Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 29
292 01 7
Við hjálpum þér að finna réttu
gjöfina í jólapakkann.
Sjáumst!
Ólína og Þorgerður snyrtifræðimeistarar.
Verslunarmannafélag
Skagafjarðar
sendir félagsmönnum sínum,
fjölskyldum þeirra og öðrum
landsmönnum bestu jólakveðjur
Jólin mín
Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri
„Útvarp Reykjavík...“
Jólin eru... Helgin,
vinátta, tillitssemi,
lykt, minningar, birta,
fegurð, fjölskyldulíf.
Hvað kemur þér í
jólaskap? „...Útvarp
Reykjavík, útvarp
Reykjavík....Gleðileg
jól“.
Hvert er besta
jólalagið? Hin fyrstu
jól og svo er erfitt
að gera upp á milli
jólasálmanna.
Hvað finnst þér
ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara í kirkju og hitta fólkið
mitt á Hrauni.
Hvað langar þig í jólagjöf? Á allt, en ferðajárningatöng kæmi sér
vel.
Bakar þú fyrir jólin? Það hefur komið fyrir að ég hafi aðstoðað
Dagnýju mína. Betri í ísnum.
Hver er uppáhaldskökusortin þín? Loftkökur móður minnar.
Jólin koma...
Júlíus Jóhannsson
brottfluttur Króksari
... þegar ég fer að gera rjúpusósuna á Þor-
láksmessu, þá fer allt að gerast. Hlusta á
Komdu um jólin, sem Gunnar Ólason syngur
enda er ég annar textahöfundur að því lagi
ásamt Gunnari.
Kristin Lundberg
Laugarbakka
... 1. des. Ég á afmæli þann dag og þegar ég var
lítil var alltaf haldið upp á afmælið mitt með því
að „byrja“ jólin, skreyta og hlusta á jólatónlist.
Ég fékk alltaf jóladagatal í afmælisgjöf.
Jólin sjálf byrja hjá mér þegar fjölskyldan
skreytir saman jólatréð þann 23. Við vökum
fram eftir og kl 12 má fá sér smakk af sænsku
jólaskinkunni.
Matthildur Ingimarsdóttir á tónleikum í Miðgarði í sumar. MYND: ÓAB
Um helgina verður
Skagfirðingum boðið upp á
sannkallaða tónlistarveislu
þegar Sönglögin standa fyrir
aðventutónleikunum Hátíð í
bæ, annars vegar á Hofsósi á
föstudagskvöld og hins vegar í
Miðgarði á laugardagskvöld.
Sérstakur gestur á tónleikunum
verður stórsöngvarinn geðþekki,
Pálmi Gunnarsson, sem á stóran
sess í hugum landsmanna þegar
hugurinn leitar til ástsælustu
jólalaganna. Þeir Einar Þorvalds-
son og Stefán Gíslason, kennarar
við tónlistarskóla Skagafjarðar,
sem standa á bak við Sönglögin
segja að þeir hafi lengi haft hug
á að fá Pálma til að koma fram
á tónleikum með þeim en hann
hafi alltaf verið uppbókaður á
þessum tíma svo nú sé loksins
langþráðu marki náð.
Sönglögin hafa í gegnum
tíðina staðið fyrir mörgum
skemmtilegum tónlistarviðburð-
um, allt síðan Miðgarður var
opnaður eftir endurbætur í
maí árið 2009. Má þar nefna
tónleika á Sæluviku, jólatónleika,
leiksýningar og innansveitar-
krónikur með samblandi af
tónlist og gamanmáli. Það er
nokkuð ljóst að án þessara
tveggja drifkrafta í tónlistarlífi
fjarðarins værum við talsvert
fátækari á menningarsviðinu þó
þeir séu ósköp lítillátir og segist
nú ósköp lítið geta gert einir og
sér. Sönglögin hafa alltaf notið
mikilla vinsælda og segir Einar
að Skagfirðingar hljóti að eiga
met bæði í þátttöku og aðsókn
á menningarviðburði, sé miðað
við höfðatöluna góðu.
Hljómsveitina skipa að þessu
sinni þeir Stefán R. Gíslason,
Einar Þorvaldsson, Margeir
Friðriksson, Jóhann Friðriksson
og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson.
Með hljómsveitinni koma fram
þær Ragnhildur Sigurlaug Gutt-
ormsdóttir, Matthildur Ingimars-
dóttir, Lydía Einarsdóttir, Rann-
veig Sigrún Stefánsdóttir og
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Ólafur Atli Sindrason sér um
að kynna atriðin og les auk þess
jólasögu. Athygli vekur hve unga
kynslóðin skipar stóran sess
meðal flytjenda að þessu sinni en
fjórar fyrsttöldu söngkonurnar
eru á aldrinum 9-15 ára. „Við
höfum alltaf lagt mikla áherslu
á að hafa unga fólkið með í
þessu tónleikahaldi, því þar er
framtíðin. Að fá landsfræga
söngvara með okkar unga fólki
er mjög þroskandi og hvetjandi
og framkallar almenna ánægju
hjá flytjendum og áheyrendum.
Að þessu sinni koma fram
ungir einsöngvarar sem hafa
lagt sig fram í tónlistarnámi og
félagsstarfi í skólunum. Þetta
kemur okkur öllum til góða,
styrkir menningarstarfið inn í
framtíðina,“ segir Stefán. „Tón-
listarskóli Skagafjarðar er grunn-
urinn í uppbyggingarstarfi með
unga fólkinu í öllum firðinum.
Þar eru þau að spila og syngja
með kennurum sínum og öðrum
nemendum,“ bætir Einar við.
En er ekki óhagræði í því að
vera með tónleikana á tveimur
stöðum? „Þetta eru einfaldlega
þau hús í Skagafirði sem eru
með fyrsta flokks hljóðkerfi og
góðum ljósabúnaði og gaman
að setja upp viðburði í,“ segir
Einar. En borgar þetta sig? „Ha
ha, nei nei en með stuðningi frá
uppbyggingarsjóðnum er þetta
gerlegt en það er alveg ljóst að
án styrkja væri þetta ekki hægt,“
segir Einar glaðbeittur. /FE
Landsþekktur listamaður
og skagfirskt tónlistarfólk
Aðventutónleikar í Höfðaborg og Miðgarði