Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 29
Gjaldkeri
Nánari upplýsingar:
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is)
Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2020
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is
RARIK ohf. er hlutafélag í eigu ríkisins með
meginstarfsemi í dreifingu raforku auk þess
að reka fimm hitaveitur.
Starfsmenn RARIK eru um 200,
aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20
starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um
landið.
RARIK hefur á undanförnum áratugum
unnið jafnt og þétt að uppbyggingu
rafdreifikerfisins og er nú svo komið að um
65% þess er jarðstrengir.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna
á heimasíðu þess www.rarik.is
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni
viðkomandi í starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Við hvetjum bæði konur og karla
til að sækja um.
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af gjaldkerastarfi og bókhaldi
• Gott tölulæsi
• Nákvæmni og skipuleg vinnubrögð
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Jákvæðni og góðir samstarfshæfileikar
• Greiðsla reikninga
• Millifærslur
• Afstemmingar
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur: Helstu verkefni:
RARIK óskar eftir að öflugan aðila í starf gjaldkera. Um fullt starf er að ræða og er starfsstöðin í
Reykjavík.
Faxaflóahafnir sf. auglýsa laust til umsóknar starf hafnarstjóra.
Hafnarstjóri er framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, ber ábyrgð á daglegum rekstri og leiðir
starfsemi Faxaflóahafna í samráði við stjórn. Hlutverk hans er að stuðla að stöðugum
umbótum í takt við framsækna og nútímalega hafnarþjónustu.
Leitað er að leiðtoga með gott orðspor, getu til að takast á við margvíslegar aðstæður og
brennandi áhuga á verkefnum Faxaflóahafna.
HAFNARSTJÓRI
Ábyrgðarsvið hafnarstjóra
• Daglegur rekstur félagsins í umboði
hafnarstjórnar
• Yfirmaður allra starfsmanna Faxaflóahafna
• Ábyrgð á að fjárhags- og fjárfestingaáætlun
sé fylgt og ábyrgð á fjárreiðum félagsins
• Samskipti og upplýsingagjöf til hafnarstjórnar
• Samskipti við eigendur, sveitarstjórnir,
ríkisvaldið og atvinnulífið
• Vinnur störf sín að öðru leyti í samræmi við
ákvæði hafnalaga og hafnarreglugerða og
samþykktir hafnarstjórnar
Menntunar- og hæfnikröfur
• Víðtæk reynsla af stjórnun og rekstri, þar með
talið breytingastjórnun
• Reynsla af stjórnun viðamikilla verkefna og
áætlana
• Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist
í starfi
• Þekking á opinberri stjórnsýslu, hafnamálum,
skipulags- og umhverfismálum æskileg
• Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná
árangri
• Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til
samstarfs og samvinnu
• Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti
á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum
tungumálum er kostur
Faxaflóahafnir sf. eru sameignarfélag
í eigu fimm sveitarfélaga,
Reykjavíkurborgar sem er stærsti
eigandinn, Akraneskaupstaðar,
Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og
Skorradalshrepps. Faxaflóahafnir sf.
eiga og reka fjórar hafnir, Reykjavíkurhöfn,
Grundartangahöfn, Akraneshöfn og
Borgarneshöfn.
Hjá fyrirtækinu vinna um 70 manns
en Faxaflóahafnir sf. annast almenna
hafnarþjónustu við skip og eiga m.a.
fjóra dráttarbáta.
Allar nánari upplýsingar má finna
á www.faxafloahafnir.is
Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl nk. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hagvangur.is.
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára