Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 20

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 20
20 11/2018 heldur áfram er hann er spurður að því hvort hann hafi einhvern tíma til að sinna læknastörfum. „Ég er læknir í fullu starfi, tek vaktir og rek sjálfstæða göngudeild. Þannig að ég gef ekkert eftir í þeim geiranum.“ Borðar ekki skordýr Ýmislegt hlýtur matreiðslu- maðurinn að hafa prófað í gegnum tíðin svo forvitnilegt væri að vita hvað það skrítnasta væri sem hann hefur eldað eða borðað? „Það þykir nú kannski ekki merkilegt hjá fólki úti á landi, sem kann að elda frá grunni, en þegar ég gerði grísasultu frá grunni ráku margir upp stór augu. Ég hef líka gaman af því að kaupa heila skrokka og verka þá sjálfur. Ég hef auðvitað étið froska, snigla, kengúru, birni og svoleiðis – allt ljúffengt hvert á sinn hátt,“ segir Ragnar Freyr. En hvaða mat skyldi gæða- kokkur alls ekki getað hugsað sér að elda eða borða. „Skordýr. Sumir segja að þau séu ríkur próteingjafi og mein- holl. Ég ætla bara að trúa því fólki.“ Þótti óvenjulegt að fermast ekki Ragnar Freyr segist hafa verið öðruvísi unglingur á sínum tíma og fermdist ekki, sem var mjög óvenjulegt í þá daga. Hann gekk hins vegar til ferm- ingarfræðslu allan veturinn og sótti messur. „Ég kynnti mér líka borgaralegu ferminguna, þá var hún að stíga sín fyrstu skref. Ég ákvað samt að standa fyrir utan þetta allt saman og fermast hvorki í kirkju eða borgaralega. Og ég sé ekki eftir því.“ Hann fékk þrátt fyrir fermingarleysið tvær gjafir, PC tölvu sem foreldrar hans gáfu honum og skrifstofustól frá afa hans og ömmu og var hæst ánægður með báðar gjafirnar. Þegar Ragnar Freyr er spurður hvaða ráð, tengd elda- mennsku eða mat, hann geti gefið þeim sem ætla að halda stórar fermingar- veislur, Læknirinn í eldhúsinu Ráðleggur fólki að reyna að gera eins mikið sjálft og það getur Ragnar Freyr er giftur Snædísi Evu Sigurðardóttur, sálfræðingi hjá Heilsuborg, og saman eiga þau þrjú börn; Valdísi Eik, 17 ára, Vilhjálm Bjarka 12 ára og svo örverpið Ragnhildi Láru. Hann segir að Læknirinn í eldhúsinu hafi orðið til fyrir nokkrum árum síðan að áeggjan kollega hans sem fannst bloggið hans þurfa að marka sér bæði stefnu og einhverja sérstöðu. Þá hafði Ragnar Freyr haldið úti bloggi í sex ár sem hafði náð mikilli útbreiðslu og hafði fengið umtalsverða umfjöllun. „Fljótlega eftir að ég fór að kalla mig Lækninn í eldhús- inu bauðst mér að skrifa matreiðslubók og síðan hefur eitt leitt af öðru. Bækurnar eru orðnar fjórar, ég hef gert 24 sjónvarpsþætti og tekið þátt í nokkrum öðrum. Ég held ennþá úti bloggi og hef skrifað einar 700 færslur um mat og drykk auk þess að hafa kröftuga nærveru á samfélagsmiðlum – einna helst Facebook þar sem hægt er að fylgjast með mér – The Doctor in the Kitchen.“ Áhugi Ragnars Freys á matargerð er honum í blóð borinn en foreldrar hans, Ingvar Sigurgeirsson, pró- fessor í kennslufræðum, og Lilja María Jónsdóttir, lektor í kennslufræðum, eru rómaðir nautnaseggir og hafa alla tíð haft mikinn áhuga á matargerð. Hann segist ein- faldlega hafa smitast af þeirra áhuga og hefur lagt rækt við hann alla tíð síðan. Þar sem þetta eru þó nokkur umsvif hjá Ragnari Frey, að halda úti vefsíðu, gefa út matreiðslubækur og framleiða sjónvarpsþætti, er ekki úr vegi að spyrja hvað sé skemmti- legast. „Öll þessi verkefni eru skemmtileg og gefandi. Kost- urinn við þau er að þau eru öll ólík. Það er stórgaman og krefjandi að vera læknir og því myndi ég aldrei vilja hætta. Að sama skapi er skemmtilegt að eiga áhugamál sem gefur mér jafn mikla ánægju og raun ber vitni. Og það er gaman að deila ástríðu sinni með öðru fólki. Það gefur m i k i ð ! “ s e g i r hann o g VIÐTAL Páll Friðriksson Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, er löngu orðinn landsþekktur fyrir skemmtileg innlegg í matarmenningu Íslendinga með bloggi, sjónvarps- þáttagerð og bókaútgáfu. Margt forvitnilegt hefur frá honum komið sem gaman er að skoða og hægt að nýta sér í veislum líkt og þeim sem fram undan eru hjá mörgum. Ragnar Freyr starfar sem umsjónarlæknir á bráðalyf- lækningadeildinni á Landspítalanum í Fossvogi en rekur jafnframt eigin göngudeild í Klíníkinni í Ármúla þar sem hann sinnir fólki með bólgusjúkdóma. Feykir hafði samband við lækninn til að forvitnast um hann og ástríðu hans á matargerð. ráðleggur hann fólki að reyna að gera eins mikið sjálft og þar geti. „Allir gestir kunna að meta þegar fólk leggur sig fram sjálft og með góðri skipu- lagningu og aðstoð frá ættingjum eru flestir færir í flestan sjó. Það er líka miklu ódýrara að gera hlutina frá grunni sjálfur. Og að mínu mati miklu betra.“ Ragnar Freyr tekur því ljúflega að leyfa lesendum Feykis að njóta einnar frá- bærrar uppskriftar sem er í senn einföld, heldur fljótleg, algerlega ljúffeng og tryggð að vekja gleði meðal gesta, eins og hann kemst sjálfur að orði, enda svíkja fyllt veislubrauð engan. Ljúffengt fyllt veislubrauð Þetta er brauð sem ég bjó einhvern tíma til í frumbernsku bloggsins míns. Ég bakaði það fyrir einhverja fjölskyldu- veisluna. Því miður féll þetta brauð síðan í gleymsku í nokkur ár og það var ekki fyrr en ég fór að undirbúa bókina mína að það rifjaðist upp fyrir mér hversu ljúfur og gómsætur hleifur þetta var. Og þetta er svona á mörkum þess að vera heitur réttur eða rúllað veislubrauð – nema hvað það er bara aðeins betra. Fyllingin sem ég gef upp í uppskriftinni er auðvitað bara viðmið. Auðvitað mætti fylla brauðið með hverju sem er; spínati og rjómaosti eða mozzarella, kirsuberja- tómötum og basil eða jafnvel ofnbök- Ragnar Freyr ásamt konu sinni Snædísi Evu og börnum þeirra þremur í Austurríki í árlegri skíðaferð fjölskyldunnar. MYNDIR ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.