Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 68

Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 68
Lífið í vikunni 12.04.20- 18.04.20 EINN STÆRSTI UPPHAFSMAÐUR ÞESSARAR SENU ER HINN ALRÆMDI OG ILLRÆMDI MORÐINGI OG NASISTI VARG VIKERNES. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Ef maður er að gera svona þunglamalega, þung-lyndislega tónlist þá skemmir alla vega ekki fyrir að þurfa að vera að vakta þennan heims- endi sem vofir yfir okkur í þessu ótrúlega ástandi,“ segir fréttamað- urinn Þórgnýr Einar Albertsson sem gaf nýlega út sína fyrstu hljóm- plötu, Depths. Tónlistin sem Þórgnýr semur og spilar á sína stafrænu hljóðgervla er kennd við „dungeon synth“ og fellur í eðli sínu ágætlega að þeim drunga sem liggur yfir heimsbyggðinni og tónlistarmaðurinn flytur reglulega fréttir af á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Þar hefur hann, eins og á Fréttablað- inu, helst sinnt erlendum fréttum sem hann flytur einbeittri en flau- elsmjúkri röddu. Dundað við dauðarokk „Ég hef bara verið að dunda mér eitthvað við þetta svona í hjáverk- um og byggt upp einhvern lager af þekkingu og efni en hef í raun ekk- ert gefið út fyrr en núna,“ segir Þór- gnýr um Depths sem er aðgengileg á thorgnyr.bandcamp.com og mun með tíð og tíma skila sér á Spotify og fleiri streymisveitur. „Ég er sem sagt búinn að birta þessa einu plötu og ég á efni inni,“ segir Þórgnýr sem liggur með aðra fullkláraða „synthaplötu“ tilbúna. „Ég er bara að bíða eftir að hlaða henni upp og er sömuleiðis með einmennings dauðarokksplötu í vinnslu akkúrat núna. Þetta er auðvitað engin stór útgáfa,“ segir Þórgnýr sem þarf þó ekkert að kvarta yfir viðtökunum. „Þær hafa bara verið þokkalegar en þetta er hvorki stærsta sena í heimi né stærsti markhópurinn og það skiptir ekki öllu máli. Þetta er ekki að borga reikningana mína og mun aldrei gera það.“ COVID-þrýstingur „Mér finnst ósköp fínt að hafa algjöra listræna stjórnun á þessu öllu saman,“ segir Þórgnýr sem semur tónlist sína ekki undir efna- hagslegum þrýstingi en neitar því hins vegar ekki að veirufaraldurinn hafi sett einhvers konar pressu á hann. „Ja, maður er í rauninni bara fastur fyrir framan tölvuna núna svo gott sem öllum stundum. Hvort sem maður er að vinna eða ekki og ætli það megi ekki segja að það hafi komið með svona auka þrýsting í þá átt að fara að gera eitthvað. Nýta tímann sem maður er innilokaður í eitthvað uppbyggilegt.“ Lítur aldrei um öxl Tónlistarstefnan sem Þórgnýr leik- ur sér með á Depths á sér nokkuð langa sögu, kallast „dungeon synth“ á engilsaxnesku en á rætur að rekja til norsks svartmetals og þar voru nú frumkvöðlarnir ekki alveg jafn ljúfir drengir og Þórgnýr. „Einn stærsti upphafsmaður þessarar senu er hinn alræmdi og illræmdi morðingi og nasisti Varg Vikernes,“ segir Þórgnýr og bætir við að sótrafturinn sá hafi gert fyrstu „dungeon synth“ plöturnar, sem náðu einhverri útbreiðslu, undir nafninu Burzum þegar hann sat í fangelsi fyrir kirkjubrennur og morð. Þar sem seint verður sagt að yfir þér sé ára dauðarokkara þannig að spyrja má, hvað kemur til? „Ég veit ekki? Ætli ég hafi ekki í rauninni alltaf verið í dauðarokk- inu. Fyrsta tónlistin sem ég átti var einhver blönduð Metallica-kassetta sem bræður mínir gáfu mér og ég hef í raun aldrei litið um öxl eftir það.“ toti@frettabladid.is Drungi úr fréttadýflissu Þórgnýr Albertsson, fréttamaður á Stöð 2, reis sem drungatónskáld upp úr dýflissu í veirufárinu miðju með gotneskri rafsuðu sem tón- ar vel við heimsendafregnir sem hann flytur úr hinum stóra heimi. Þórgnýr yrkir ekki rafdrungann af efnahagslegri þörf og segist þar fyrir utan kunna afskaplega vel við að stússast í þessu einn með sjálfum sér. Þannig sé þetta líka allt á hans ábyrgð. Í blíðu sem stríðu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI NÝR VEGANSTAÐUR Lea, Óli Björn og Óli Ben vinna að opnun vegan­ staðarins Mama í mið­ bænum. Þar verður boðið upp á kakó­ seremóníur og vonast þau til að gæða miðborgina lífi og gleði í þessu sögu­ fræga húsi. SPRITTAÐIR SPURSARAR Stjórnarmenn í Tottenhamklúbbn­ um hafa brugðist við leikjaleysinu í enska boltanum og bjargað um leið geðheilsu sinni í horn með vikulegu hlaðvarpi sem þeir nefna einfald­ lega Spursarar. VILDI LEGGJA SITT AF MÖRKUM Stílistinn Lilja Hrönn vildi leggja sitt af mörkum á þessum flóknu tímum sem við erum nú að upplifa. Því fékk hún nokkra ljós­ myndara með sér í samstarf og selja þær prent af ljósmyndum til styrktar Kvennaathvarfinu. NÝ STJARNA Á SKJÁNUM Leikkonan unga Birta Hall stelur senunni ítrekað í hlutverki barna­ barns dauðvona Ladda í sjónvarps­ þáttunum Jarðarförin mín. Hún ber grínaranum vel söguna og segir stjörnustæla ekki til í honum. LICATA sófar og stólar Ný og glæsileg lína í DORMA. Sófar, stólar og skammel úr fallegu og slitsterku áklæði. Breyttur afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 12–18 Laugardaga kl. 12–18 www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar á do rm a.i s Heima er best verslaðu á dorma.is og við sendum þér það frítt KLIKKAÐU Á VÖRU OG ÞÚ FERÐ BEINT INN Í VEFVERSLUN DORMA.IS HEIMA ER BEST tilboðin Heima er best verslaðu á dorma.is og við sendum þér það frítt STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN UM BÆKLINGINN OKKA R RÚM 2–13 | Mjúkvara og d únn 14–17 | Stólar 18–19 | S ófar 20–29 | Hillur, borð o g skápar 30–33 | Affari og smávara 34-42 Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Þú finnur nýjan bækling á dorma.is Aðeins 187.493 kr. LICATA hornsófi Hornsófi í Kentucky koníak áklæði. Hægri eða vinstri tunga. Svartir nettir járnfætur. Stærð: 262 x 226 x 82 cm Fullt verð: 249.990 kr. 25% AFSLÁTTUR HEIMA ER BEST TILBOÐ 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.