Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 50
Hugmyndin varð til árið 2016 þegar ég hafði lesið bókina Gæfuspor – gildin o k k a r – e f t i r Gunnar Hersvein, og notað hana til að vekja athygli níu ára dóttur minnar á ýmsum gildum í lífinu, þó bókin sé ætluð fullorðnum,“ segir Helga Björg Kjerúlf hönnuður. Hún er meðal þriggja höfunda nýrrar bókar sem nefnist Heillaspor – gildin okkar – sem sniðin er að börnum. Hinir höfundarnir eru Gunnar Hersveinn, heimspekingur og rithöfundur, og Hera Guðmundsdóttir hönnuður sem teiknaði myndirnar. Helga Björg kveðst hafa sett sig í samband við Gunnar Hersvein og sagt honum frá reynslu sinni af uppeldisgildi Gæfuspora og stungið upp á að hann skrifaði áþekka bók fyrir börn. „Hann tók ekkert undir það í fyrstu en sendi mér svo bréf þar sem hann sagðist vera til í að skrifa þessa bók ef ég tæki þátt í því með honum. Svo fengum við Heru til liðs við okkur því hún er svo klár að teikna. Úr þessu varð góður vinskapur og þó við Hera dyttum út úr samstarfinu til skiptis vegna fæðinga og barnastúss gáfumst við þremenningar aldrei upp á verk- efninu heldur leyfðum því að taka sinn tíma.“ Gullna reglan sígild Spurð um eftirlætiskafla eða -þætti í bókinni svarar Helga Björg: „Sam- líðun er meðal þeirra gilda sem mér finnst skipta miklu máli í uppeldi barnanna minna. Að spyrja spurn- inga eins og: „Hvernig mundi þér líða ef þetta væri gert við þig? Í því gildi felst sú gullna regla að koma fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Það á vel við í ástandinu sem ríkir núna, maður verður að taka á þolinmæðinni þó maður komist ekki strax að kass- anum í Krónunni en maður má ekki láta það bitna á starfsfólkinu né öðrum í búðinni. Svo er það kaf linn um þakk- lætið. Dóttir mín var tíu ára þegar við vorum að móta hann. Ég spurði hana hvað hún væri þakklát fyrir. „Æ, ég veit það ekki,“ var fyrsta svarið. Við vorum nýkomnar frá útlöndum og svona tveimur dögum seinna sagði hún. „Jú, mamma ég er ótrúlega þakklát fyrir íslenska vatnið. Vá, hvað við erum heppin með það.“ Við eigum ekki að taka öllu sem sjálfsögðum hlut og erum minnt á það núna á hverjum degi. Þakklæti á að vera efst í hugum okkar – bæði fyrir heilsuna og heil- brigðiskerfið.“ Heimspeki á mannamáli Gunnar Hersveinn kveðst þakk- látur Helgu Björgu fyrir þá hug- ljómun sem hún fékk um að gera bók í líkingu við Gæfuspor en með aðeins léttari texta svo hún höfðaði til barna og ungmenna. „Það var líka frábær hugmynd að fá Heru til að myndskreyta bókina. Helga Björg kallaði okkur á fund og við tókum ákvörðun um að takast á við þetta verkefni, ég fór að skrifa texta og Hera að teikna myndir. Svo var endurskrifað og teiknað og valið úr og að lokum unnum við efnið með ritstjóra hjá JPV útgáfu. Það kom einkum í hlut Helgu Bjargar að sjá um uppsetningu og hönnun þessa kvers, þannig að allt í allt tók ferlið þrjú ár, sem sýnir bara að við vönd- uðum okkur.“ Hann leggur áherslu á að efni bókarinnar sé aðgengilegt bæði fyrir börn og fullorðna. „Við viljum meina að Heillaspor sé skemmtileg bók og holl lesning á heimilum fjölskyldufólks enda alltaf hægt að grípa niður í hana hvar sem er. Í henni er heimspeki á mannamáli þannig að níu ára getur algerlega lesið hana og notið þess. Bókin er líka góð fyrir foreldra að lesa fyrir börn og eiga samtal við þau um efnið. Í henni er til dæmis kafli um vináttu. Þá er hægt að lesa hann og síðan að spjalla saman um hvernig vinur maður sé og velta fyrir sér hvernig maður ætti helst að gleðja vini sína. Hverjum kaf la fylgir það sem við köllum hugarljós, það eru einfaldar núvitundarhug- leiðingar.