Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 13
þóra björk hjartardóttir
Bein ræða og málvíxl hjá tvítyngdum Dönum
1. Inngangur
Tvítyngi vísar til þeirrar færni einstaklinga að hafa á valdi sínu fleiri en
eitt tungumál, tala tvær tungur, og geta notað hvort málið fyrir sig á virk-
an hátt í hinu daglega lífi.1 Annað málið er þá gjarnan notað við tilteknar
aðstæður og hitt við aðrar. Oft er ekki fullt jafnvægi þar á milli því algengt
er að annað málið sé er ríkjandi en hitt málið notað sjaldnar. Enn fremur
eru tvítyngdir einstaklingar heldur ekki endilega jafnvígir á bæði málin á
öllum sviðum tungumálsins (sjá t.d. Romaine 1995:11–19, Elínu Þöll
Þórðardóttur 2007:102–104, Birnu Arnbjörnsdóttur 2008:17). Málnotk -
un tvítyngdra er einnig ekki alltaf svo klippt og skorin að eitt mál sé notað
við einar aðstæður og annað við aðrar heldur geta bæði málin verið undir
í einu ef svo má segja, þ.e. mælandi breytir um mál í einu og sama sam-
talinu þegar rætt er við fólk sem hefur sama bakgrunn (sams konar tví-
tyngi) eða skilur bæði málin (sjá t.d. Li Wei 2000:13, Elínu Þöll Þórðar -
dóttur 2007:113) Gjarnan er þessu þannig háttað að farið er á milli mála
eftir umræðuefni, tiltekið umræðuefni kallar á annað málið og annað efni
á hitt. En málvíxl, eins og slíkt mállegt atferli kallast, geta verið mun fjöl-
breyttari því ekki er ótítt að mælandi skipti um tungumál í miðjum klíð -
um. Einföldustu víxlin eru þegar gripið er til orðs eða orðasambands úr
hinu málinu en oft eru þau víðtækari og hafa þá þann orðræðulega tilgang
að ná fram tilteknum áhrifum umfram orðanna hljóðan. Eitt slíkt er að
víxla málum við beina ræðu í frásögnum, þ.e. þegar greint er frá fyrri
atburðum og vitnað til orða sem höfð eru eftir öðrum, eða þeim sem
mælir sjálfum, og féllu við það tækifæri (sbr. Gumperz 1982:75–84, Li
Wei 2013:367).
Í þessari grein verður sjónum beint að notkun beinnar ræðu hjá tví-
tyngdum Dönum á Íslandi þegar þeir greina frá eftirminnilegum atvikum
í samskiptum sínum við aðra. Í því sambandi er leitast er við að svara
eftirfarandi spurningum:
Íslenskt mál 39 (2017), 13–35. © 2017 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
1 Ritstjóra og nafnlausum rýnum eru þakkaðar gagnlegar athugasemdir við fyrstu
gerð þessarar greinar.