Feykir


Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 35

Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 35
352 01 7 - Heilir og sælir lesendur góðir. Þar sem þessi þáttur kemur til með að birtast í jólablaði Feykis hefur mér dottið í hug að tína nú til ýmsan kveðskap sem tilheyrir þeirri hátíð. Gott að byrja með þessum fallegu erindum eftir Kristján Hjartarson frá Skagaströnd, sem hann kallar Aðfangadagskvöld: Kom Jesú, kom til mín í kvöld ég vænti þín. Minn hugur opinn er minn andi fagnar þér. Vek hátíð helga og sanna í hjörtum allra manna. Kom vinur, vak hjá mér og veit mér hvíld í þér. Þann frið sem fögnuð á og fleyga himinþrá. Ó, láttu ljós þitt skína og lýsa götu mína. Kom vinur nú í nótt með náð og kærleiksgnótt. Kom lífsins sigursól með söng og heilög jól. Kom himnabarnið bjarta og bú í mínu hjarta. Gaman að heyra aðeins meira frá þessu magnaða skáldi frá Skagaströnd. Þessa ágætu vísu kallar hann Aðventubæn. Til vor ennþá greiðir göngu glaður mælir „Sjá ég kem“, hann sem fæddist fyrir löngu í fjárhúsinu í Betlehem. Fleiri ágætar vísur fylgja reyndar þessari syrpu Kristjáns. Gaman að fá eina fallega vísu í viðbót frá Skagaströnd. Höfundur er Angantýr Jónsson. Veit því miður ekki hvern hann hefur í huga við gerð vísunnar. Nú er jóla komið kvöld kyrrð í sálum inni. Skáldið lifir enn, þó öld, að hans gerðum finni. Einn af afkastamiklum hagyrðingum á Akureyri er Magnús Geir Guðmundsson. Eitt sinn á jóladagsmorgni yrkir hann svo: Er til jarðar drifhvít mjakast mugga og morgun jóla birtu óðar klæðist. Í huga mínum hjartnæm óskin fæðist, að herir ljóssins ógni veldi skugga, virkilega megi við því stugga, svo von í brjósti hryggu aftur glæðist. Næstu vísu mun Magnús Geir hafa sent góðum vini sínum, Ríkarði B. Jónassyni á Akureyri, á jólakorti. Hlýja fylli huga þinn á hátíðinnar dögum. Ró og friður Rikki minn ráði þínum högum. Önnur vísa, einnig ort á jólum, kemur hér. Í brjóstum hjörtu hraðar slá hátíðleikans búning fá, yls og friðar innan frá í augum flestra nú má sjá. Vísnaþáttur 701 Um áramótin 2000-2001 yrkir Magnús Geir svo: Áramóta engin heit yfir höfuð strengi, en ýmis ljóðin, áfram veit, ég yrki vel og lengi. Burtu hverfur ennþá eitt ár í tímans hafið. Eftir skilur ekki neitt ömurleika vafið. Það er Þóra Jónsdóttir frá Kirkjubæ sem yrkir svo fallega vísur á jólanótt. Önn var á alla vegu umferðargnýr og þröng. En hljómur frá Drottins húsi helgi yfir bæinn söng. Nú þaggar alkyrr ótta ysinn fjær og nær. Fellur að moldar feldi flosmjúkur jóla – snær. Stillt blikar jólastjarna. Stafar helgi og frið. Vekur mildi í manna hjörtum og minning um horfin svið. Það er hinn góði hagyrðingur, Ingimar Bogason á Sauðárkróki, sem gefur svo falleg heilræði 1. janúar 1966. Alltaf stöðugt vandinn vex með vísindum og grufli. Nítján hundruð sextíu og sex situr á sprengidufli. Fegrum lífsins sjónarsvið og saman bökum snúum, svo árið gefi alheimsfrið öllum jarðarbúum. Að lokum þessi vel gerða hringhenda frá Inga Boga. Við öllum vanda eru ráð af allra handa tagi. Í kærleiksanda eflum dáð með alheimsbandalagi. Ekki er að neita að fallega er oft ort til jólanna, svo vel tekst Ingólfi Ómari upp í næstu vísu. Fönn þó hylji foldar svið finn ég gleði í hjarta. Blessuð jólin boða frið björtum ljóma skarta. Víst væri gaman að halda áfram að rifja upp það sem tengist þessari miklu hátíð en nú er ekki pláss fyrir nema lokavísu. Höfundur hennar Bjarni Böðvarsson. Ástin fegri, ykkar jól andinn vermdur ljósi og hlýju. Og hin glaða gæfu sól greiði för á ári nýju. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is 30 ára

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.