Feykir


Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 18

Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 18
2 01 718 Kristín er Reykvíkingur en flutti á Hvammstanga með móður sinni árið 1991 þegar hún var í 9. bekk. Þorvaldur er ættaður úr Víðidalnum en uppalinn á Hvammstanga þar sem hann bjó þar til þau Kristín fluttu suður, árið 1997. Kristín fór í skóla en segir að þar sem hún var alltaf að skipta um skoðun og námsbraut hafi henni aldrei tekist að klára stúdentspróf. „Mér tókst aldrei að útskrifast sem neitt ákveðið þó ég sé með nógu margar einingar. Það verður sjálfsagt ekkert úr því úr þessu, ég er búin að taka diplómanám úti, svo ég held það hafi ekkert upp á sig að fara að ljúka stúdentsprófi. En ég var alltaf að reyna að klára eitthvað og prófa eitthvað á þessum tíma.“ Þegar Þorvaldur og Kristín áttu von á öðru barni sínu árið 2002 fluttu þau aftur á Hvammstanga þar sem þau bjuggu til ársins 2007 þegar ákveðið var að taka stefnuna út Það er allt í lagi að skipta um skoðun Þorvaldur og Kristín á Reykjaskóla fyrir landsteinana og flytja til Kaupmannahafnar. Og hvað dró ykkur þangað? „Forvitni að einhverju leyti,“ segir Kristín. „Og kannski meiri möguleiki á námi fyrir þig,“ bætir Þorvaldur við. „Ég sótti um skóla þarna en komst ekki inn í hann svo ég fór bara að vinna,“ segir Kristín. „Svo lætur þetta mann aldrei í friði einhvern veginn. Ég ætlaði í hönnun og endaði með að fara í margmiðlunarhönnun í Tækniskólanum í Kaupmanna- höfn.“ „Ég fór í ótrúlega merkilegt starf,“ segir Þorvaldur glottandi þegar blaðamaður spyr út í hvað hann hafi tekið sér fyrir hendur. „Það er svona þegar maður er í útlöndum og ekki með vinnu. Ég ætla ekki að segja að ég hafi logið til um kunnáttu mína, en allt að því. Ég fór í vinnu hjá íslenskri konu sem rekur gistiheimili þar og réð mig þar sem smið. Hún vissi samt að ég var ekkert menntaður en ég vissi ekkert hvað ég var að gera þannig að það var bara hoppað út í algjöra vitleysu. Ég man að fyrsta daginn þá var ég að brjóta upp gólf og flota það og ég hafði ekki nokkra hugmynd um hvað ég var að gera, en það gekk allt upp. Ég var þar í ár og við gerðum upp gistiheimili og það var bara ótrúlega magnað og merkilegt. Svo fór ég í Hótel og restaurantskólann þar á eftir að læra kokkinn. Ég kláraði hann ekki alveg því þegar á reyndi þurfti maður náttúrulega að fara að vinna.“ „Við erum einhvern veginn alltaf svona fólk með fullt af börnum svo það getur enginn ætlað að fara bara að læra og ekki vinna neitt, það verða annað hvort að vera námslán eða aukavinna,“ segir Kristín en börn þeirra eru fædd 2001, 2002, 2006 og 2013 þannig að þegar þau fluttu út voru börnin orðin þrjú. „Nemalaunin voru svo léleg og langar vinnuvikur, 50-60 tímar fyrir hálf laun, og ég var ekki alveg til í það,“ segir Þorvaldur. „Þá fór ég að vinna á veitingastaðnum Laundromat og var þar í 6 eða 7 ár, bæði þar og líka hér heima í Austurstræti og svo aftur úti þegar við fluttum aftur þangað.“ Varð „óvart“ yfirkokkur Þorvaldur og Kristín komu svo heim og bjuggu í Keflavík í eitt ár en fluttu þá aftur til Danmerkur. Eftir að hafa byrjað aftur að vinna á Kristín og Þorvaldur. MYNDIR ÚR EINKASAFNI VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Nýlega settust ung hjón að á Reykjaskóla í Hrútafirði ásamt fjórum börnum sínum, þau Kristín Guðmundsdóttir, vefhönnuður hjá Dóttir vefhönnun, og Þorvaldur Björnsson sem er kokkur í Skólabúðunum á Reykjaskóla. Í þætti Feykis, Áskorendapennanum, í haust lýsir Kristín því hvernig lífið tók skyndilega U-beygju og eftir að hafa búið í Kaupmannahöfn um árabil fann hún að hún yrði að komast aftur heim í Húnaþing. Blaðamaður Feykis lagði leið sína í Hrútafjörðinn og heimsótti fjölskylduna. Sunneva Eldey, Guðmundur Steinar og Sindri bregða á leik. Húnvetnskur himinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.