Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 38
38 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 Í T I L E F N I 1 0 0 Á R A A F M Æ L I S LJÓÐ FJALLKONUNNAR í stað þess að stilla okkur upp á stallinum köllum við saman allar fjallkonur landsins hó! nú streymum við misvænar niður á völlinn margar með þunga snjóköggla á kviðnum þær fremstu með klakakrónuna eins og erfðasynd á höfðinu og brælan úr brennunni stendur eins og strókur upp úr hvirflinum hráblautur strigapokinn er tekinn saman með stolnu snæri í mittinu og óvígður moldarslóðinn hringast eins og naðra um fæturna þær næstu með hattkúf á höfði krullur í hári og eldrauðan varalit í drappaðri dragt eða aðskornum kjól úr gardínuefni og berir leggirnir litaðir með skóáburði frá hnéskel og niður úr síðastar koma druslurnar stífmálaðar í of flegnum blússum of þröngum og of stuttum pilsum og of háum hælum og of fullar í þokkabót og þegar við höfum helgað okkur hverja torfu á vellinum stígum við fram allar fjallkonur landsins fullvalda og sjálfstæðar Frá lýðveldisstofnun á Íslandi 1944 hefur kona í skautbúningi jafnan flutt fjallkonuljóð við hátíðahöld 17. júní. Árið 2018 á 100 ára fullveldisári Íslands var Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona fjall- konan á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Þar flutti hún ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur sem síðar birtist í ljóðabók hennar Smáa letrið sem kom út á sama ári og er samkvæmt Úlfhildi Dagsdóttur bókmennta- fræðingi; „sérdeilis gott dæmi um hamingjusaman vefnað póli- tískrar ádeilu og listrænnar sköpunargleði“. Ljósmæðrablaðið fékk leyfi frá Lindu til að birta ljóðið í Ljós- mæðrablaðinu nú í tilefni aldarafmælis Ljósmæðrafélags Íslands. Í ljóðinu birtast formæður okkar og fjallkonur á femínískan og byltingarkenndan hátt frá fortíð til nútíðar, sem við getum heimfært á ljósmæður. Oft hefur það verið sagt að sjálfstæðisbarátta kvenna og ljósmæðra sem fagstéttar sé samofin. Svo áfram sé vitnað til Úlfhildar Dagsdóttur þá segir hún á vefnum: https://bokmenntaborgin.is/ að Fjallkonan sé hið klassíska tákn Íslands, íslenskrar náttúru og Konunnar, hinnar fullkomnu og hreinu húsfreyju sem er alltumvefjandi – en jafnframt bundin í smáa letrið, falin baksviðs í eldhúsi eða þvottahúsi, en dregin fram á tylli- dögum. Síðasta línan í kvæðinu; „fullvalda og sjálfstæðar“, vísi hins vegar til hundrað ára fullveldisársins – og gefi til kynna að fyrst nú, heilli öld síðar, séu konur að ná sínu fullveldi. Guðrún Hulda Gunnarsdóttir nýútskrifuð ljósmóðir og dóttir hennar Sigurborg Embla Snorradóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.