Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 47
fyrsta lagi andmælti Björn mjög eindregið kenningu Jóhannesar L.L. Jó -
hannssonar um að é hefði breyst í ie, runu tveggja stuttra sérhljóða sem
saman mynduðu langt hljóð, og lagði þess í stað áherslu á að síðari liður ié
hefði, einn og sér, verið langt hljóð, sbr. lengdarmerkið (Björn K. Þór -
ólfs son 1926:78, 1929a:238–40). Það bendir til þess að hann hafi álitið
ié sambærilegt við runur j og sérhljóðs almennt þar sem sérhljóðið gat
verið ýmist stutt eða langt, sbr. jata : játa. Í öðru lagi taldi Björn að öng -
hljóðun hefði orðið á sama tíma í annars vegar orðum eins og jata o.s.frv.
og hins vegar fyrri lið tvíhljóðsins ié (1925:xxv–vi, 1929a:240) og því eðli -
legt að gera ráð fyrir að hann hafi talið um sama hljóð að ræða í báðum til-
vikum.
Að vonum vaknar spurningin hvers vegna Björn táknaði tvíhljóðið
með ié fremur en jé því að almennt ritaði hann hálfsérhljóðið í orðum eins
og jata o.s.frv. með j. Sennilega er um ósamræmi að ræða. Í kaflanum um
é í inngangi að Um íslenskar orðmyndir (1925:xiii–xv) lætur Björn i tákna
hálf sérhljóð en j önghljóð. Þannig getur hann sýnt breytingu hálf sér -
hljóðs ins í önghljóð sem ié > jé. Síðar í innganginum er kafli um „hálf-
hljóðið j“ eða „samhljóðs-i“ (1925:xxv–vi) þar sem þetta hljóð er táknað j
til samræmis við þá venju að rita j í orðum eins og jata, jǫkull, ljótr og sjá
þegar um er að ræða fornmálið.
Ofangreind túlkun á hugmyndum Björns um þróun é blasir ekki við
þegar lesinn er kaflinn um é í Um íslenskar orðmyndir. Þar segir (Björn K.
Þórólfsson 1925:xiv):
é táknaði í fornmálinu langt lokað e-hljóð, en síðan á 13. öld hefur hljóð þetta
tekið ýmsum breytingum. Merkust er sú breytingin, sem er í því fólgin, að
hið langa sjerhljóð é breyttist í tvíhljóð ié, en það hefur í síðari alda máli orðið
je. […] Þróunin hefur verið: é > ié > ié > jé > je. Síðasta stigið, je, hefur ekki
komið til fyr en skifti um hljóðdvalarlögmál í tungu vorri.
Þarna útskýrir Björn ekki eðli tvíhljóðsins ié og ekki verður endilega ljóst
nema við vandlegan lestur rits hans að ié er, að hans mati, runa j og sér -
hljóðs sambærileg þeirri sem er í orðum eins og jata o.s.frv. Þó er lengdar -
merkið á síðari lið ié ákveðin vísbending. Í umræddum kafla er heldur
ekki útskýrt hvað fólst í breytingunni ié > jé. Um er að ræða önghljóðun
hálf sérhljóðsins sem fjallað er um í öðrum kafla síðar í riti Björns (1925:
xxv–vi).
Óheppilegt er að þessi umfjöllun Björns um þróun é skuli ekki vera
nákvæmari en raun ber vitni því að hún er til þess fallin að valda mis skiln -
ingi ef ekki er vel að gætt. Björn gerði ráð fyrir eftirfarandi breyt ing um:
Hljóðið é í yngri forníslensku 47