Feykir


Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 23

Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 23
232 01 7 Oddný Ragna Pálmadóttir Snjókarlinn Rjómatertubotnar, tveir litlir eða einn stór: 6 egg 200 gr sykur 200 gr hveiti 3 tsk lyftiduft Aðferð: Egg og sykur þeytt vel saman, hveiti og lyftiduft sigtað í hræruna. Bakist á 200°C í 10 mín. Þeyta ½ l rjóma og blanda t.d. 1 dós blönduðum ávöxtum saman við og setja á milli. Ég ákvað að ögra sjálfri mér aðeins og nota sykur- massa til að skreyta kökuna. Ég þurfti að nota þrjá rjómatertubotna til að ná að gera snjókallaandlit. Afar skemmtilegt hráefni og hægt að nota á kökur við öll tilefni. Sykurmassi - mömmur.is:: 1 poki Haribo sykurpúðar 1 kassi Dan Sukker flórsykur (aðeins meira ef þið litið massann) 2-2,5 msk. vatn palmínfeiti eða kókósolía til að smyrja áhöld og skálar gel-matarlitir Aðferð: Smyrjið áhöld, borð og skálar vel með palmínfeiti. Setjið vatn og sykurpúða í djúpa glerskál bræðið í örbylgjuofni í u.þ.b. 2½ mín. Ef ætlunin er að lita massann er best að setja matarlitinn með vatninu annars hægt eftir á. Hrærið í blöndunni á 30 sekúndna fresti. Þegar sykurpúðarnir hafa bráðnað er flórsykri bætt út í blönduna og þessu hnoðað saman í höndum eða í hrærivél. Nota skal duftið TYLOSE til að herða sykurmassann í laufblöð, hatt og nef eða kaupa GUM-PASTE. Steinunn Gunnsteinsdóttir Grafin rjúpa m/ piparrótarsósu 4 rjúpnabringur, úrbeinaðar 1 dl gróft sjávarsalt ½ dl sykur 2 msk. dill 1 msk. ferskt rósmarin 4-5 lauf fersk salvía, söxuð smátt 1 msk. sinnepsfræ svartur pipar úr kvörn Aðferð: Skolið bringurnar og þerrið. Leggið á gott fat. Blandið saman sykri og salti. Þekið vel yfir bringurnar báðum megin. Blandið saman öllum kryddunum og þekið jafnt yfir bringurnar. Þekið með plasti og látið standa í kæli, helst yfir nótt. Skerið í þunnar sneiðar og berið fram með grilluðu snittubrauði eða kexi. Piparrótarsósa: 1 dós sýrður rjómi 3 msk. majónes 1 pakki piparrótarmauk 1 msk. sítrónusafi 1 msk. hunang 1 tsk. salt „Á mínu heimili er lítið af sætabrauði um jólin en þeim mun meira af villibráð, ostum og skinkum. Rjúpan slær alltaf í gegn.“ Aldís Hilmarsdóttir Eplasalat Passar einstaklega vel með hamborgarhrygg. Tekur há- mark 30 mínútur að útbúa. 3 græn epli 1 og ½ bolli græn vínber 2 og ½ dl rjómi 1 msk. sykur 150 gr sýrður rjómi 1 tsk. sítrónusafi Aðferð: Epli flysjuð og skorin í litla bita, vínber skorin í helminga. Rjómi þeyttur með sykrinum. Sítrónusafi hrærður út í sýrða rjómann og því svo blandað varlega við þeytta rjómann. Eplum og vínberjum blandað út í og fært í fallega skál. Ef vill má setja valhnetu- kjarna yfir til skrauts. Ólöf S. Júlíusdóttir Döðlugott 500 g döðlur, saxaðar smátt 250 g smjör 120 g púðursykur 150 g Kellogg‘s Rice Krispies 400 g Síríus rjómasúkkulaði 2 pokar Nóa lakkrískurl Aðferð: Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púður- sykurinn er bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Blandið Rice Krispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir Rice Krispies- blönduna og frystið í um það bil 30 mínútur. Skerið í bita, berið fram og njótið. Herdís Káradóttir Fjóshurð (brúnterta) 1 kg hveiti 500 gr smjörlíki 500 gr sykur 1 bolli sýróp 4 egg 2 tsk. negull 2 tsk. kanill 2 tsk. allrahanda 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. natron Aðferð: Hnoðað og skipt í 4 hluta, flatt út á plötu og bakað við 250 gráður. Krem: 1 stk. smjör 1 egg 1/2 glas vanilludropar U.þ.b. 3 pk. flórsykur Örlítið vatn eftir þörfum Aðferð: Þessu er öllu hrært saman og smurt á kökurnar sem lagðar eru loks saman. Njótið vel! Móðuramma Herdísar í Brekkukoti í Blönduhlíð (Ingunn Björnsdóttir frá Stóru- Ökrum) bakaði þessa uppskrift mikið og kallaði brúntertuna alltaf fjóshurð og randalínuna hesthúshurð. „Þannig að við tölum alltaf um fjóshurð og hesthúshurð þegar þessar tertur eru á borðum,“ segir Herdís. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir Spesíurnar hennar Sillu 250 gr íslenskt smjör, lint en ekki brætt. 250 gr flórsykur 250 gr hakkaðar möndlur 250 gr hveiti 1 egg Aðferð: Allt hnoðað vel saman eða sett í hrærivél. Sívala lengjur búnar til úr deiginu og kældar í ísskáp. Eftir kælingu, skorið í þunnar kökur og bakað á blæstri við 150–180°C, fer eftir bök- unarofni, í 8–10 mín. Súkkulaðidropar settir til skrauts í hverja köku um leið og þær koma úr ofni. Kælt og skolað niður með ískaldri Kökur að hætti Kiwaniskvenna Bakað, blandað og grafið 232 01 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.