“ Höfðu börn sem gagnrýnendur Gunnar segir höfundana alla hafa haft börn í kringum sig sem gagn- rýnendur. „Hvert okkar hafði aðgang að börnum og bað þau að lesa og gera athugasemdir. Helga Björg naut aðstoðar dóttur sinnar sem eiginlega var hvatinn að því að við hófum þessa vegferð og ég var með heimspekitíma með börnum og prófaði efni bókarinnar þar. Ég veit að Hera gerði tilraunir með það líka, til dæmis í vinahópum, þann- ig að við erum búin að meitla þetta efni.“ Efni bókarinnar er ekki byggt á sögum úr daglegu lífi heldur er fjallað þar um hugtök eins og gleði, þakklæti, vináttu, hugrekki, sam- líðun eða samkennd, fyrirgefn- ingu, virðingu og náttúruást. „Við reynum að vekja áhuga á hverju hugtaki fyrir sig og fjalla um það á skiljanlegan og skemmtilegan hátt,“ útskýrir Gunnar. Kaf linn um þakklætið hefst svona: „Þakklæti er mikilvæg til- finning sem þarf að birtast í sam- skiptum fólks. Það er fallegt að þakka fyrir lífið og tímann sem okkur er gefinn. Við bendum einnig á hversu mikilvæg góðvildin er því hún er dyggð alls mannkyns og er nátengd farsælu lífi.“ Þakklæti á að vera efst í hugum okkar Allir þekkja þríeykið sem leiðir þjóðina nú gegnum lífshættulegan tíma. Annað gott þríeyki, Helga Björg Kjerúlf, Gunnar Hersveinn og Hera Guðmundsdóttir, hefur gefið út bókina Heillaspor – gildin okkar – sem hjálpar börnum að rækta góðar dyggðir til framtíðar. Ef ung manneskja stæði fyrir framan spegil og segði: „Spegill, spegill, herm þú mér … hver er ég?“ Þá myndi spegillinn svara: „Sýndu hugrekki og gerðu tilraunir í lífinu og þú munt upp- götva hver þú verður.“ Hugrekki birtist oft þegar manneskja gerir það sem hún vill og langar til að gera, þrátt fyrir að finnast það ekki auðvelt. Hvernig eflum við hugrekki? Í ævintýrum birtist hugrekki oft hjá ólíklegri hetju sem finnur nýjar leiðir að markinu. Hún er ekki fífldjörf og ekki skræfa heldur finnur jafnvægi þarna á milli. Sú manneskja sem finnur ekki til ótta og gerir hættulega hluti að óþörfu sýnir fífldirfsku og sú sem þorir ekki að segja sannleik- ann eða að bregðast við órétt- læti, en lætur þess í stað óttann sigra sig, er skræfa. Fólk getur lært hug- rekki með því að feta sig skref fyrir skref í átt til þess sem það óttast. Með því að gera litlar til- raunir áður en það stígur skrefið til fulls. Með því að búa sig undir að mæta ógninni og ímynda sér hvernig best er að hegða sér. -------- Hugrekki sem heillaspor Hver sem er getur orðið hugrökk hetja. Lína Langsokkur, sögu- hetja Astridar Lindgren, er bæði hugrökk og blátt áfram. Hún er vissulega sterk og getur lyft hesti en hún er einnig sniðug og uppátækjasöm og stekkur yfir allar hindranir sem verða á vegi hennar. Hugrekki er bæði kraftur og hugvit. Hug- rekki hjálpar fólki til að verða heilt og heilbrigt og láta drauma sína rætast. Að þora að segja skoðun sína, að þora að standa með vinum sínum eða ókunnugum, það er gefandi. Til eru mörg falleg orð yfir þessa dyggð, til dæmis „hjarta- prúður“ og „hughraustur“. Hugrökk manneskja byggir upp sterka sjálfsmynd því hún kemst yfirleitt þangað sem hún vill fara. Sú sem sýnir hugrekki verður sátt við sjálfa sig og aðra – ef hún er jafnframt sanngjörn. Gunnar Hersveinn og Helga Björg Kjerúlf. Þriðji höfundurinn, Hera Guðmundsdóttir, er úti í Frakklandi og er því ekki með í þetta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.