Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 13

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 13
11/2018 13 Þjónusta, verslun, starfsemi, störf og þekking í okkar heimabyggð er dýrmæti! Eflum okkar svæði og veljum heimabyggð þegar við verslum HJÁ ERNU HÁRSNYRTISTOFA Sími: 453 6069, Skagfirðingabraut 8 Opið alla virka daga kl. 9-17 / miðvikudaga kl. 13 - 20 Verið velkomin Fyrir vorið, fermingarnar og önnur tilefni og vinsælu gjafa- bréfin fáið þið hjá okkur... ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Dominos-deildin í körfubolta : Tindastóll – Stjarnan 87–67 Þriðja sætið Tindastóls eftir sigur á Stjörnunni Tindastóll og Stjarnan mættust í lokaumferð Dominos-deildarinnar í Síkinu sl. fimmtudagskvöld. Stólarnir höfðu tapað í tvíframlengdum steinbít í Njarðvík á mánudagskvöldið en í sömu umferð höfðu Garðbæingar kjöldregið Keflvíkinga. Það var því mikilvægt fyrir Stólana að eiga góðan leik og komast á sigurbraut fyrir úrslitakeppnina. Það gerðu þeir svo sannarlega eftir flotta frammistöðu í síðari hálfleik og niðurstaðan tuttugu stiga sigur. Lokatölur 87-67. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Hester byrjaði vel en það var þó Viðar sem var í miklum ham og setti þrjá þrista í fyrsta. Staðan að honum loknum var 19-16 en Stólarnir náðu góðum kafla í upphafi annars leikhluta og gaman var að sjá Friðrik Stefáns sækja á körfu gestanna með laglegum gegnumbrotum sem skiluðu fjórum stigum. Lið Tinda-stóls komst í 29-19 en Stjörnumenn voru eldsnöggir að bregðast við og jöfnuðu leikinn. Þristur frá Hannesi kom Stól- unum aftur í gírinn og annar frá Pétri fylgdi í kjölfarið. Stjörnumenn héldu í við heimamenn en Hester kom Stólun- um fjórum stigum yfir skömmu fyrir hlé, 40-36. Stjörnumenn héldu í við Tindastól framan af þriðja leikhluta en með tilkomu Helga Margeirs náðu Stólarnir meira forskoti. Tveir þristar og einn tvistur frá Helga komu Stólunum tíu stigum yfir, 55-45, og Hannes bætti við fjórum stigum til viðbótar eftir laglega körfu, meðfylgjandi vítaskot og annað til, eftir að tæknivíti var dæmt á Stjörn- una. Á þessum kafla náðu Stólarnir líka upp fínum varnarleik en staðan að loknum þriðja leikhluta var 63-52. Helgi Rafn fór fyrir sínum mönnum í fjórða leikhluta á báðum endum vallarins. Hann barðist eins og ljón í vörninni og sýndi fína takta í sókninni. Chris Davenport, sem var ansi mistækur í leiknum, setti nokkur góð stig á töfluna í upphafi fjórða leikhluta og munurinn varð fljótlega 15 stig og næstu mínútur léku heimamenn á als oddi á meðan hvorki gekk né rak hjá Garðbæingum. Hollý-hú frá Pétri kom muninum í 22 stig og körfur frá Hannesi og Axel breyttu stöðunni í 87-63 þegar tvær mínútur voru eftir og sigurinn í höfn. Gestirnir löguðu aðeins stöðuna áður en upp var staðið. Það er auðvitað gömul tugga að segja að um liðssigur hafi verið að ræða en það var engu að síður bara þannig. Pétur og Hannes voru stigahæstir með 13 stig hvor, Hester var með 12, Viðar 11 og Davenport, Helgi Margeirs og Helgi Viggós 8 hver. Stólarnir tóku 53 fráköst gegn 36 gestanna en í liði Stjörnunnar var Tómas Hilmarsson með 22 stig og Róbert Sigurðsson 16. Einvígi Tindastóls og Grind- víkinga hefst á föstudaginn Haukar urðu deildarmeistarar eftir sigur á Val og ÍR krækti í annað sætið eftir jafnan leik í Keflavík. Stólarnir gerðu það sem til var ætlast, að sigra sinn leik og halda meisturum KR fyrir aftan sig og tryggja þriðja sætið í deildinni. Lið Tindastóls mætir liðinu sem endaði í sjötta sæti og spilar því við lið Grindavíkur og hefst rimman nú á föstu- daginn hér í Síkinu. Eflaust verður um hörkuleiki að ræða og nú er að sjá hvort Sigtryggur Arnar nær að spila en hann hefur hvílt í síðustu tveimur leikjum vegna þrálátra meiðsla. Fyllum Síkið og styðjum strákana í baráttunni. Áfram Tindastóll! /ÓAB Helgi Rafn og Hlynur Bærings háðu marga rimmuna í leiknum og ekkert gefið. MYND: HJALTI ÁRNA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.