Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 3
11/2018 3 Í síðustu viku var Helga Sigríður Eiríksdóttir, námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, á fótboltaæfingu með félögum sínum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, sem er ekki í frásögur færandi nema að því leyti að hún hné niður og fór í hjartastopp. Var henni veitt fyrsta hjálp sem fólst í hnoði, blæstri og notkun á stuðtæki. Hún var flutt í kjölfarið með sjúkrabíl til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur með sjúkraflugi í hjartaþræðingu á Landsspítal- anum þar sem hún dvaldist í góðu yfirlæti þegar Feykir hafði samband við hana sl. laugardag. Hún segist ekki hafa fundið fyrir neinu áður, en í rannsóknum kom í ljós eitthvað sem virðist vera ör á hjartanu sem gefur til kynna að hún hafi fengið áfall einhvern tíma áður en ekki tekið eftir því. „Greinilega skagfirsku genin,“ segir Helga á léttu nótunum. Hún segist ekki hafa fundið fyrir neinu og þegar hún vaknaði gerði hún sér enga grein fyrir því sem á undan hafði gengið. Ekki var búið að taka ákvörðun um hvað verði hjá henni þegar Feykir ræddi við Helgu en hún fór í segulómun sl. mánudag. Kannski þarf ég að fá bjargráð en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það. Einhverjar skemmdir eru á hjartanu en vonandi litlar.“ Helga segir að sér líði vel en er smá stressuð með hvað verð- ur í framhaldinu. „Ef ég fæ bjargráð má ég væntanlega ekki spila fótbolta. Við samstuð gæti hann stuðað mig. Ég myndi vilja koma fram þökkum til allra sem hjálpuðu mér, fótboltafélaganna, sjúkra- flutningamanna, Kela [kennara] og auðvitað læknanna. Held að Sibbi [Sigurbjörn Björnsson] hafi farið með mér í sjúkra- bílnum sem mér fannst gott vegna þess að við vinnum saman,“ segir Helga og bætir því við að erfitt sé fyrir hana að muna eftir öllu, þar sem allt sé í þoku hjá henni. /PF Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir – siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tbl með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. & 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum LEIÐARI Guð er vinur minn Að trúa á Guð er eitthvað sem fólk veltir fyrir sér einhvern tímann á lífsleiðinni og ekki síst þegar þau tímamót nálgast þegar unglingar ákveða hvort þeir ætli að láta fermast eður ei. Fermingin getur verið af ýmsum toga en oftast hugsuð sem nokk- urs konar manndómsvígsla, þar sem ungmenni eru vígð inn í samfélag fullorðinna, án tillits til trúar. Hjá kristnu fólki er fermingin staðfesting á skuldbindingu for- eldra og guðfeðgina í skírnarathöfn viðkomandi og stendur þá barnið frammi fyrir ansi stórri ákvörðun. En eins og hægt er að lesa í þessu blaði, þar sem ungmenni eru spurð út í ætlun sína, hafa þau ígrundað vel sín mál. Það er nú svo að margur hefur þurft að ígrunda trúmálin alla lífsgötuna á enda og þá ýmist komist að því að vel hafi verið valið með trúfestuna eða þá ekki. Enginn fer í gegnum lífið án áfalla og vill skapast togstreita hjá fólki um hvort Guð sé góður og leiði viðkomandi í gegnum ferlið eða þá að hann sé slæmur vegna þess að hann sé valdur að eða hafi ekki komið í veg fyrir eitthvað sem hrjáir viðkomandi. Svo eru margir, sem án nokkurrar ástæðu, trúa ekki á neinn guð eða kasta trúnni í skemmri eða lengri tíma. Amma mín heitin var trúuð kona og kenndi mér bænir þegar ég, ungur snáði, gisti hjá henni í sveitinni. Fannst mér gott að biðja til almættisins, og hafði þá venju, langt fram yfir fermingu, að fara ekki að sofa fyrr en samtalið við Guð væri afstaðið. Seinna, á fullorðinsárum, fór ég að velta trúarjátningunni fyrir mér og komst að því að ég gat ekki samsamað mig henni á nokkurn hátt. Varð úr vöndu að ráða. Mér fannst að þar sem ég gat ekki farið með trúarjátninguna með góðri