem situr neðarlega getur skapað verki í kvið og hefur til dæmis leitt til þess í yfirstandandi kóróna- veirufaraldri að sjúklingar hafa kvartað um kviðverki sem reynd- ust vera allt annað. Iðulega leitar fólk læknis þegar um kviðverki er að ræða sem eru sterkir og við- komandi kannast ekki við að hafa fengið áður og leitar eftir greiningu. Aðrir fá reglulega kviðverki og venj- ast þeim til dæmis líkt og verkjum sem tengjast blæðingum, bólgu- sjúkdómum í ristli og f leiri. Það er þó alltaf góð regla að fá endurmat á slíkum verkjum þar sem undir- liggjandi ástæður geta breyst og/ eða þróast til hins verra og einnig ef breyting verður á. NAUÐSYNLEGT ER AÐ FINNA HINA RÉTTU ORSÖK OG REYNA AÐ UPPRÆTA HANA. 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.