Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 10
10 11/2018 Það er svo gaman að skoða hvaða tískustraumar eru í fermingarfatnaði á hverju ári. Þó svo að margt virðist vera svipað frá ári til árs, þegar maður rennur fljótt yfir, þá eru það áhrifin frá götutískunni sem gleðja augað mitt svo mikið því þau poppa svo mikið upp fermingartískuna frá þessu hefðbunda. Uppháar buxur og þröngir langerma bolir það nýjasta fyrir dömurnar Í dömufatnaðinum eru alls konar útfærslur á samfestingum ráðandi en auðvitað fá fallegu hnésíðu kjólarnir að vera með, hvort sem þeir eru úr blúndu eða öðrum efnum. Þá eru kjólarnir og samfestingarnir bæði langerma og með hálfermum, ef þeir eru með hlírum þá eru þeir þykkir. Það sem kemur skemmti- lega á óvart í ár er að ekkert er um pils heldur buxur og þá helst þessar uppháu með beinum skálmum. Við þær eru svo þröngir langerma bolir í margs konar litum og efnum. Hvað litina varðar þá eru bæði hvítur og fölbleikur í boði í flestu en þeir litir sem ekki hafa sést síðustu ár hjá dömunum eru dökkblár og rauður sem mér þykir alveg einstaklega skemmtilegir litir sem hafa verið vinsælir í götutískunni núna. Við þessar fallegu flíkur er svo boðið upp á bæði flatbotna skó og allar gerðir af hælum en það sem sker sig úr eru sandalar með litlum kubbahæl og ökklabandi. Þeir setja algjörlega punkt- inn yfir i-ið, að mínu mati, dömulegir og stöðugir fyrir óvanar stelpur til að ganga á. Rúllukragabolir og kragalausar skyrtur það nýjasta fyrir strákana Það sem er mest áberandi fyrir ungu strákana eru jakkaföt í dökkum litum eða jakkafatajakkar við dökkar buxur. Litlu herramennirnir eru svo auðvitað ótrúlega sætir þegar þeir setja upp bindi eða slaufu en það nýjasta í skyrtunum er að þær eru ekki með neinum kraga, sem gerir það að verkum að ekki er hægt að nota aukahluti eins og bindi eða slaufu. Með þessu verður útkoman frjálslegri og ekki jafn hástemmd. En það nýjasta og skemmtilegasta í strákafatnaðinum í ár eru þunnu rúllukragapeysurnar sem komu heitar inn síðasta haust og verður gaman að sjá hverjir þora að leggja í það „outfitt“, ótrúlega skemmtilegt og töff við þröngar dökkar gallabuxur og jakka- Samfestingar & jakkafatajakkar Feykir skoðar fermingartískuna 2018 UMFJÖLLUN Sigríður Garðarsdóttir fatajakka. Skótauið fyrir strákana er svo með svipuðu móti og í fyrra og er töluvert þægilegra en það sem er í boði fyrir stelpurnar en það eru strigaskór. Til er endalaust úrval af þeim á mark- aðnum í dag og ætti ekki að vera erfitt að finna eitthvað sem hentar. Aðgengið að verslunum betra með tilkomu samfélagsmiðla Eftir að hafa skoðað vel hvað er í boði í fermingarfatnaðinum í ár þá verð ég að viðurkenna að ég er svo ánægð að sjá hvað úrvalið eykst frá ári til árs. Þá eru þeir verslunareigendur sem eru að bjóða upp á fermingarfatnað orðnir duglegri við að notast við Facebook og aðra samfélagsmiðla því þetta gerir ferlið, að finna föt á fermingarbarnið, svo mikið auðveldara fyrir foreldrana. Verslunareigendur eru líka loksins að opna augun fyrir því að það þarf líka að veita góða þjónustu á netinu, ekki bara inni í búðinni sjálfri því verslunar- mynstrið er að breytast svo mikið. Ég mæli ekki með því að panta föt af erlendum síðum, nema þá ef þú þekkir stærðirnar sem viðkomandi netverslun er að bjóða upp á. Ég hef undanfarið heyrt svo margar sögur af fólki sem hefur ætlað að spara sér nokkra þúsundkalla með því að taka sénsinn og panta fermingarfötin af erlendri síðu, kjóllinn eða jakkafötin koma og ekkert passar, hvað þá? hver er sparnaðurinn? Verslum heima – ekki spurning! MYNDIR FRÁ GALLERÍ 17 www.ntc.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.