Feykir


Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 36

Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 36
2 01 736 2 01 736 Laufey býr í Stóru-Gröf syðri, á Langholti í Staðarhreppi hinum forna ásamt eiginmanni sínum, Sigfúsi Inga Sigfússyni, og þremur börnum þeirra; Leifi 17 ára, Steinari Óla 13 ára og Sigurbjörgu Ingu 7 ára. Hún er fædd og uppalin í Eyjafirðinum, á bænum Klauf í Eyjafjarðarsveit og er elst þriggja systkina. Systir hennar og mágur búa nú í Klauf en foreldrar hennar byggðu sér hús að Syðri-Klauf þar rétt hjá. Laufey gekk í Laugalandsskóla og Hrafnagilsskóla og síðar í Menntaskólann á Akureyri. Eftir það var hún einn vetur í Noregi sem au pair en þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún nam íslensku. „Þegar ég útskrifast þaðan fékk ég sumarvinnu, sumarið ´99, hjá Máli og menningu. Þá var hafin endurskoðun á Íslenskri orðabók undir stjórn Marðar Árnasonar. Ég hafði verið í áfanga hjá Kristínu Bjarnadóttur, sem starfaði þarna líka, og hún kom mér þarna inn fyrir þröskuldinn. Þarna var ég fyrst lausráðin en síðan þegar ég kom úr fæðingarorlofi 2001 fékk ég fastráðningu. Síðan hef ég unnið við bókaútgáfu undir nokkrum fyrirtækjaheitum,“ segir Laufey og telur upp nokkur nöfn sem hafa verið notuð á útgáfuna. „Fyrst undir merkjum Máls og menningar, svo Eddu útgáfu, þegar bókaforlögin Mál og menning og Vaka-Helgafell voru sam- einuð og þá fylgdu með útgáfumerki eins og Iðunn, Heimskringla og fleiri. Árið 2007 var útgáfuhluti Eddu færður yfir til JPV útgáfu og þá varð fyrirtækið Forlagið til,“ útskýrir Laufey. Eftir varð Disney-útgáfa og eitthvað fleira sem heyrir ennþá undir Eddu útgáfu í dag en hún er nú hluti af Árvakri. Starfsemin fluttist vestur á Bræðraborgarstíg þar sem JPV útgáfa var til húsa og hefur verið þar nánast í óbreyttri mynd frá haustinu 2007. Flutningur norður Árið 2010 flytja þau Laufey og Sigfús norður í land þar sem hann fékk vinnu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Laufey segir að yfirmenn hennar hafi metið það svo að þeir gætu unað því að hún ynni annar staðar og segir hún það í sjálfu sér hafa gengið ágætlega. „Grundvöllurinn fyrir því er sá að ég fékk aðstöðu hér í Safnahúsinu og þetta samfélag að sitja í. Ég hef oft unnið heima við líka en það er mjög mikilvægt að hafa kaffistofuna og geta hitt fólk. Hér er líka ekki ósvipuð starfsemi og fyrir sunnan að því leytinu til að hér er ég innan um bækur alla daga og hér er líka stunduð bókaútgáfa eins og hjá Sögufélaginu,“ segir Laufey en hennar vinna felst í ritstjórn á bókum. Mest sinnir hún kennslu- bókum, orðabókum og handa- vinnubókum. „Vinnan geng- ur út á það að taka á móti handritum þegar þau koma í hús, sjá um handritslestur og halda utan um útgáfuferil bókarinnar eftir það. Það Flutti starfið með sér norður VIÐTAL Páll Friðriksson Laufey Leifs er ritstjóri hjá Forlaginu Laufey Leifsdóttir starfar sem ritstjóri hjá Forlaginu einu stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig metnaðarfulla kortaútgáfu, eins og segir á heimasíðu fyrirtækisins. Hjá Forlaginu koma út um 150 nýir titlar ár hvert; bækur af öllu tagi og gerðum og á ýmsum tungumálum. Það sem vekur athygli er að starfsstöð Laufeyjar er á Sauðárkróki, nánar tiltekið í Safnahúsinu við Faxatorg. Feykir tók hús á Laufeyju fyrir skömmu og fræddist um ritstjórann og starfið sem hún sinnir. getur þurft að senda verkið í myndritsstjórn eftir atvikum, jafnvel láta teikna kort eða skýringarmyndir og síðan þarf að láta alla verkþætti hanga saman þar til bókin fer í umbrot. Svo fylgi ég bókinni eftir gegnum umbrotsferlið, þangað til hún kemur út og er allan tímann í samstarfi við höfunda og þá lesara sem lesa á ýmsum stigum.