Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Qupperneq 40
er ekki loku fyrir það skotið að menn hafi gert ráð fyrir framburðar breyt -
ing um ef þeir sáu að tiltekin orð voru stafsett á annan hátt á síðari öldum
en gert hafði verið til forna.
Á síðari öldum var é almennt skrifað „ie“ (eða „je“), en í elstu handrit-
um var venjulega „e“ (sjaldnar „é“). Hins vegar er þess að gæta að rithátt-
urinn „ie“ var þegar um miðja 14. öld orðinn nokkuð algengur í skinnbók-
um (sjá nánar um útbreiðslu ritháttarins í kafla 2.7). En þar sem menn á
síðari öldum hafa (lengst af) tæplega gert sér skýra grein fyrir afstæðum
aldri skinnbóka er ekki augljóst hvernig menn á til dæmis 17. og 18. öld
hafa túlkað stafsetningu fornra handrita. Hugsanlegt er að þeir sem
þekktu gömul handrit, þar sem ávallt var ritað „e“ fyrir é, hafi álitið að inn-
skot „i“ á undan „e“ endurspeglaði nýjung í framburði, þ.e. e („e“) > je
(„ie“).4 En ef til vill er ekki síður líklegt að menn, sem handgengnir voru
gömlum handritum, hafi ályktað að „e“ og „ie“ hefðu bæði táknað je til
forna þar sem unnt var að finna dæmi um að sömu orð væru rituð ýmist
með „e“ eða „ie“ í gömlum skinnbókum. Dæmi eru um menn sem komust
að þessum ólíku niðurstöðum.
Brynjólfur Sveinsson (1605–75) Skálholtsbiskup ritaði árið 1651, í bréfi
til Ole Worms, athugasemdir um orð eins og fé, mér og sér (sjá Jakob Bene -
diktsson 1948:131, 134) þar sem kemur skýrt fram að hann áleit fram burð
þeirra hafa breyst frá því sem var í fornmáli vegna þess að ritun þeirra
hefði breyst. Á hans tíma voru þessi orð jafnan rituð „fie“, „mier“ og „sier“
(stundum „fje“ o.s.frv.) og borin fram fje, mjer og sjer. Brynjólfur áleit að
„i“ hefði verið skotið inn í orð af þessu tagi á síðari öldum þar sem í forn -
um handritum væru þau ávallt rituð með „e“ en ekki „ie“ (sjá nánar Aðal -
stein Hákonarson 2017:147).
Páll Vídalín (1667–1727) lögmaður var á öndverðum meiði við
Brynjólf. Í einni skýringu hans yfir fornyrði í Jónsbók, um orðið hérað,
segir hann að þrátt fyrir að fornmenn hafi ritað þetta og fleiri orð (hann
tekur dæmin gef, bréf, féránsdómur, Héðinn, félagi, Pétur, réttindi og séttar -
eiður) með „e“ hafi þeir eigi að síður borið þau fram með je (sjá Þórð Svein-
bjarn ar son 1854:245 og Aðalstein Hákonarson 2017:158–59). Ummæli
Páls sýna að hann áleit að bókstafurinn „e“ hefði staðið fyrir hvort tveggja,
e og je, í máli fornmanna. Þessi hugmynd um tvöfalt hljóð gildi bókstafs-
ins „e“ kemur einnig fram í skrifum fóstra Páls, Jóns Ólafs sonar úr
Grunna vík (sjá Aðalstein Hákonarson 2017:158).
Aðalsteinn Hákonarson40
4 Rétt er að gæta þess að á þessum tíma hafa menn ekki gert sér grein fyrir hljóðinu
é, heldur álitið að „e“ hefði almennt haft sama framburð og sérhljóðið e [ɛ(ː)] á þeirra tíma.