Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 63

Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 63
Orkan býður lítrann á lægsta verðinu í öllum landshlutum — án allra skilyrða. LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS- HLUTUM TÓNLIST Tónleikaröðin Heima í Hörpu Ég var einu sinni ráðgjafi RÚV við sjónvarpsupptöku á frumf lutn- ingnum á Eddu I eftir Jón Leifs. Það var undarleg upplifun. Tónleikarnir fóru fram í Háskólabíói. Sinfóníu- hljómsveit Íslands lék og gott ef það var ekki einhver kór sem söng. Ég sat inni í sendiferðabíl fyrir utan Háskólabíó, en þaðan var upptök- unni stjórnað. Ég átti að lesa hljóm- sveitarnóturnar á meðan á frum- flutningnum stóð og gefa til kynna með nægum fyrirvara hvaða hljóð- færaleikarar myndu spila næst. Þannig myndi upptökustjórinn vita hvert ætti að beina myndavélunum hverju sinni. Lítið fútt er í að sýna málmblásarana geispa á meðan allt er á fullu í fiðlunum, eða selló- leikara að klóra sér í hnakkanum þegar þverflautuleikari spilar inni- legt sóló. Sjónvarpsupptakan heppnaðist sem skyldi og allir fóru glaðir heim. En þegar herlegheitin voru sýnd nokkrum dögum síðar í sjónvarp- inu var útkoman vonbrigði. Tón- listin eftir Jón var stórbrotin, en hún naut sín engan veginn þarna. Sífelld breyting á sjónarhorni virkaði trufl- andi. Það var eins og verkið væri runa af mismunandi einleiksrullum fremur en mögnuð heild. Hljóðið í útsendingunni var líka flatt, styrk- leikabrigðin sem eru einkennandi fyrir tónlist Jóns, allar þessar öfga- kenndu andstæður – þær bara skil- uðu sér ekki í sjónvarpinu úr litlum hátölurum. Vandræðaleg útkoma Sama vandamál er til staðar í tón- leikaröðinni Heima í Hörpu. Henni hefur verið streymt á netinu á hverjum morgni á virkum dögum um nokkurt skeið. Upptökurnar eru á YouTube. Auðvitað eru engir lifandi tón- leikar haldnir í samkomubanninu, svo framtakið er virðingarvert. Ekk- ert er heldur upp á tónlistarflutn- inginn að klaga, en samt er niður- staðan hálfvandræðaleg. Eyþór Árnason kynnir f lytjendur í upp- hafi, og hann gerir það með mátt- lausum bröndurum, eins og hann skammist sín fyrir það sem á eftir kemur. Flytjendurnir stíga síðan á sviðið, hneigja sig fyrir tómum áheyrendabekkjum og byrja. Það virkar þvingað. Hljóðið er að vísu fínt, en stöðug hreyfing myndavélar er truflandi. Greinilegt er að sá sem stjórnar upp- tökunni óttast það að missa athygli áhorfandans ef hann skiptir ekki í sífellu um sjónarhorn. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, sýnilegi þátturinn á klassískum tónleikum er lítt spenn- andi. Þetta er bara venjulegt fólk í venjulegum fötum; það eru engin sirkusatriði, enginn ber að ofan, enginn að mölva rafmagnsgítar eða fórna hænum. Samt sem áður er síbreytilegt sjónarhornið harla óáhugavert. Eins og vitleysingur í óleyfi Ein tilraun þarna á reyndar að gera sjónræna þáttinn meira djúsí. Tónleikarnir voru haldnir í byrjun apríl af dansaranum Felix Urbina Alejandre og Duo Harpverk. Dúóið samanstendur af Frank Aarnink slagverksleikara og Katie Buckley hörpuleikara. Verkin eru ný og eftir íslensk tónskáld. Þau eru innhverf og torræð. Dansarinn stígur við þau framúrstefnulegan dans, og tilgangurinn er greinilega að gera tónlistina sýnilegri og áþreifanlegri. Skilar það sér á skjánum? Nei. Heildarmyndin er bjöguð með furðulegum sjónarhornum, svo sem af strengjum hörpunnar í mik- illi nálægð. Fyrir bragðið minna þeir helst á kappakstursbrautir. Hver hefur áhuga á að reka nefið upp í hörpustrengi á meðan þeir eru plokkaðir? Það gerir ekkert fyrir tónlistarupplifunina. Verst er að dansarinn fer inn og út úr myndinni, eins og hann sé í auka- hlutverki. Hann líkist vitleysingi af götunni sem hefur brotist inn í sal- inn og stokkið upp á sviðið í algeru leyfisleysi. Lokum augunum Flest annað sem komið er á vefinn er þó ásættanlegra. Gaman er t.d. að heyra Kristján Jóhannsson syngja lagið úr Guðföðurnum, eða Hall- veigu Rúnarsdóttur f lytja Vökuró eftir Jórunni Viðar. Hljóðfæra- leikarar úr Sinfóníunni leika líka kammerverk eftir ýmsa höfunda, og þar er spilamennskan í fremstu röð. Það standa sig því allir vel. Af ofangreindum ástæðum er samt best að horfa ekki, heldur bara loka augunum og hlusta. Og vona að við getum senn farið aftur á lifandi tónleika – það er svo miklu, miklu skemmtilegra. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Heima í Hörpu saman- stendur af vönduðum tónleikum sem njóta sín ekki almennilega á netinu. Streymið kemur sannarlega ekki í staðinn fyrir líf Kristján Jóhannsson í Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Nú þegar gestir geta ekki sótt söfnin heim hefur Ljós-myndasafn Reykjavíkur fært hluta af safnkosti sínum út til almennings. Sýningin Mynd um hverfi birtist nú borgarbúum á strætisvagna- skýlum og kynningarstöndum víðs vegar í hverfum Reykjavíkur. Á hverju skilti er að finna myndir úr viðkomandi hverfi allt frá upp- hafsárum þess til dagsins í dag. Hvert hverfi borgarinnar á sér sína sögu, kennileiti og sérstöðu sem móta hverfisandann og líf íbúa sem mynda hverfin. Opnunartími sýningarinnar í skýlum og stöndum er um þessa helgi 18.-19. apríl og þá næstu 25.- 26. apríl 2020. Borgarbúar eru hvattir til að taka þátt í sýningunni með því að setja mynd úr sínu hverfi í forsíðumynd (e. cover) á Facebook og tagga Ljós- myndasafn Reykjavíkur og Safnaðu í færslunni. Mynd um hverfi Júní 1959, auglýsing fyrir Sparr þvottaefni. Þvottur á snúru við nýbyggða blokk í Heimahverfi. Á HVERJU SKILTI ER AÐ FINNA MYNDIR ÚR VIÐKOM- ANDI HVERFI. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 39L A U G A R D A G U R 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.