“ Laufey segir meðaltíma- lengd verkferla bóka ákaflega misjafnan og oft séu bækur nokkur ár í vinnslu. Þá segir hún venjulegan feril kennslubóka vera tvískiptan. „Fyrst fær ritstjórinn hand- ritið og les það og gengur svo frá því þannig að það geti farið í prufukennslu í eina önn. Síðan tekur útgáfuferlið við. Þetta eru alltaf nokkrir mánuðir. Það er ekki óalgengt að það líði hálft ár og jafnvel lengra frá því að handritið kemur í hús og þangað til bókin fer í prentun. Það er algengur tími,“ segir hún. „Ég er þá ekkert ofan í bókinni alla daga. Í nokkrar vikur er hún í yfirlestri og svo fer hún í umbrot og þá kem ég ekkert nálægt henni á meðan. Þannig að þetta er þó nokkuð langur vinnslutími í heild sinni.“ Jólabækurnar snemma á ferðinni Laufey segir að Forlagið vilji helst fá jólabækurnar snemma frá höfundum, helst á fyrstu mánuðum árs. Allar jólabækur þessa árs voru farnar í prentun snemma í október og allar komnar út í nóvemberbyrjun. Það er til þess að jólabækurnar fái sinn tíma, svo fólk hafi tíma til að kynna sér þær og jafnvel lesa, áður en jólin koma. Stærsta verkefni Laufeyj- ar þessa stundina er kennslu- bók, Listin að vefa, eftir Ragnheiði Þórsdóttur, list- vefara og vefnaðarkennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem áður bjó á Sauðárkróki. Um er að ræða kennslubók í vefnaði þar sem ýmsum fróðleik er bætt við og vefnaður er settur í sögulegt samhengi. Sem dæmi er fjallað um kljásteinavefstað sem Íslendingar ófu allt sitt vaðmál í, hvernig vefstóllinn tók við og hvernig vefnaður hefur þróast í tímans rás ásamt fleiru. „Þetta er til- tölulega flókin bók því í henni eru bæði um hundrað teiknaðar skýringamyndir, á annað hundrað ljósmyndir og fjöldi bindimynstra. Þannig að það er ekki einföld vinnsla að láta þetta allt passa saman. Svo eru einhverjar fleiri kennslubækur í bígerð,“ segir Laufey sem hefur að ýmsu að hyggja þessa dagana. Bestu jólin Nú nálgast jólin á ljóshraða og Laufey er spurð hvort hún hlakki til jólanna. „Mér finnst þetta alltaf mjög hátíðlegur tími og gott að hafa svona tilefni til að gleðjast og vera með fjölskyldunni. Og hvíla sig! Það er ekkert betra heldur en að sitja uppi í sófa með svolítið af laufabrauði, konfekti og góða bók. Þannig eru jólin best.“ En hver skyldi uppáhalds jólauppskrift Laufeyjar vera? „Ég baka engin ósköp fyrir jólin, en okkur krökkunum finnst alveg nauðsynlegt að baka nokkrum sinnum hálfmána á aðventunni. Við notum ævinlega hefðbundna uppskrift úr bók Helgu Sig. Hálfmánar með sveskjumauki 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft ¼ tsk hjartarsalt ½ tsk kanill 100 g smjörlíki 125 g sykur 1 egg (1−2 msk konjak) Hveitið er sáldrað með lyftidufti, hjartarsalti og kanil. Smjörlíkið mulið í, sykrinum bætt saman við. Vætt í með eggi og konjaki, ef vill. Hnoðað fljótt saman og kælt. Flatt út og tekið undan glasi, aldinmauk sett á hverja köku, hún klemmd tvöföld saman með fingrunum eða gaffli. Smurð með eggi eða mjólk. Bakað gulbrúnt við mikinn hita. Laufey við vinnuborð sitt í Safnahúsinu á Sauðárkróki. MYND: PF b b b

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.