Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 19
19LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019
Í dag fagnar Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára afmæli sínu. Félagið var
stofnað 2. maí árið 1919 og voru stofnfélagar 20 konur, allt lærðar ljós-
mæður. Félagið er fyrsta félag faglærðra kvenna á Íslandi. Félagar í
Ljósmæðrafélagi Íslands hafa hingað til eingöngu verið konur enda fá
eingöngu lærðar ljósmæður inngöngu og enn sem komið er hefur aðeins
einn karlmaður lært til ljósmóður en það var árið 1776. Þó á Ljósmæðra-
félag Íslands karlmann að heiðursfélaga, Harald Pétursson, sem var gerður
að heiðursfélaga í því árið 1979. Haraldur tók saman mikið safn handrita,
sem geymdu á annað þúsund nöfn og æviskrár ljósmæðra frá árinu 1761.
Þær upplýsingar eru varðveittar í ljósmæðratali, Ljósmæður á Íslandi. Þar
eru nöfn 1626 einstaklinga, þar af níu karlmanna, sem sinntu ljósmóður-
störfum hér á landi rétt eftir miðja 18. öld og fram til loka 19. aldar.
HVERS VEGNA SÆKJA KARLAR EKKI Í LJÓSMÆÐRANÁM?
Konur eru nú farnar að sækja inn í rótgrónar karlastéttir í nokkrum mæli
og þær vekja ávallt athygli og sá karlmaður í stétt hjúkrunarfræðinga sem
myndi sækja um ljósmóðurnám myndi eflaust einnig vekja mikla athygli.
Er það vegna þessarar athygli sem enginn karlmaður sækir um að komast í
ljósmóðurnám á Íslandi?
Ljósmóðurstarfið er rótgrónasta kvennastarf sem fyrirfinnst. Þegar yfir-
setukvennaskóli tók til starfa í Reykjavík árið 1912 voru ákvæði um að
umsækjendur að skólanum yrðu að vera konur og það sama gilti þegar
Ljósmæðraskólinn tók til starfa árið 1933. Þegar lögin um hann voru
numin úr gildi með lögum um Ljósmæðraskóla Íslands árið 1964 var í
fyrsta skipti notað hugtakið „nemendur“ í stað „konur“ um umsækjendur.
Orðið „kona“ kom ekki fyrir í þeim lögum. Þrátt fyrir þessa breytingu fann
enginn karlmaður á Íslandi sig knúinn til að sækja um að komast í námið.
Tilgangurinn með fyrstu jafnréttislögum hér á landi, lögum um jafnrétti
kvenna og karla árið 1976, var að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna
og karla, bæði til atvinnu og menntunar. Þrátt fyrir það sótti enginn karl-
maður heldur um að komast í námið í kjölfar þeirra laga. Árið 1982 varð
gerð krafa um próf í hjúkrunarfræði til að komast í ljósmæðranám hér á
landi – sem varð ekki neitt frekar til þess að karlkyns hjúkrunarfræðingar
sæktu um að komast í námið.
