Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 4
2 01 74
Botn:
3 eggjahvítur (við stofuhita)
1 dl sukrin melis
70 g möndlumjöl
AÐFERÐ: Eggjahvíta, sukrin og
stevia þeytt saman þar til það er
orðið stíft. Möndlumjöli er bætt
varlega saman við og blandað
með sleif. Sett á bökunarpappír
með skeið eða í sprautupoka og
sprautað. Það verða u.þ.b. 20 kökur
úr þessari uppskrift og þær stækka
ekki í ofninum. Sett í ofn sem er
130° heitur (ekki með blæstri) og
bakað í 40 mínútur.
Krem:
1 dl sukrin melis
3 eggjarauður
100 g mjúkt smjör
2 tsk kakó
2 tsk instant kaffi
AÐFERÐ: Öllu blandað vel saman.
Kremið er sett á kökurnar þegar
þær eru orðnar kaldar. Gott er
að nota skeið og gera "fjall" úr
kreminu. Kökurnar settar í frysti
og svo þegar kremið er orðið vel
kalt er þeim bara dýft ofan í bráðið
súkkulaði.
Uppskriftir án
sykurs og hveitis
UMSJÓN
Fríða Eyjólfsdóttir
Leitað í smiðju hjá Dísukökum
Sá tími sem nú fer í hönd einkennist
hjá mörgum af neyslu, ekki hvað síst
í mat og drykk. Í fjölmiðlum birtast
alls kyns uppskriftir og úr bakaraofnum margra heimila
streyma smákökusortirnar á færibandi auk margvíslegra
hnallþóra. En það mega alls ekki allir borða sykur eða hveiti,
sem oftast nær er gnægð af í þessu fína bakkelsi, og þar að
auki er til margt fólk sem bara alls ekki kærir sig um það.
Hafdís Priscilla Magnúsdóttir er ein af
þeim sem aldrei notar sykur né hveiti í
bakstur og hefur ekki gert það í nokkur
ár. Ástæðuna segir hún vera þá að í
tengdafjölskyldu hennar er sykurýki 2 og
fannst henni skemmtilegt að geta boðið
upp á eftirrétti fyrir þá einstaklinga
þegar þau komu í matarboð. Einnig
segist hún hafa fundið það sjálf að það
að taka út hveiti og sykur hafði góð áhrif
á vefjagigtina sem hún sjálf er með.
Hafdís notar Sukrin vörur í bakstur en þær hafa hvorki áhrif
á tannheilsu né hækka blóðsykurinn. Sukrin inniheldur engin
kolvetni sem líkaminn getur tekið í sig og hentar því fólki
fullkomlega sem er með sykursýki eða vill fylgja lágkolvetna
mataræði. Sukrin er 100% náttúruleg vara, án aukaefna, sem
byggð er á sykuralkóhólanum erythritol. Erythritol kemur t.d.
fyrir náttúrulega í perum, melónum og sveppum.
„Það getur verið erfitt að breyta uppskriftum í hveiti og
sykurlaust en þar sem ég hef gaman að prófa mig áfram í
eldhúsinu finnst mér það skemmtileg áskorun. Sumar uppskriftir
eru þannig að auðvelt er að skipta þessu út fyrir annað hráefni
sem hentar betur en það á ekki alltaf við.” segir Hafdís en hún
gaf út uppskriftabókina Dísukökur sem innihélt 100 uppskriftir
árið 2014 auk þess að hafa gefið út rafrænar uppskriftabækur.
Auk þess heldur hún úti vefsíðunni disukokur.is og samnefndri
Facebook-síðu. Hér á eftir fylgja tvær smákökuuppskriftir frá
Hafdísi.
60g mjúkt smjör
1 dl sukrin melis
1 egg
150g kókosmjöl
AÐFERÐ: Egg, sukrin melis
og steviu dropar þeytt vel
saman í skál. Smjöri bætt
við og þeytt vel saman
við. Kókosmjöli bætt við
og varlega blandað með
sleif.
Búið til litla toppa (gerði
mína aðeins of stóra,
fékk 15 stk) og gott að
kreista vökvann aðeins úr.
Setjið á bökunarpappír og í 175°
heitan ofn í u.þ.b. 15 mínútur.
Gott er að láta þær kólna á smá
eldhúspappír.
Það er mjög gott að bræða
súkkulaði og setja á botninn eða
toppinn á kökunum en ég var
orðin súkkulaðilaus, aldrei
þessu vant.
Hátíð í bæ
Aðventutónleikar
1 . desember Höfðaborg Hofsósi kl. 20:30 og
2. desember Miðgarði Varmahlíð kl. 20:30
SÉRSTAKUR GESTUR:
Pálmi Gunnarsson
FRAM KOMA:
Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir,
Matthildur Ingimarsdóttir,
Lydía Einarsdóttir,
Rannveig Sigrún Stefánsdóttir og
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Ólafur Atli Sindrason les jólasögu
HLJÓMSVEIT KVÖLDSINS SKIPA:
Stéfán R. Gíslason,
Einar Þorvaldsson,
Margeir Friðriksson,
Jóhann Friðriksson og
Vilhjálmur Ingi Sigurðarson
HLJÓÐ:
Fúsi Ben.
KYNNIR:
Ólafur Atli Sindrason
Miðapantanir í síma 899 9480
Miðaverð kr: 3.500
Sönglögin kynna
N
Ý
PR
EN
T
eh
f
/
1
12
01
7
SÓKNARÁÆTLUN
NORÐURL ANDS VESTRA
Skagfirskt tónlistarfólk
syngur og leikur jólalög
Kókostoppar
Sörur