Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 46

Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 46
LEGO framleiðir 13.500 grímur á dag, en segist geta aukið fjöldann í 58 þúsund grímur á dag. Tæknisinnaða lamadýrið Paco á Zoom-vinnufundi. Dýraverndunarsvæði að nafni Sweet Farms, í Sílí-kondal Bandaríkjanna, býður nú upp á afar nýstárlega þjónustu. Þessi nýja þjónusta er hugsuð til þess að vinna á móti tekjuskerðingu garðsins vegna lokana af völdum COVID-19. Þjónustan nefnist „Goat 2 Meet- ing“ eða Geit á fundinn, og felur í sér að gegn tæplega 15.000 króna gjaldi er hægt að fá lamadýr, geit eða annað húsdýr úr garðinum til þess að taka þátt í Zoom-fjarfundi. Þá er gestafjöldi fundarins ótak- markaður og umsjónarfólk dýra- garðsins lofar að þessi óvænti gest- ur muni gleðja samstarfsfólkið á fundinum ótæpilega. Einnig býður garðurinn upp á úrval af einka- eða hópleiðsögn um garðinn sem fara fram í gegnum netið í beinni útsendingu. Lamadýr á Zoom vinnufund? Grace Kelly ásamt eiginmanni sínum. MYND/GETTY Það eru fáar stjörnur sem skinið hafa jafn skært og leik-konan Grace Kelly sem var áberandi í myndum Alfred Hitch- cock um miðbik síðustu aldar. Árið 1956 kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Rainier 3. fursta af Mónakó, þar sem þau voru stödd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þau felldu hugi saman og voru gefin saman í borgara- legri athöfn þann 18. apríl, 1956 og daginn eftir, þann 19. apríl, var hið formlega brúðkaup. Það eru því nú liðin slétt 64 ár frá brúðkaupinu sem var lýst sem „Brúðkaupi aldarinnar“ á sínum tíma. Sýnt var frá brúðkaupinu í sjónvarpi og eru 30 milljónir taldar hafa fylgst með viðburðinum. Meðal gesta voru Cary Grant og Ava Gardner. Frank Sinatra var boðið en hann lét þó ekki sjá sig. Brúðkaup aldarinnar Danski leikfangaframleið-andinn LEGO leggur sitt af mörkum í baráttunni gegn COVID-19 með því að framleiða hjálmgrímur fyrir heilbrigðis- starfsfólk. Fyrirtækið tilkynnti þetta nýlega á Instagram- og Twitter-reikningum sínum. Samkvæmt myndbandi frá leikfangaframleiðandanum sem birtist á Twitter var sex mótunar- vélum í verksmiðju LEGO í Billund breytt, þannig að nú fram- leiða þær eingöngu hjálmgrímur. LEGO framleiðir 13.500 grímur á dag, en segist geta aukið fjöldann í 58 þúsund grímur á dag. Hjálmgrímurnar eru hluti af hlífðarbúnaði heilbrigðisstarfs- fólks sem sinnir sjúklingum sem eru sýktir af COVID-19 og það er mikil þörf á þeim um þessar mundir. LEGO segir að grímurnar hafi þegar verið samþykktar af sjúkra- húsum og að það sé búið að panta 50 þúsund grímur. Það stendur svo til að hefja framleiðslu á grím- unum í f leiri verksmiðjum LEGO og á að byrja í Ungverjalandi. LEGO framleiðir hjálmgrímur 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.