Feykir


Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 19

Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 19
192 01 7 Laundromat fann Þorvaldur að hann var orðinn verulega þreyttur á því og leitaði fyrir sér með aðra atvinnu. „Maður fer að hugsa; hvað getur maður gert, og þá kemur aftur að því: „Ég ætla ekki að segja að ég hafi logið...“ aftur það sama. Þá fór ég á allt öðruvísi veitingastað, Wulff og Konstali, mun meira krefjandi og fínni og allt önnur matargerð. Ég hélt að ég væri að ráða mig sem venjulegan kokk en svo kom í ljós að þeir voru ráða mig sem yfirkokk. Eftir einn og hálfan mánuð var mér sagt að ég yrði næsti yfirkokkur. Það var rosalegur rússibani, stress og kvíði og allur pakkinn. En gaman og lærdómsríkt, og gekk ótrúlega vel, alveg eins og að flota gólfið.“ Í þeirri vinnu var Þorvaldur næstu tvö árin og byrjaði á að ráða fullt af Íslendingum. „Þeir eru duglegir, allt öðru vísi starfskraftur og samviskusamari en Danirnir,“ segja þau, „maður fær svolítið á tilfinninguna að þeim sé alveg sama um hlutina af því að þeir eiga ekki fyrirtækið. Þeir hugsa um sjálfa sig fyrst og það er spurning hvort það sé kostur eða galli. Ef þeir eiga að hætta klukkan 3 þá hætta þeir klukkan 3, sama hvað er. Íslendingurinn mundi frekar vera áfram ef með þarf og setja allt sitt líf á bið. Svo það er spurning hvað sé betra, það þarf auðvitað alltaf einhver að gera það sem þarf að gera og þá er verið að kasta vinnu yfir á einhvern annan. En þetta er topp fólk auðvitað en allt öðruvísi hugsunargangur. En atvinnurekendum líkar vel við Íslendinga, hann vildi bara fá Íslendinga þegar ég var að hætta,“ segir Þorvaldur. Kristín kláraði skólann og útskrifaðist 2010 og var að vinna freelance smá tíma eftir það en hjá Vodafone meðan þau bjuggu hér heima og svo hjá Kosmos og Kaos. En eftir að fjórða barnið fæddist fóru að hrúgast inn verkefni. Kristín segist nú ekki hafa verið á leiðinni að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur. „Svo ákváðum við allt í einu að fara út aftur, ég upplifi þetta bara þannig að það hellist yfir okkur að fara að gera einhverja hluti, en allt frá 2012 hef ég verið sjálfstætt starfandi vefhönnuður og það hefur verið brjálað að gera. Og þó ég hafi verið úti í Kaupmannahöfn eru 95% af mínum viðskiptavinum Íslendingar sem segir dálítið mikið um það hvernig hlutirnir hafa breyst á stuttum tíma upp á samskipti að gera, það stendur ekkert í fólki að geta ekki hitt mig augliti til auglitis. Það skiptir engu máli í flestum tilfellum,“ segir Kristín sem fæst helst við vefhönnun fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem eru með einhverja starfsemi. Kristín er með skrifstofu á Hvammstanga og slóðin á vefinn hjá henni er http://dottirwebdesign.is/. Ferðalagið búið En hvað kom til að þið komuð svo aftur heim? Kristín svarar að bragði: „Bara löngun til að vera nálægt fólki, okkar fólki, fjölskyldunni.“ „Það byrjar þannig og svo þegar maður fer að hugsa um það að flytja aftur heim verður það að svona óstöðvandi þrá einhvern veginn,“ bætir Þorvaldur við. „Þetta er líka svo skrítið,“ segir Kristín, „svona hálfu ári áður þá hefði það ekki hvarflað að okkur að við værum að fara að flytja heim. Við héldum að úr því að við fórum aftur út þá myndum við vera þar áfram. En svo gerist þetta einhvern veginn.