Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 17

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 17
11/2018 17 Indriði Ægir Þórarinsson Býður upp á lambakjöt og kiðlingakjöt í veislunni Indriði Ægir Þórarinsson verður fermdur í Reykjakirkju þann 29. mars af sr. Döllu Þórðardóttur. Hann á heima á Stórhóli í Skagafirði og foreldrar hans eru Sigrún Helga Indriðadóttir og Þórarinn Guðni Sverrisson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til þess að stað- festa skírnina mína og halda flotta veislu. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Nei, eða afar lítið, ég hef alltaf viljað vera kristinnar trúar. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Við fundum jakkaföt á netinu og fórum svo eina tveggja daga ferð til Reykjavíkur og gerðum öll hefðbundnu innkaupin. Hvar verður veislan haldin? -Hún verður haldin í Varmahlíðar- skóla Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, það verður lambakjöt og kiðlingakjöt. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, svört jakkaföt og vesti, rauð skyrta, slaufa og svartir Nike skór. Hver er óska fermingargjöfin? -Flugmiði til Lettlands. Fermingin mín Ásdís Aþena Magnúsdóttir Fermingarfræðsla á hverjum mánudegi og gisting í kirkjunni Ásdís Aþena Magnúsdóttir býr á Hvammstanga og mun fermast hjá sr. Magnúsi Magnússyni í Hvammstangakirkju þann 20. maí. Foreldrar Ásdísar Aþenu eru þau Magnús Eðvaldsson og Ellen Mörk Björnsdóttir. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Aðallega vegna þess að ég trúi á guð en kannski líka smá vegna veislunnar. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Nei, ekkert rosalega mikið en ég trúi á guð. Hvernig hefur fermingarundir- búningnum verið háttað? -Það voru fermingarfræðslutímar á hverjum mánudegi í einhvern tíma. Við þurfum líka að mæta í tíu messur. Síðan gistum við í kirkjunni og fórum í ferðir og í febrúar tókum við próf og skiluðum ritgerð. Hvar verður veislan haldin? -Í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, við ætlum að hafa súpur og einhverja smárétti og svo verða kökur og sætindi á eftir. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, ég keypti mér bleikan kjól fyrir stuttu. Hver er óska fermingargjöfin? -Nýr sími held ég. Ásta „sveitó“ svarar fermingarspurningum Var ákveðin í að fermast Feykir sendi nokkrar spurningar á Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar, í tilefni af því að 40 ár eru liðin síðan hún gekk upp að altarinu í Sauðárkrókskirkju, ásamt fermingarsystkinum sínum, og staðfesti trú sína. Nokkrir vatnsdropar hafa fallið til jarðar síðan þá og ýmislegt breyst og sjálf á hún þrjú börn sem öll eru fermd. Hún segir sama hátíðleikann hafa verið hjá þeim líkt og í hennar fermingu og ómissandi að fólk komi saman til að samgleðjast. Hvenær og hvar fermdist þú? -Ég fermdist í Sauðárkrókskirkju á pálmasunnudag árið 1978. Hvað var hópurinn stór? -Við vorum ekki mjög mörg í heildina rétt um 30 minnir mig. Hver var presturinn? -Séra Sigfús Árnason. Kom aldrei neitt annað til greina en að láta fermast? Nei, það kom aldrei neitt annað til greina, ég hlakkaði mikið til. Hvað er eftirminnilegast frá undirbúningnum eða ferm- ingarathöfninni sjálfri? -Það er margt eftirminnilegt, sérstaklega það sem maður var ekki vanur að fá. Ég fékk t.d. sérsaumaðan skokk sem Helga Haraldsdóttir saumaði, fór í hárgreiðslu til Maríu Guðmundsdóttur og myndatöku til Stefáns Pedersen. Maður var svolítið stressaður við athöfnina og ég man að ég gleymdi að skilja sálmabókina eftir í sætinu eins og átti að gera þegar við krupum við altarið og það varð svolítið fát úr því. Hvar var veislan haldin? -Hún var haldin heima á Hólavegi 19. Hvað var boðið upp á? -Það var kökuveisla. Var eitthvert þema? -Nei ekkert svoleiðis. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Það er nú heilmargt, til dæmis allir sem komu til að samgleðjast mér, mér fannst það mjög gaman. Allar gjafirnar sem ég fékk og hvað allt var rausnarlegt í mat og drykk. Einhver eftirminnileg ferming- argjöf? -Já, ég fékk skatthol frá mömmu og pabba, það er ennþá til og býr hjá elstu dóttur minni. Einnig fékk ég mjög flott úr frá ömmu og afa á Svaðastöðum. Áttu eitthvað af því sem þú fékkst í fermingargjöf ennþá? -Já, skattholið er ennþá til en reyndar ekki lengur í minni eigu. Nú hefur þú sjálf staðið í fermingu með þín börn. Hver er helsti munurinn á þeim athöfn- um og þinni? -Það eru breyttir tímar, miklu meiri fjölbreytileiki í öllu. En upplifunin var sú sama, hátíðleiki og gleði, dásamlega skemmtilegir dagar. Hvað er ómissandi í öllum ferm- ingarveislum? -Fólkið sem kemur til að samgleðjast. Eitthvað sem þú villt koma á framfæri? -Ég óska öllum sem kjósa að láta ferma sig í ár hjartanlega til hamingju og velfarnaðar. Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. MYND: PÉTUR INGI VIÐTAL Páll Friðriksson Ásta ásamt foreldrum sínum og bræðrum, Pálma Friðrikssyni og Svölu Jónsdóttur, Friðriki og Ásmundi fyrir aftan og á Örvari heldur hún. MYND ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.