Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Qupperneq 45
dvalar breytinguna. Í öðru riti Finns má sjá að hann taldi breytingu é > jé
hafa verið um garð gengna á tímabilinu 1300–1550 (1918:11).
2.6 Jóhannes L.L. Jóhannsson
Jóhannes L.L. Jóhannsson taldi að é hefði breyst í tvíhljóð á 13. og 14. öld.
Enn fremur gerði hann ráð fyrir að í orðum, þar sem forníslenskt e hafði
breyst í je í nútímamáli, hefði e fyrst lengst og fallið saman við é sem síðar
tví hljóðaðist (1924:11–13). Jóhannes lýsti breytingunni þannig að fyrri og
síðari hluti langa einhljóðsins hefðu frálíkst hvor öðrum, þ.e. é [eː] > ie [iɛ]
(fyrri hlutinn orðið nálægari og sá síðari fjarlægari) og líkir henni við tví -
hljóð un á: „Hér er einungis sá munurinn, að í langhljóðinu á hefir síðari
helm ing urinn með hljóðfirringu orðið stutt ú“ (1924:11). Með öðrum orð -
um hafði langa sérhljóðið é [eː], að mati Jóhannesar, breyst í runu tveggja
stuttra sérhljóða með hljóðdvöl langs sérhljóðs samanlagt (1924:12). Hann
taldi að þetta tvíhljóð hefði haldist óbreytt fram á 17. öld þegar fyrri liður
þess breyttist í önghljóð (1924:18), en um þetta atriði miðaði Jóhannes við
túlkun Björns Magnússonar Ólsens á athugasemdum Brynj ólfs Sveins -
sonar um ritun og framburð orða eins og fé, mér og sér (sjá kafla 2.3).
Tvíhljóðið ie í lýsingu Jóhannesar var ekki hliðstætt við sambönd hálf-
sérhljóðs og sérhljóðs í fornmáli þar sem sérhljóðið gat verið hvort sem er
stutt, til dæmis jaðarr, eða langt, til dæmis ljótir, og lengd sérhljóðsins,
óháð hálfsérhljóðinu, skipti máli fyrir þunga atkvæðisins (jaðarr með létt
áherslu atkvæði en ljótir þungt). Þvert á móti áleit Jóhannes, eins og fyrr
sagði, að áhersluatkvæði orða eins og lietu (< létu) hefði verið langt vegna
þess að i og e mynduðu saman langt tvíhljóð á sama hátt og liðir hnígandi
tví hljóða eins og á [au]. Með öðrum orðum var runan ie (< é) samkvæmt
Jóhannesi ekki hliðstæð við til dæmis ja (eða je í orðum eins og seljendr)
þótt síðari liður beggja væri stutt sérhljóð. Í tilviki ie (< é) hafði fyrri liður -
inn áhrif á þunga atkvæðisins, en ekki í tilviki ja (eða je í orðum eins og
seljendr).
2.7 Björn K. Þórólfsson
Björn K. Þórólfsson var ósammála Jóhannesi L.L. Jóhannssyni um eðli
útkomu tvíhljóðunar é. Björn (1925:xiv) táknaði hana ié og gerði, eins og
þeir Noreen (sbr. kafla 2.4) og Finnur Jónsson (sbr. kafla 2.5), ráð fyrir að
síðari liðurinn hefði verið langt sérhljóð. Björn skrifaði ritdóm um hljóð -
sögu rit Jóhannesar (1924) í Arkiv för Nordisk Filologi árið 1926, þar sem
Hljóðið é í yngri forníslensku 45