“ „Það var eins og þessi tími væri bara búinn, maður væri búinn að vera í ferðalaginu og þyrfti að koma heim aftur og það hvarflaði aldrei að okkur annað en að koma hingað norð- ur,“ segir Þorvaldur og Kristín tekur undir. „Foreldrar mínir búa í Reykjavík en ég bara þrái ekki ys og þys og læti núna,“ segir hún. Það hlýtur óneitanlega að vera dálítill munur á að búa í stórborginni Kaupmannahöfn og að vera nánast eina fólkið sem hefur búsetu alla vikuna á Reykjaskóla, ekki satt? „Það stóð auðvitað alltaf til að flytja á Hvammstanga og það var fyrsta sjokkið að við gætum kannski ekki flutt heim þar sem það lá ekkert húsnæði á lausu og biðlistar eftir því,“ segir Þorvaldur. „Svo fór maður í atvinnuleit og ég hringdi í Kalla [skólastjóra í Skólabúðunum á Reykjaskóla] og athugaði hvort það væri hægt að fá leigt og þá spurði hann mig hvort ég kæmi ekki bara að elda.“ „Þetta er einhvern veginn þannig með svo margt sem við höfum tekið okkur fyrir hendur,“ bætir Kristín við, „þetta púslast allt svona saman, við þurftum ekki að hafa fyrir neinu, eitt símtal og það var bara komið bæði húsnæði og vinna.“ Þorvaldur vill þó meina að í fyrstu hafi þetta ekki virst neitt sérlega góð hugmynd því stefnan hafi alltaf verið að búa á Hvammstanga. „Við vissum ekki að okkur gæti þótt gott að vera svona fyrir utan bæinn en svo þegar við vorum komin þá var þetta bara alveg geggjað,“ segja þau. „En svo á nú eftir að reyna á það hvernig mér finnst að keyra í vetur, það er ég sem þarf að keyra á Hvammstanga, með elsta strák- inn í dreifnámið og yngsta í leikskólann,“ segir Kristín. Var fólk ekkert hissa á að þið skylduð bara kúvenda og koma heim? „Fólk er náttúrulega vant því að við tökum upp á alls konar hlutum. Mamma varð náttúrulega alveg himinlifandi,“ segir Þorvaldur. „Fólk er svo- lítið að spyrja hvort þetta séu ekki stórkostleg viðbrigði en við erum auðvitað ekki fædd og uppalin úti, við erum fædd og uppalin hér þannig að það eru engin rosaleg viðbrigði fyrir okkur að koma hingað,“ segir Kristín, „en það er það fyrir eldri krakkana okkar, aðeins stirt og maður skilur það vel, þau eru ekki komin með neina fasta vini þannig. En þau eiga náttúrulega ekki eftir að vera svo mikið hér því þau eru í 1. bekk framhaldsskóla og í 10. bekk.“ En saknið þið ekki Kaup- mannahafnar? „Jú, líka, á einhvern máta,“ svarar Kristín. „Okkur líkaði ekkert illa þar þó við vildum koma heim, maður saknar þess ekki beint en manni þykir vænt um Kaupmannahöfn og það væri gaman að fara þangað aftur,“ segir Þorvaldur og Kristín samsinnir og bætir við: „Mér finnst dálítið erfitt hvað það verður rosalega dimmt hérna og svakalega lengi og mjög kalt, en það er líka oft alveg skítaveður þarna úti eins og tvö, þrjú síðustu sumur. En mér finnst bara það að á morgnana birti til og svo komi myrkur á kvöldin frábært, það er voðalega fínn rhytmi finnst mér. Það er það sem ég mun sakna mest, og að í mars þá er veturinn bara búinn og maður finnur það en ekki að það séu þrír mánuðir eftir.“ „Ef það kemur sumar,“ bætir Þorvaldur stríðnislega við. Söknuðu jólaboðanna Þar sem jólin eru á næsta leiti liggur beint við að spyrja hver sé helsti munurinn á jólunum hér og úti? „Við upplifðum auðvitað bara okkar íslensku jól, en samt svona hægt og rólega var ýmis- legt að breytast hjá okkur, eins og skógjafirnar. Danir gefa aðventugjafir, einungis fjór- ar gjafir,“ segja þau og eru sammála um að það sé mun skemmtilegri siður þar sem þá sé hægt að hafa gjafirnar aðeins veglegri. „Eins og hjá okkur, Fjölskyldan, sitjandi í sófa talið frá vinstri Guðmundur Steinar, Sunneva Eldey, Þorvaldur með hvolpinn Flóka. Að framan eru Sindri, Kristín og Arna Sóley. MYND: FE Gæðastundir fjölskyldunnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.