samvisku hlyti ég að þurfa að kasta trúnni þar sem hún er undirstaða kristinnar trúar. Velti ég því alvarlega fyrir mér að segja mig úr Þjóðkirkjunni, eins og svo margir hafa gert, og skipta um trúfélag. En því kom ég aldrei í verk, sem var í fínu lagi þar sem ég sá að engin lausn væri að fara í annað trúfélag sem ég tryði heldur ekki á. Staðan í dag er þannig að ég er enn í Þjóðkirkjunni minni, með barnatrúna sem amma var svo væn að kenna mér, og mér líður vel með það. Við Guð höfum rætt málin og honum er sama hvort ég fari með trúarjátninguna eða ekki – bara að við séum vinir. Páll Friðriksson, ritstjóri Fór í hjartastopp á fótboltaæfingu Lífsbjörg á Sauðárkróki Helga Sigríður Eiríksdóttir. MYND AF FACEBOOK Þriðjudaginn 6. mars, komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veður- horfum í marsmánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn sjö talsins. Að venju var farið yfir sann- leiksgildi spár fyrir liðinn mánuð og útkoman að vonum góð. Í skeyti Veðurklúbbsins segir að nýtt tungl kvikni 17. þessa mánaðar í suðri kl. 13:12 og mun það vera laugardagstungl, sem þykir gott tungl. Gert er ráð fyrir að veðurfar í mars verði áþekkt og veður hefur verið undanfarið, þ.e. umhleyping- samt með breytilegum vind- áttum og fremur kalt. Reikna má með nokkurri snjókomu, en hláku inn á milli. Búist er við léttu páskahreti, sem stendur þó frekar stutt. Fundi lauk kl. 14:20 Veðurvísa mánaðarins: Febrúar á fannir þá læðist geislinn lágt. Í mars þá blæs oft biturt, en birtir smátt og smátt. Með góðri góðri kveðju og ósk um gleðilega páska. Veðurklúbburinn á Dalbæ Gera ráð fyrir léttu páskahreti Veðurklúbburinn á Dalbæ Á heimasíðu Byggðastofnunar kemur fram að kostnaður við húshitun er hvað lægstur á landinu þar sem hitaveita er komin í Skagafirði, en kostnaður við húshitun er aðeins lægri á Seltjarnar- nesi, Flúðum, Grindavík og Keflavík. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3. Á heimasíðu Svf. Skaga- fjarðar segir að þegar litið sé til orkukostnaðar alls sést að hann er einnig hvað lægstur á Sauðárkróki af þeim stöðum sem kannaðir voru en af 36 svæðum voru aðeins sex þéttbýlisstaðir með lægri orkukostnað alls þegar litið er til algengasta verðs á heildarorkukostnaði á hverj- um stað. Rafmagnsverð er hærra hjá notendum í dreifbýli. /PF Skagafjörður Lægstur húshitunar- kostnaður á landinu Forsíðumynd Feykis að þessu sinni er af sr. Gísla Gunnarssyni, sóknarpresti í Glaumbæjarprestakalli og börnum sem hann fermir í vor, ýmist í Glaumbæjar-, Rípur-, Reynistaðar- og Sjávarborgarkirkju. Þau eru fv.: Óskar Aron Stefánsson Álfheimum; Steinar Óli Sigfússon, Stóru – Gröf syðri; Ólafur Benóný Jónsson, Varmahlíð; Þorleif- ur Feykir Veigarson, Ey- hildarholti; Sigurjón Heiðar Sigurbjörnsson, Garði; Ólöf Bára Birgisdóttir, Ríp og Ragnheiður Petra Hjartar- dóttir, Sauðárkróki. Á mynd- ina vantar Dagnýju Erlu Gunnarsdóttur, Egilsstöð- um. Myndina tók Gunnhildur Gísladóttir, ljósmyndari, við Alexandersflugvöll. Hegra- nesið í bakgrunni. /PF Forsíðumynd Feykifín fermingarbörn Nemendur Varmahlíðarskóla lentu í tæknilegum vandkvæð- um við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa fyrir helgi líkt og aðrir skólar á landinu. Nokkuð fljótlega leystist úr vanda flestra nemenda sem náðu að ljúka prófi en eftir ítrekaðar tilraunir og viðvarandi vandkvæði var ákveðið að fresta töku prófsins hjá hluta hópsins. „Við leggjum til að engar niðurstöður verði teknar saman né gefnar út úr prófunum, hvorki íslensku né ensku. Einnig viljum við leggja til að ekki verði reynt að nýju að leggja samræmd próf fyrir þennan árgang og próftöku þeirra aflýst,“ segir á heimasíðu skólans. /PF Vandræði vegna samræmdu prófa Varmahlíðarskóli

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.