Feykir


Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 14.03.2018, Blaðsíða 9
11/2018 9 Framrúðuviðgerðir / framrúðuskipti Tjónaviðgerðir/ smurstöð G. Ingimarsson ehf. Sauðármýri 1 550 Sauðárkróki S: 899 0902 / 864 0992 Baldur Ingi Haraldsson frá Brautarholti í Skagafirði fékk áskorun frá Bryndísi Rut, systur sinni, um að svara spurningum í Liðið mitt hér á Feyki. Baldur, sem býr á Sauðárkróki, er búfræðingur að mennt og vinnur á loðdýrabúinu á Syðra- Skörðugili. Eins undarlegt og það hljómar þá er Fulham uppáhalds liðið hans í enska boltanum. Og af því að þessi þáttur birtist í fermingarblaði Feykis, var nokkrum vel völdum fermingarspurningum laumað með. Uppáhaldsliðið mitt í enska boltanum er Fulham. Ég hef verið í kringum 9-10 ára aldurinn og var ekki viss um hvaða lið væri mitt uppáhalds lið. Ég var síðan að horfa á leik Fulham – Manchester United árið 2003 í samantektarþætti á vegum RUV í þá tíð og varð svo heillaður af spilamennsku Fulham sem vann þennan leik. Ég mundi eftir marki frá Louis Saha í þeim leik og búningum Fulham, sem voru merktir Pizza Hut, eftir það ákvað ég að halda með þeim. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Þeir eru þessa stundina að spila í næst efstu deild Englands og ég spái þeim farmiða upp í deild þeirra bestu eftir nokkurra ára fjarveru. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum þínum? -Það sem er eftirminnilegast er að ég fermdist ári á undan jafnöldrum mínum þar sem ég fermdist með bróður mínum. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? -Mjög svo, erum í 4. sæti, einungis átta stigum frá toppsætinu. Erum komnir með aðra löppina í umspili B-deild- arinnar og miðað við hvernig liðið hefur spilað undanfarið þá erum við að fara upp. Það er spurning hvort við náum samt að tryggja okkur öruggt sæti upp áður en deildin er búin og sleppa umspilinu. Það eru einungis tíu leikir eftir og tölfræðin er góð, höfum ekki tapað 14 leiki í röð og Craven Cottage er svakaleg gryfja þessa stundina þar sem við höfum unnið níu leiki í röð á heimavelli. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Það gerist mjög reglulega og þar sem maður er aðeins öðruvísi en flestir með lið þá á maður það til að vera auðvelt skotmark. Fæ reglulega spurninguna: Af hverju heldurðu með Fulham? Það er erfitt að útskýra það, þar sem ég ákvað það bara sem krakki og hef haldið mig við það. Hefur þú sótt kirkju eftir að þú fermdist? -Ég geri það þegar þess er þörf, sótti aðeins messur Baldur Ingi Haraldsson / Fulham Myndi fermast enda kominn af trúaðri fjölskyldu ( LIÐIÐ MITT ) palli@nyprent.is Baldur í bestu stuðningsmannatreyjunni. MYND AÐSEND fyrstu árin eftir fermingu en núna fer ég bara í kirkju vegna viðburða. Hver er uppáhaldsleikmaður- inn fyrr og síðar? -Uppáhalds- leikmaður minn allra tíma er Diego Costa. Ég elska hann sem leikmann og það er mikil synd að sá leikmaður sé farin úr ensku úrvalsdeildinni. Hins vegar eru margir leikmenn sem eru í miklu uppáhaldi sem hafa verið hjá Fulham síðustu 15 ár en Diego Costa er bara svo mikill kóngur. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? - Ekki ennþá, stefni á að fara á leik hjá þeim á næsta tímabili ef þeir fara upp. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Ég á trefil og tvær treyjur, önnur merkt Bobby Zamora og hin Dimitar Berbatov. Ef þú stæðir frammi fyrir því í dag að þurfa að taka ákvörðun um að fermast eða ekki, hvað myndir þú gera? -Já, ég myndi fermast, ég kem af trúaðri fjölskyldu. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Ég tók þá ákvörðun með dóttur mína að ég ætla ekki að leggja á hana að halda með Fulham. Hún er mjög hrifin af bláum lit og ég leyfði henni að velja treyju fyrir stuttu og hún valdi Chelsea búning og ég styð það vel og vona að hún haldi sig við það lið í framtíðinni. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Þegar ég var ungur krakki var verið að reyna að ala mig upp í Manchester United treyju annars vegar og Liverpool treyju hins vegar af bræðrum mínum en ég tók sjálfstæða ákvörðun um það að velja mitt lið og það varð Fulham á endanum. Uppáhalds málsháttur? -Flest er hey í harðindum. Ef þú mættir velja þér fermingargjöf í dag hver yrði hún? -Þar sem ég væri einungis 14 ára og ætti því ekki hlutina sem ég á í dag myndi ég vilja playstation 4 eða fartölvu. Einhver góð saga úr boltanum? -Pabbi rifjar það reglulega upp við fjölskylduna þegar hann mætti á leik sem ég var að spila sem krakki. Ég tók aukaspyrnu rétt framan við miðju, samkvæmt föður mínum sleikti boltinn slána og inn og upp hófust mikil hróp og köll. Þjálfarinn trylltist á hliðarlínunni og fór að knúsa fólkið í kringum sig. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Þeir eru margir og flestir óviðeigandi til lestrar. Hef einu sinni lent í hrekk í útvarpi þar sem Svali og félagar ákváðu að gera símahrekk og þykjast vera faðir stelpu sem ég var að hitta, það var óþægilegt símtal. Spurning frá Bryndísi Rut: -Af hverju hættirðu með Fantasy- baddan á snappinu? -Það er einfalt svar, frægðin var of mikil og ég höndlaði það ekki. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Óðals- bóndann, Aron Pétursson. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Hverjir heldurðu að vinni Meistaradeild Evrópu?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.