Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 21

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 21
11/2018 21 Magnús Elí Jónsson Tvær súpur og marengsterta frá ömmu Láru á fermingarborðinu Magnús Elí Jónsson verður fermdur í Sauðárkrókskirkju á pálmasunnudag, 25. mars, af sr. Hjálmari Jónssyni. Magnús Elí á heima á Sauðárkróki og foreldrar hans eru Helena Magnúsdóttir og Jón Hörður Elíasson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Ég valdi það að fermast af því að mig langar að staðfesta trú mína, pínu líka að fá gjafir, borða góðan mat og hitta ættingja mína. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Ekki rosalega mikið en eitthvað. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Fermingarfræðslu sem inniheldur mikið af spjalli og messum. Hvar verður veislan haldin? -Í Frímúrarasalnum, Sauðárkróki. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já heldur betur. Gúllassúpa og kjúklingasúpa. Eftir matinn verður boðið upp á marengstertu frá ömmu Láru, súkkulaðitertu og ís með fullt af nammi. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, það verða blá jakkaföt, hvít skyrta, bindi og svartir leðurskór. Hver er óska fermingargjöfin? -Ég veit það ekki! Kannski nýr sími, ferð til útlanda og pínu peningur. Fermingin mín Katrín Ösp Bergsdóttir Fer í nokkrar messur á ári og syngur stundum í kórnum Katrín Ösp Bergsdóttir á heima á Narfastöðum í Skagafirði. Hún verður fermd á pálmasunnudag, 25. mars, í Hofsstaðakirkju hjá sr. Döllu Þórðardóttur. Foreldrar hennar eru Bergur Gunnarsson og Rósa María Vésteinsdóttir. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta skírn mína. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já, ég hef svolítið gert það. Ég fer í messur nokkrum sinnum á ári og syng stundum í kórnum. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Ég mæti í fermingarfræðslu í skólanum og hef einnig farið í nokkrar messur hér og þar í Skagafirði. Hvar verður veislan haldin? -Hún verður haldin í Höfðaborg á Hofsósi. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, við erum næstum búin að ákveða allt. Það verða nokkrir forréttir og súpa svo 2-3 aðalréttir og kökur og kaffi á eftir. En annars kemur þetta allt í ljós. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, ég keypti kjól og jakka í Cosmo í Kringlunni til að vera í í veislunni en svo langar mig að vera í upphlut í kirkjunni. Hver er óska fermingargjöfin? -Mig langar í hnakk í fermingargjöf. Hluti hráefnisins kominn ofan á botninn en bæði ostiog hvítlauksolíu á eftir að bæta við sem er alveg ómissandi. uðu rótargrænmeti og blá- mygluosti. Það er víst svo með matargerð að það er um að gera að leyfa hugmynda- fluginu að njóta sín. Hráefnalisti: 800 g hveiti 500 ml vatn 25 g ferskt ger 2 msk sykur 1 msk salt 4 msk jómfrúarolía Fyrir fyllinguna: 1 krukka gott pestó 10 skinkusneiðar 3 tómatar 200 g hvítmygluostur 200 g rjómaostur 200 g cheddar-ostur 4 msk hvítlauksolía salt og pipar Aðferð: Byrjið á að vekja gerið í ylvolgu vatninu og bætið sykrinum við. Látið standa í 15 mínútur. Blandið hveitinu, saltinu og jómfrúarolíunni saman. Því næst bætið þið gervatninu við og hnoðið í 15 mínútur. Þá er deigið látið hefast í tvær klukkustundir. Færið deigið á hveitistráða borðplötu þegar það hefur þrefaldast að stærð. Smyrjið pestóinu á botninn. Raðið afganginum af hrá- efninu ofan á en geymið svolítið af cheddar-ostinum. Reynið að hafa ostinn innst í brauðinu þar sem hann á eftir að bráðna og getur bleytt deigið. Aldrei vitlaust að setja hvítlauksolíu! Vefjið deiginu saman og látið þyngdina á fyllingunni hvíla á saumunum. Gætið þess að brauðið sé vel innsiglað! Penslið með eggjablöndu. Raspið cheddar-ost yfir. Bakið við 180 gráður í forhituðum ofni í þrjú kortér. Takið brauðið úr ofninum og látið hvíla í 20 mínútur áður en það er skorið, þá nær innihaldið að setjast. Núna er kominn tími til að njóta! Allt tilbúið og tími kominn til að njóta Við sjáum um veisluna FALLEGAR OG GÓMSÆTAR FERMINGARTERTUR Á FRÁBÆRU VERÐI! 30 manns BÓKARTERTA kr. 18.300 18 hringir f. 45-50 manns KRANSAKAKA (ófyllt) kr. 21.500 30 manns SÚKKULAÐIKAKA kr. 18.300 20 manns MARENGSTERTA kr. 12.200 Gerum hvað sem ykkur dettur í hug! T.d. sykurmassa Ýmislegt fleira gott og girnilegt í fermingarveisluna Hafðu samband í s: 455 5000, bakaripanta@gmail.com - Sauðárkróksbakarí, Aðalgötu 5, SKR. Allt eftir þínum óskum: Heitir réttir, snittur, smáréttir, brauð og pestó, tertur af öllu tagi, risa kleinuhringir o.fl. FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Uppskriftina er einnig hægt að nálgast á slóðinni: http://www.laeknirinnieldhusinu.com/2014/03/ljuffengt-fyllt- veislubrau-og-skiafri.html

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.