Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Qupperneq 195
stafsetningu.5 Fróðlegt hefði einnig verið að vita hvort þann hvassa tón, sem er í
ritgerðunum til Fjölnismanna, sé að finna annars staðar í skrifum Sveinbjarnar,
t.d. bréfum hans. Ýmis gögn eru varðveitt á söfnum frá Sveinbirni og um hann
og hugsanlega hefði verið hægt að komast að einhverju fleira um stafsetningar-
hugmyndir Sveinbjarnar með nánari athugun á slíkum heimildum. Útgefandi
minn ist á þetta í inngangi (bls. xlvii) en fjallar ekki nánar um hvers konar efni
þetta er: „[…] þar sem hdr. Lbs. 447 4to er í skrám handritadeildar eru mörg
önnur með hendi Sveinbjarnar og er þar að finna margvíslegt efni sem varðar
íslensk fræði bæði frumsamið og uppskriftir“. Í þessu samhengi hefði mátt fjalla
um tilraunir Sveinbjarnar Egilssonar til að skrifa málfræði fyrir íslensku sem
varðveittar eru m.a. í Lbs. 456 4to (sjá Wolf 1977).
Á bls. xxix fjallar Gunnlaugur um bréfaskipti Sveinbjarnar Egilssonar og Jóns
Sigurðssonar árið 1836 um stafsetningu. Þar kemur fram „að Sveinbjörn hefur í
bréfi til Jóns árið áður rætt um stafsetningu og talið þar að „framburður sé aðal-
grundvöllur réttritunarinnar“ og aðeins „hér og hvar verði að hafa hliðsjón af
orðauppruna““. Þetta virðist brjóta í bág við skoðanir Sveinbjarnar í ritgerðunum
tveimur frá svipuðu tímabili. Gunnlaugur skýrir ekki þetta misræmi.
Fróðlegt hefði einnig verið ef útgefandi hefði fjallað nánar í inngangi um
athuganir Sveinbjarnar um framburð í ritgerðunum. Hann minnist til dæmis á
vestfirska d-framburðinn (rd, gd, fd fyrir rð, gð, fð) í ritgerðinni Rask og Fjölnir
(Gunnlaugur Ingólfsson 2017:85)6 og á sérstakan framburð ý á Vestfjörðum
(Gunnlaugur Ingólfsson 2017:32). Í þessu samhengi hefði mátt vísa í fyrri skrif
um afkringingu ypsilons í íslensku, t.d. Guðvarð Má Gunnlaugsson (1994), og
geta annarra heimilda, ef fyndust, um slíkan framburð. Það er athyglisvert að í
grein Ásgeirs Bl. Magnússonar (1959:9) um vestfirska d-framburðinn stendur að
hans sé ekki getið í heimildum fyrr en á seinni hluta 19. aldar. Sveinbjörn getur
hins vegar hér um hann auk þess sem minnst er á hann í Þætti umm stafsetning
(Gunnlaugur Ingólfsson 2017:24, nmgr. 13).
Gagnlegt hefði einnig verið að hafa athugasemdir og skýringar, neðanmáls eða
aftanmáls, við staði í greinunum og ritgerðunum sem þarfnast skýringar. Dæmi
um slíkt er þegar vísað er í Sunnanpóstinum ([Viðbrögð Sunnanpóstsins]) (Gunn -
laugur Ingólfsson 2017:42) í orð Rasks: „Þegar Rask er búinn að tala um stafrófid
[…]“ o.s.frv. Engar upplýsingar eru veittar um hvar í ritum Rasks þetta sé að
finna. Í Þætti um stafsetníng. 2 (Gunnlaugur Ingólfsson 2017:61) kemur hins vegar
fram að þetta sé þýðing á íslensku á textakafla úr riti Rasks um danska stafsetn-
ingu: „Nú er að minnast á það sem Rask hefir sagt (í Forsøg til en videnskabelig
Ritdómar 195
5 Sjá t.a.m. dæmi um slík bréf hjá Hjelmslev (1941:212–213, 215–216, 217–218, 223–
224, 255–256, 269–270). Í síðasta bréfinu segist Rask sjá eftir því að hafa lagt til að ritað
yrði -r í stað -ur og segir: „At det nyere Sprog ikke kan eller bör fordrejes efter det gamle
ligasålidet som omvendt det gamle efter det ny […].“
6 Gunnlaugur Ingólfsson (2017:85): „[…] jú, þess þarf, ef gera skal í riti mun á fram-
burdi Vestfirdínga og annara landsmanna; því Vestfirdíngar segja “far-du, seg-du, lif-du ” […]“.