Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 15

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 15
11/2018 15 daglegs lífs út frá formerkjum trúarinnar. Einn leikur sem við förum t.d. gjarnan í undir lok tímans heitir Heiti stóllinn. Hann er vinsæll því þá er einn stóll auður og þau þurfa að setjast í hann ef þau vilja tjá sig. Svo kem ég með spurningar um lífið og tilveruna. Síðasti kafli var um kærasta og kærustur og fjallaði t.d. um það hvort það sé í lagi að segja kærastanum/kærustunni upp í SMS eða tölvupósti og þau máttu tjá sig ef þau settust í stólinn og hin gátu gert athugasemdir ef þau voru ekki á sama máli. Þau eru virk og sumir vilja fara oft í stólinn. Við höfum líka verið með speglaða kennslu þannig að þau hlusta á fyrirlestur á netinu heima og gera svo verkefni í fræðslu- stundinni.“ En athöfnin sjálf, er hún ekki bara hefðbundin? „Jú, hún er mjög hefðbundin eins og hefur verið í gegnum árin. Það sem hefur helst breyst er að nú er oft verið að ferma eitt eða tvö börn í einu svo þetta verður eins og fjölskylduat- höfn. Áður kom fólk úr svei- tinni til að vera við fermingj- una en það er mikið til hætt, því miður, einstaka fólk lætur sig, sem betur fer, hafa það að koma. Það er það sem hefur breyst og fermingarbarnið er meira í miðpunkti frekar heldur en hópurinn.“ En telur þú að trúin og ferm- ingin séu mikilvægur þáttur hjá börnum í dag? „Já, ég er alveg sannfærður um það. Það eru undantekningar en yfirleitt eru börnin mjög jákvæð gagnvart kristinni trú. Við látum þau skrifa ritgerð um samband sitt við Jesú og trúna og þar eru þau að minnsta kosti að tjá sig með mjög jákvæðum hætti gagnvart trúnni. Ég legg líka áherslu á það í fermingar- fræðslunni að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga heilbrigða trú. Ég líki stundum fermingarfræðslunni við það að fara í langa fjallgöngu um hálendið, þar sem við þurfum að bera allar okkar nauðsynjar á bakinu. Þá getur verið lífsnauðsynlegt að hafa réttan útbúnað og farangur, en freistast ekki til að fylla bak- pokann af einhverjum óþarfa. Fermingarfræðslan er það sem getur hjálpað okkur í gegnum gönguferð lífsins, þar mundi ég setja bænina, trúna og kær- leikann, gullnu regluna, og fleira í þeim dúr. Þetta eru bara svo nauðsynlegir hlutir fyrir framtíðina til að eiga heilbrigt og gott líf. En börnin eru jákvæð gagnvart trúnni. Ég held að þessi kjarni kristninnar lifi oft lengur í sveitunum en annars staðar. Menn eru í nánari tengslum við höfuð- skepnurnar, líf og dauða og tilgang lífsins, og skilningur á því hvernig trúin styður við lífið er þar virkari.“ Finnst þér vera mikill munur á fermingunni núna og þegar þú fermdist? „Í kjarna sínum er hún óbreytt, en framkvæmdin er önnur. Það koma miklu fleiri núna að undirbúningnum með prest- unum en áður var. Í stórum sóknum er starfslið fermingar- fræðara, og almennt er miklu meira reynt að ná persónu- legum tengslum við fermingar- börnin. Um tíma var mikið lagt upp úr því að prófa börnin í lok fræðslunnar, og ég gerði það fyrstu árin, en núna tek ég börnin í einstaklingsviðtöl þar sem ég ræði við eitt og eitt barn um trúna og lífið og trúna, á þessum nótum sem ég nefndi Iðunn Eik Sverrisdóttir Fermist í kirkjunni heima Iðunn Eik Sverrisdóttir býr á Auðkúlu III í Húnavatnshreppi. Foreldrar hennar eru Sverrir Þór Sverrisson og Margrét Anna Jóhannsdóttir. Iðunn Eik verður fermd í Auðkúlukirkju af sr. Sveinbirni R. Einarssyni á skírdag, þann 29. mars. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta skírnina og því að flestir aðrir gera það. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Nei, ekki fyrr en við byrjuðum í ferm- ingarfræðslunni. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Það er búið að ákveða litaþema, panta veislusal og kaupa fermingarföt. Hvar verður veislan haldin? -Veislan verður haldin í Dalsmynni í Svínadal. Er búið að ákveða hvað verður á mat- seðlinum? -Já, pottréttur og kjúklingur ásamt meðlæti. Í eftirrétt verða kökur og kaffi. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, jakki, skyrta og buxur. Hver er óska fermingargjöfin? -Tölva. Fermingin mín Einar Pétursson Langar helst í úr í fermingargjöf Einar Pétursson býr í Brekkukoti í Húnavatnshreppi. Hann fermist í Þingeyrakirkju hjá sr. Sveinbirni R. Einarssyni þann 31. mars. Foreldrar hans eru Pétur Snær Sæmundsson og Magdalena M. Einarsdóttir. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta skírn mína og til að staðfesta trú mína á Guð. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Nei, ekki mikið en það hefur þó aukist með fermingarfræðslunni. Hvernig hefur fermingarundirbún- ingnum verið háttað? -Ég er búinn að vera í fermingarfræðslu einu sinni í viku en þá kemur sr. Sveinbjörn R. Einarsson í skólann minn og kennir mér. Það er einnig búið að senda út boðskortin, velja fermingarkerti og kaupa eitthvað inn fyrir veisluna. Hvar verður veislan haldin? -Veislan verður haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, lambalæri, bayonneskinka og meðlæti. Í eftirmat verða tertur og kaffi. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, jakkafatabuxur, vesti, skyrta og bindi. Hver er óska fermingargjöfin? -Engin sérstök en ég get þó nefnt úr. hér áðan. Og geng um leið úr skugga um hvað þau kunna í utanbókarlærdómi. Svo eru fermingarbörnin orðin miklu virkari þátttak- endur í kirkjustarfinu heldur en var. Þegar ég var að fara með börnin í fermingarbarna- ferðalag fyrstu árin, þá vorum við eina nótt á Löngumýri, og það var yfirleitt í fyrsta sinn sem börnin voru yfir nótt að heiman. Það gat verið erfitt fyrir einstaka börn. Þetta er gjörbreytt og lítið mál að gista fimm nætur í Vatnaskógi, því þau eru búin að fara í íþrótta- ferðalög og í skólabúðir á Reykjum og fleira þess háttar. Þau eru líka orðin þjálfuð í að koma fram á skólaskemmtun- um og víðar, þannig að það er hægt að virkja þau mikið meira en áður til þátttöku í messun- um, aðventuhátíðum og jafnvel í fermingunni sjálfri. Þannig eru þau orðin lærisveinar, sem bera út fagnaðarerindið á sinn hátt. Það er mjög jákvætt,“ segir Guðni Þór að lokum. Melstaðarkirkja í Miðfirði. MYND AF NETINU

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.