Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 7
72 01 7
ÁR OG KÝR eftir Jón Eiríksson á Búrfelli
Bókaútgáfan túrí á Laugarbakka gefur
út bókina Ár og kýr sem Jón Eiríksson á
Búrfelli lét gera upp úr sínum frægu 365
kúamyndum sem hann málaði árið 2003.
Einnig er túrí að selja Leitin að Engli
Dauðans eftir Jóhann Fönix, spennusaga
sem gerist í framtíðinni. Sú bók kom út í
fyrra.
Gudrun Kloes, eigandi túrí, segir að
heimasíða útgáfunnar liggi niðri vegna
bilunar í 1984 netþjóni, sem er miður, þar sem hún ætlaði að nota hana í kynningarstarfi.
Fallegar vörur, fyrir alla.
Kíktu á næsta sölustað eða
www.skrautmen.com
Hin sígrænu jólatré skáta-
hreyfingarinnar verða til sölu
fyrir jólin eins og undanfarin ár.
Nánari upplýsingar og
pantanir í síma 867-5584.
Jólatrén fást í mörgum
stærðum og gerðum.
Skátafélagið eilífsbúar óskar
öllum gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári.
Bestu óskir
um gleðileg jól og
farsæld á nýju ári.
Þökkum viðskiptin.
Borgarmýri 1, Sauðárkróki . Oddagötu 22, Skagaströnd
ekki bara að hanga með liðsfélögunum
og að fara að borða eftir æfingu.
Hvað er best við að búa í þínu nýja landi?
Góða veðrið er klárlega eitt af því besta!
Svo næs að geta æft í stuttbuxum og sól
nánast allt árið um kring. Síðan er bara
upplifunin af amerísku háskólalífi svo
ótrúlega skemmtileg.
Hvað gerir þú helst í frístundum? Það er
oftast frekar stíf dagskrá svo við höfum
ekki mikinn frítíma, en við hötum
ekkert að fara að versla þegar við höfum
tíma. Annars förum við mikið að horfa
á hin íþróttaliðin, amerískan fótbolta,
hafnabolta, íshokkí, blak, körfubolta og
fleiri.
Hvers saknar þú mest að heiman? Ég
sakna fjölskyldunnar og vinanna mest.
Sakna þess líka að borða mömmu- og
pabbamat og að æfa hjá Crossfit 550!
Gætir þú deilt einhverri sniðugri eða
eftirminnilegri sögu frá dvöl þinni
erlendis? Eftirminnilegast er klárlega
þegar liðið mitt vann Missouri Valley
Conference úrslitakeppnina núna í ár,
það var ótrúleg tilfinning! Fyrsti
leikurinn sem ég spilaði er líka mjög
eftirminnilegur þar sem það var rúm-
lega 40 stiga hiti og ég hélt ég myndi
bókstaflega bráðna! Annars eru það líka
allar keppnisferðirnar með liðinu, og
það er alltaf jafn fyndið að heyra
lýsendurna reyna að bera fram
eftirnafnið mitt, það er oftast ný útfærsla
í hvert skipti.
Lið Missouri State sem Ólina Sif spilar með en hún er lengst til vinstri í miðröð.
VÉLMENNADANS eftir Gísla Þór Ólafsson
Gísli Þór Ólafsson á Sauðárkróki gefur út ljóðabók
sína Vélmennadans. Bókin fjallar um vélmenni sem
reynir að fóta sig í heimi manneskjunnar. Spurt er um
gildi og hefðir í hinu hefðbundna og vana-lega og hvort
það gangi eins upp fyrir alla. „Erum við kannski öll
mótuð og forrituð? Eru vélin og tæknin að taka yfir líf
manneskjunnar?“ spyr sá sem ekki veit.
Fylgt er eftir þessum vandræðagangi vél-mennis á
spaugilegan hátt, sigrum og ósigrum. Undirliggjandi er
alvarlegur og ádeilukenndur tónn.
Nú fyrir jólin eru nokkrar bækur gefnar út sem tengjast Norðurlandi vestra á
einhvern hátt. Feykir hefur haft spurnir af fáeinum sem lesa má um hér fyrir
neðan og víðar í Jólablaðinu.
Fjölbreyttar bækur
sem vert er að skoða
Bókaútgáfur tengdar Norðurlandi vetra