Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 94

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 94
(16)a. Teir hjálptu honum uppaftur á turt. ʻÞeir hjálpuðu honum aftur á þurrt (land).’ b. *Honum varð hjálpt uppaftur á turt. ʻHonum var hjálpað aftur á þurrt (land).’ c. Hann varð hjálptur uppaftur á turt. (Höskuldur Þráinsson o.fl. 2012:268) Ef skiptingin í bein og óbein andlög skiptir höfuðmáli fyrir það hvort orðasafnsfall varðveitist í frumlagssæti þolmyndar eða ekki getum við sagt að hjálpa stýri þágufalli á beinu andlagi í germynd en takka stýri þágufalli á óbeinu andlagi. Ég hef haldið því fram annars staðar að falli sé ekki úthlutað á sama hátt til óbeinna andlaga og beinna andlaga í íslensku og færeysku (sjá Einar Frey Sigurðsson 2017); þágufalli óbeinna andlaga er úthlutað með aðgerð sem nefnist samruni (e. Merge) en þágufalli beinna andlaga með aðgerðinni samræmi (e. Agree) (um þessar aðgerðir er m.a. rætt hjá Chomsky 2000). Þegar falli hefur verið úthlutað með samruna er mun síður hægt að „yfirskrifa“ fallið með nefnifalli. Fall sem er úthlutað með samræmi er aftur á móti mögulegt að yfirskrifa. Munurinn á úthlutun falla til beinna og óbeinna andlaga skiptir þess vegna höfuðmáli fyrir varðveislu falla á rökliðum sem færast í frumlagssæti í færeysku. Jóhannes Gísli Jónsson (2009) heldur því fram að nefnifalli sé al mennt úthlutað til rökliða í frumlagssæti í færeysku. Með greiningu hans má útskýra að þrátt fyrir að í germyndardæminu Politiið steðgaði honum í (11a) fái nafnliður í andlagssæti þágufall fær hann nefnifall þegar hann færist í frumlagssæti í þolmynd (11c) en ekki þágufall (11b). Hér verður að hafa í huga að steðga er sögn sem tekur með sér beint andlag en ekki óbeint andlag; þágufalli til andlags sagnarinnar er úthlutað með samræmis aðgerðinni og slíkt fall er hægt að yfirskrifa þegar rökliðurinn færist í frumlagssæti. Þegar hins vegar er um að ræða óbeint andlag sem færist í frumlagssæti varðveitist þágufallið. Þetta er þá, samkvæmt hugmyndum mínum, vegna þess að ekki er hægt að yfirskrifa þágufall sem er úthlutað með samrunaaðgerðinni.7 Einar Freyr Sigurðsson94 7 Jóhannes Gísli (2009) rökstyður að rökliðum í færeysku í frumlagssæti þar sem þágufall varðveitist sé úthlutað földu nefnifalli eins og sést t.d. á því að þeir geta stundum stýrt nefnifallssamræmi á persónubeygðum sögnum þrátt fyrir að vera sjálfir í þágufalli. Slíkir rökliðir geta þá haft samtímis þágufall og (falið) nefnifall. Ég fer ekki nánar út í þetta hér en ef þágufalli hefur verið úthlutað í slíkum tilfellum með samruna má gera ráð fyrir að einnig sé hægt að úthluta nefnifalli til liðarins sem bætist þá bara við þágufallið sem fyrir er en eins og áður segir er ekki hægt að yfirskrifa þágufall sem úthlutað er með samruna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.