FYRSTI KARLKYNS LJÓSMÓÐIR Í NOREGI
Í Noregi varð hjúkrunarfræði á sama hátt undanfari ljósmóðurnáms 10
árum áður, eða árið 1972, og þá gátu karlkyns hjúkrunarfræðingar hafið
nám í ljósmóðurfræði þar í landi í fyrsta sinn. Gömul ljósmæðralög frá
1898 voru þá numin úr gildi með því að fella niður orðið „kona“ þegar
fjallað var um umsækjendur að ljósmæðranámi og í staðinn sett orðið
„hjúkrunarfræðingur“. Árið 1974 ákvað ungur norskur karlmaður sem var
hjúkrunarfræðingur, Jan Bakke að nafni, að sækja um að komast í ljós-
móðurfræði við ljósmæðraskólann í Björgvin í Noregi. Hann hafði kynnst
störfum ljósmæðra og fannst þau heillandi. Jan Bakke lauk ljósmæðra-
námi í Noregi árið 1978 og telst fyrstur til að ljúka ljósmæðranámi þar í
landi. Eiginkona hans, Kirsti Bakke, er einnig ljósmóðir og eru þau fyrstu
og einu hjónin í Noregi sem eru bæði menntaðar ljósmæður. Norðmenn
hafa ekki breytt starfsheiti ljósmæðra þrátt fyrir tilkomu karla í stéttina og
hefur Jan sama starfsheiti, jordmor, og kvenkyns ljósmæður. Í tilefni af
100 ára afmæli Ljósmæðrafélags Íslands koma hjónin hingað til lands til
að fagna með íslenskum kollegum sínum. Þann 5. maí nk., á alþjóðadegi
ljósmæðra, verður opnuð sýning sem ber heitið „Við tökum vel á móti
þér“ í Þjóðarbókhlöðunni og eru það Ljósmæðrafélag Íslands, Landsbóka-
safn Íslands – Háskólabókasafn og Kvennasögusafn Íslands sem standa að
sýningunni. Við opnun sýningarinnar heldur Jan Bakke erindi um reynslu
sína sem fyrsta karlkyns starfandi ljósmóðirin í Noregi og lýsir hann meðal
annars því aðkasti sem hann varð fyrir í störfum sínum, hvort sem það var
af hendi vinnufélaga sinna – ljósmæðra, fæðandi mæðra eða almennings.
Í ljósi reynslu Jans má spyrja hvort viðbrögðin við veru hans í ljósmæðra-
stétt séu til marks um að konum hafi þótt hann gera um of innrás í heim
sinn – kvennaheim og kvennamenningu – þar sem körlum væri ekki ætlað
sæti og hvort það sé enn viðhorfið í samfélaginu í dag. Sýningin er öllum
opin án aðgangseyris.
Ú R Þ J Ó Ð F É L A G S U M R Æ Ð U N N I
LJÓSMÆÐRAFÉLAG ÍSLANDS OG KARLARNIR
Erla Dóris Halldórsdóttir
FÁIR KARLMENN ERU
LJÓSMÆÐUR
Í tilefni 100 ára afmælisins varð þó nokkur umræða í fjöl-
miðlum um karla og ljósmóðurstörf. Sagt var frá Norður-
landaráðstefnunni og að þátttakendur þar væru yfir 700 frá
27 löndum. Athygli var vakin á því hversu fáir karlar tækju
þátt eða væru ljósmæður. Mörgum þótti þetta fréttamat skjóta
skökku við þar sem lítið fór fyrir annarri umfjöllun um stóraf-
mæli ljósmæðra.
Umræðan átti sér ekki síst rætur í því að á afmælisdaginn
2. maí, skrifaði Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur grein
í Fréttablaðið um efnið og um fyrstu karlkyns ljósmóðurina
í Noregi sem lauk námi árið 1977. Hann heitir Jan Bakke og
kom hingað á Norðurlandaráðstefnuna ásamt konu sinni Kristi
Bakke sem einnig er ljósmóðir.
Jan Bakke hélt erindi á opnun 100 ára sýningarinnar í Þjóðar-
bókhlöðunni sem haldin er þar í samstarfi við Ljósmæðrafé-
lagið. Jan Bakke sagði m.a. frá því að hann hafi í fyrstu upplifað
mikla fordóma í starfi. Á þessum tíma voru feður jafnvel ekki
viðstaddir fæðingu eigin barna, hvað þá að annar karlmaður
væri viðstaddur.
Ljósmæðrablaðið fékk leyfi frá Erlu Dóris til að endurbirta
grein hennar um ljósmóðurstörf og karla og tengsl þeirra við
Ljósmæðrafélagið. Eins og hún segir frá er það merkilegt að
einn karlmaður Haraldur Pétursson hefur verið heiðraður af
félaginu. Það var árið 1979, í tilefni 60 ára afmælis Ljósmæðra-
félagsins, en söfnun Haraldar á heimildum um ljósmæður sögu
þeirra og æviskrár skipti sköpum þegar Ljósmæðrafélagið
ákvað að gefa út bókina Ljósmæður á Íslandi, sem kom út árið
1984 og hefur reynst vera grundvallarrit fyrir ljósmæðrastéttina.
Ljósmæðrahjónin Jan og Kristi Bakke.