Feykir


Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 14

Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 14
2 01 714 „Ég heyrði föður minn segja, oftar en einu sinni, frá uppruna þess. Það var staðsett í skipi sem sökk við Skagaströnd. Einhver maður, sem ég kann ekki deili á, kemur með það hingað og leitar að fari fyrir það til Siglufjarðar. Það fór ekkert lengra því það voru engar ferðir sem hentuðu,“ segir Bjarni þegar hann rifjar upp sögu borðsins. Haraldur Júlíusson, faðir Bjarna og stofnandi verslunarinnar, kaupir skrifborðið til eigin nota. Fyrstu árin segir Bjarni það líklega hafa verið húsmubla því verslunin var ekki sett á fót fyrr en árið 1919. „Ég veit ekki hvar hann hafði skrifborðið fyrst, þar sem það var aldrei rætt. En það varð hér innlyksa og ég man ekki eftir öðru borði á skrifstofunni, segir Bjarni. Bjarni segir skrifborðið sterkbyggt og frábrugðið öðrum skrifborðum að nokkru leyti. „Þar sem það var haft um borð í skipi eru nokkuð háir listar á hliðum og baki, sem áttu að koma í veg fyrir að pappír og aðrir hlutir dyttu fram af í veltingi út á sjó. Þetta er ágæt mubla með margar hirslur.“ Bjarni hlær er hann er spurður að því hvort það hafi geymt mörg leyndarmál og margar milljónir. „Segjum það!“ svarar hann kankvís. Strand Láru Á heimasíðu Skagastrandar er hægt að nálgast frásögn Guðrúnar Teitsdóttur (d. 17.6.1978) ljósmóður í Árnesi af strand- inu en hún var farþegi með skipinu í þessari síðustu ferð Lauru. Fleiri frásagnir Guðrúnar eru aðgengilegar á ljosmodir. wordpress.com/amma-hefur-ordid. „Haustið 1909 fór ég til Akureyrar til að læra að sauma. Ég hélt til hjá Valgerði Ólafsdóttur frænku minni. Hún bjó hjá syni sínum Halldóri. Hún kom mér fyrir hjá konu sem kenndi saumaskap. Og var ég þar í 6 mánuði. Mig langar mjög mikið til að læra dönsku því frænka mín var alltaf að lesa dönsku. Kom hún mér þá fyrir hjá Jórunni Sigurðardóttur sem hafði kvennaskóla og tók hún mig í dönskutíma og hafði ég gott af því. Svo fór ég heim í mars með gömlu Láru. Gekk það allt vel þar til við komum inn í Húnaflóa. Þar var hríðarveður. Stýrimaður kom inn til okkar stúlknanna um morguninn og sagði okkur að við skyldum liggja í rúminu þar til við kæmum til Skagastrandar um hádegisbil. Kojurnar okkar voru inn af matsalnum en í honum sátu 13 Fransmenn sem höfðu brotið skip sitt fyrir austan land og voru nú á leið suður. Svo þegar skipið fór að taka niður þá fór að heyrast í körlunum og bar mest á orðinu „malestia“ sem mér var sagt að væri svart blótsyrði og er það eina orðið sem ég kann í frönsku. Við þurftum að drífa okkur í fötin því skipið hallaði gífurlega. Og fórum upp á þiljur þá var skipið strandað og hvítfrissandi bárur allt í kring. Við sáum til lands framundan og okkur var sagt að við hefðum strandað fyrir utan höfðann á Skagaströnd. Svo voru settir út tveir bátar og vorum við stúlkurnar settar ofan í annan bátinn ásamt öðrum. Og kom fyrsti stýrimaður og settist undir stýrið svo var lagt af heimleiðis. Ferðin tók klukkutíma og var það köld ferð. Við komumst upp í víkina fyrir sunnan Hólanes og brutumst þar upp í gegnum mikla skafla. Svo var mér fylgt út á bæ til móðursystur minnar, Maríu að nafni, og bjó hún í Viðvík. Hún var móðir Gísla sem var faðir Snorra og Snorri er faðir Gísla sem þú þekkir. Fékk ég þar ágætis viðtökur og var þar um nóttina.“ Strandgóss sem varð innlyksa á Sauðárkróki VIÐTAL Páll Friðriksson Skrifborðið hjá Bjarna Har Á kontórnum hjá kaupmanninum síunga á Sauðárkróki, Bjarna Haraldssyni, er forláta skrifborð sem vekur athygli þeirra er þangað koma. Ekki bara að það sé gamalt og sérlega traust heldur fanga skjólborð á hliðum, sem alla jafna sjást ekki á skrifborðum, augu gesta. Tilgangurinn er augljós þegar saga borðsins er skoðuð. Millilanda- og strandferðaskipið Laura á strandstað á Bótinni í mars 1910. Allir björguðust en skipið brotnaði á strandstað því ekki tókst að draga það á flot aftur. Í baksýn sér í norðanverðan Höfðann. MYND: LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR/ EVALD HEMMERT. Bjarni á kunnuglegum stað, sitjandi við skrifborðið á kontórnum. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.