Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 58

Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 58
„Of sein, of sein,“ sagði Kata pirruð og hermdi e ir áhyggjurödd Konráðs. „Ég er búin að heyra þetta væl alveg nógu o og nenni ekki að heyra það einu sinni í viðbót,“ bætti hún við. „En okkur liggur á,“ sagði Konráð bIðjandi og bar sig aumlega. „Það gerir ekkert til að vera of sein,“ sagði Kata. „ En það er gaman að reyna að komast í gegnum völundarhús,“ bætti hún við og bretti upp ermarnar. „Koma svo, inn með ykkur og reynið nú að týnast ekki. Ég „nn réttu leiðina, sannið þið til,“ sagði Kata roggin um leið og hún arkaði inn í dimm göng völundarhússins. Konráð á ferð og ugi og félagar 400 Getur þú fundið leiðina í gegnum völundarhúsið?? ? ? ? Björgvin Smári Sævarsson er sjö ára – en alveg að verða átta ára. Lífið er ekki hefðbundið hjá honum þessa dagana, meðan bannsett kóróna veiran er á kreiki, frekar en hjá mörgum öðrum í samfélaginu. Hvernig er þinni skólagöngu háttað núna Björgvin? Ég er í skólanum frá klukkan 10.00 til 13.40 annan hvern dag. Síðan fæ ég að fara í frístund í Laugaseli einu sinni í viku. Hvað gerir þú á daginn þegar þú ert ekki í skólanum? Ég les í hálf- tíma, fer svo út í garð að hoppa á trampólíninu mínu og spila fót- bolta. Stundum fer ég að hitta frænku mína Dagmar og þá förum við í göngutúr að skoða hestana. Hvernig líkar þér þetta fyrir- komulag? Mér líkar þetta ekkert svo vel, því mér finnst gaman í skólanum mínum. Hvert er eftirlætis fagið þitt þar? Mér finnst gaman að lesa og svo finnst mér líka gaman í stærðfræði og íþróttum. Ertu í einhverjum aukatímum utan skólans þegar allt er eðli- legt? Já, þá er ég að æfa körfubolta með Ármanni tvisvar í viku og það er rosa gaman. Hefur þú getað leikið þér við alla vini þína undanfarið? Nei, það get ég ekki því að þeir eru í skólanum á öðrum tímum en ég. Áttu þér uppáhalds tölvuleik? Já, hann heitir Minecraft. Hvaða matur finnst þér bestur? Grjónagrautur. En nammi? Uppáhaldsnammið mitt er kókosbolla. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mála og fara út að leika og spila fótbolta með bræðrum mínum. Þekkir þú einhvern sem býr úti á landi? Já, amma mín, hún Hildur og afi Guðmundur eiga heima í Hveragerði. Síðan á ég frænkur á Bakkafirði sem heita Freydís og Rósa. Ertu eitthvað farinn að skipu- leggja hvað þú ætlar að gera í sumar? Ég ætla að fara í sumar- bústað á Þingvöllum og svo ætlum við í fjölskyldunni minni að vera dugleg að fara í ferðalög með hjól- hýsið. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í? Þegar ég hoppaði í sjóinn á Bíldudal og hann var rosa- lega kaldur. Hvaðan hoppaðir þú? Af bryggj- unni. Það var fullt af stórum krökkum að hoppa í sjóinn. Mig langaði að prófa líka, sjórinn var bara miklu kaldari en ég hélt. Hoppaði í sjóinn á Bíldudal Björgvin Smári hefur ekki getað leikið við alla vini sína undanfarið því þeir eru í skólanum á öðrum tímum en hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÉG LES Í HÁLFTÍMA… FER SVO ÚT Í GARÐ AÐ HOPPA Á TRAMPÓLÍNINU MÍN OG SPILA FÓTBOLTA…. STUND- UM FER ÉG AÐ HITTA FRÆNKU MÍNA DAGMAR OG ÞÁ FÖRUM VIÐ Í GÖNGUTÚR AÐ SKOÐA HESTANA. Hvað hefur sex fætur og flýgur? Af hverju stendur styttan af Jóni Sigurðs- syni á Aust- urvelli? Hver er munurinn á því að borða hnetusmjör og fíl? Af hverju lakkaði fíllinn táneglurnar á sér rauðar? Gríngátur Þessi sæta páskaungamynd er eftir Sigurbjörgu Hoffritz, sex ára. Listaverkið Norn sem gefur kettinum sínum far. Af því hann getur ekki sest niður. Fíll festist ekki við góminn. Til að geta falið sig í jarðarberjarunna. 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.