Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 16
16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 Í tengslum við Norðurlandaráðstefnuna var í fyrsta skipti haldið doktors- námskeið um kenningar og hugmyndafræðilega nálgun ljósmóður- fræða, en það var í boði við námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands og haldið dagana fyrir ráðstefnuna. Námskeiðið var þróað af nýju norrænu samstarfsneti akademískra ljósmæðra NorNAM sem hefur þann tilgang að efla framhaldsnám og rannsóknir í ljósmóðurfræði á Norðurlöndunum. Umsjón með námskeiðinu höfðu prófessorar í ljósmóðurfræði, Ólöf Ásta Ólafsdóttir frá H.Í., Íslandi og Ellen Blix frá OsloMet í Noregi. Fjallað var um kenningar og hugmyndafræðilega nálgun ljósmóður- fræða í barneignarþjónustu og áhrif á kynheilbrigði s.s. í tengslum við heilsueflingu, sjúkdóma, gagnreynda þekkingu í starfi, gæðaþjón- ustumódel fyrir barnshafandi konur og nýbura (QMNC) og norrænt ljósmóðurfræðilegt umönnunarmódel á forsendum kvenna (MiMo). Menningarlegar aðstæður á Norðurlöndum voru ræddar og nemendur fjölluðu um eigin rannsóknir í samhengi við hugmyndafræði ljósmóð- urfræða. Í lok námskeiðs skiluðu nemendur fræðilegri ritgerð um efnið. Mikil ánægja var með námskeiðið, en þeir 25 nemendur sem sóttu námskeiðið voru frá Norðurlöndunum (þar af 4 frá Íslandi) en einnig frá Evrópu s.s. Þýskalandi, Austurríki og Tyrklandi. Vonir standa til að námskeiðið þróist og verði lyftistöng fyrir ljós- mæður sem t.d. vilja samtvinna og efla akademíska vinnu í klínísku starfi. Námskeiðið verði haldið árlega og ferðist milli háskóla á Norð- urlöndunum. F R É T T I R DOKTORSNÁMSKEIÐ FYRIR NORRÆNAR LJÓSMÆÐUR TVÆR LJÓSMÆÐUR HLJÓTA FÁLKAORÐU Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann, 17. júní 2019, sæmdi forseti Íslands sextán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Meðal þeirra voru tvær ljósmæður: Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir ljósmóðir og hjúkrunarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, sem hlaut riddarakross fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heima- byggð. Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir og dósent við Háskóla Íslands, hlaut riddara- kross fyrir störf í þágu ljósmæðra og skjólstæðinga þeirra. Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir Hildur Kristjánsdóttir Íslenskir þátttakendur: Embla Ýr, Lilja Þórunn og Birna Gerður. Á myndina vantar Valgerði Lísu. Nemendur og kennarar fyrir utan Háskólatorg.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.