Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 26

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 26
26 11/2018 Pönnufiskur og pæ á eftir Það eru þau Sigurveig Sigurðardóttir og Sigmar Guðni Valberg á Stóru-Giljá í Húnavatnshreppi sem gefa okkur uppskriftir að þessu sinni. Sigurveig starfar sem íþróttakennari í Húnavalla- skóla og Sigmar er rafvirki hjá Tengli en auk þess reka þau ferðaþjónustu á Stóru-Giljá. Saman eiga þau þrjú börn sem öll sækja nám við leikskólann Vallaból. „Fyrir valinu varð pönnufiskur og eplapæ, hvoru tveggja auðveldir en verulega bragðgóðir réttir,“ segja þau. AÐALRÉTTUR Pönnufiskur (handa fjórum) ½ blaðlaukur 1 paprika 1½ msk matarolía 1 dl vatn 1 dl matreiðslurjómi 100 g rjómaostur 1½ kubbur nautakjötskraftur 1 tsk salt 1 tsk karrí ½ tsk pipar ½ tsk paprikuduft 800 g ýsuflök Aðferð: Blaðlaukur og paprika skorin í bita og steikt í olíu á pönnu. Hellið vatninu og rjóm- anum á pönnuna og leysið rjómaostinn upp í vökvanum. Bætið nautakjötskraftinum út í og hrærið öllu saman. Blandið saltinu, karríinu, piparnum og paprikuduftinu saman í skál. UMSJÓN frida@feykir.is Hreinsið fiskinn, skerið niður í sneiðar og setjið á pönnuna ofan í sósuna og dreifið krydd- blöndunni yfir. Setjið lok á pönnuna og látið suðuna koma upp og leyfið pönnunni að standa á heitri hellunni stutta stund eða þar til ýsan er soðin. Borið fram á pönnunni með soðnum hrísgrjónum, kartöflum og snittubrauði. EFTIRRÉTTUR Eplapæ 4 epli 200 g smjör 200 g sykur 200 g hveiti suðusúkkulaði Aðferð: Mót smurt með smjöri. Epli skorin niður í smáa bita. Smjör, sykur og hveiti hnoðað og sett yfir eplin. Toppað með kanil- sykri og smátt skornu suðu- súkkulaði. Bakað á blæstri á 180°C í 45 mínútur. Borið fram með ís. Verði ykkur að góðu. - - - - - Við skorum á Árnýju Björk Brynjólfsdóttir og Agnar Loga Eiríksson. „Já ég myndi vilja láta ferma mig. Finnst gott að trúa á guð og þann kærleika sem hann boðar. Mér hefur alltaf liðið vel í kirkju, alltaf fundið ró og frið þegar ég sæki kirkju.“ Ingibjörg Gunnarsdóttir „Jamm, fyrir aurinn. Það yrði af óbreyttri ástæðu frá því ég blánkur lét ferma mig síðast.“ Hallmundur Guðmundsson „Já, ég myndi velja að fermast. Á unglingsárunum hugsaði ég reyndar ekki mikið um trúmál, en fannst sú tilhugsun notaleg að eiga kannski eitthvert almætti að „ef á þyrfti að halda“, án þess að ég hefði skýra mynd af hvernig það virkaði. Nú er ég harðfullorðin og „hef marga fjöruna sopið“´á lífsleiðinni. Í gegn um það allt hef ég kynnst mætti bænarinnar og fundið öryggi og styrk í trúnni. Nú veit ég að „hún virkar“.“ Ingunn Ásdís Sigurðardóttir „Nei, ég myndi ekki fermast, einfaldlega vegna þess að ég trúi ekki á guð, Jesúm eða Biblíuna. Hins vegar getur maður alveg átt sér einhverja trú í hjarta sínu sem tengist guði ekki neitt.“ Vignir Kjartansson Feykir spyr... Ef þú þyrftir að velja í dag, myndir þú láta ferma þig og af hverju? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is Sigurveig og Sigmar í dulargervi. MYND: ÚR EINKASAFNI MATGÆÐINGAR VIKUNNAR Sigurveig og Sigmar á Stóru-Giljá SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Færi Tilvitnun vikunnar „Það er lögmál kærleikans sem stjórnar mannkyninu. Hefði ofbeldið, hatrið, stjórnað okkur hefðum við dáið út fyrir löngu. Harmleikurinn er þó að svokallað siðmenntað fólk og þjóðir hegða sér eins og grundvöllur þjóðfélagsins væri ofbeldi.“ – Mahatma Gandhi Sudoku Ótrúlegt – en kannski satt.. Orðið ferming hjá íslensku þjóðkirkjunni merkir að staðfesta. Fermingarbarnið segir á fermingardeginum að það vilji hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins allt til enda veraldar. Ótrúlegt, og alveg satt, þá eru krakkar sem ekki hafa verið skírðir þegar fermingarfræðslan hefst, oftast skírðir á undirbúningstímanum eða á fermingardeginum sjálfum. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ekki er af mér að missa sælt. Margan golþorsk hef ég tælt. Héðan að bráð í metrum mælt. Mjög á sléttum svellum hælt. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.