Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 36
36 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 Rannsóknarsjóður Rannís veitir árlega styrki til vísindarannsókna á Íslandi. Fyrir styrkárið 2019 bárust 359 umsóknir og fengu 17% verkefnanna styrk. Ljósmæður voru meðal styrkþega tveggja stórra verkefnastyrkja sem eru til þriggja ára á sviði klínískra rann- sókna og lýðheilsu. Styrkirnir eru til eftirfarandi verkefna: Erlendar konur á Íslandi: útkoma á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu og samskipti þeirra við heilbrigðiskerfið Markmið rannsóknarinnar er að bera saman útkomu kvenna af erlendum uppruna og íslenskra kvenna með tilliti til meðgöngu, fæðingar og fyrstu viku eftir fæðingu. Jafnframt verður upplifun kvenna af erlendum uppruna skoðuð varðandi samskipti við heil- brigðiskerfið og upplýsinga aflað um reynslu fagfólks af því að veita þessum hópi kvenna þjónustu. Í dag eru um 12% íbúa á Íslandi af erlendum uppruna en lítið er vitað um hvernig heilbrigðiskerfið kemur til móts við konur af erlendum uppruna í barneignaferlinu hér á landi. Niðurstöður rannsókna benda til að það sé misræmi í veittri þjónustu til þessa hóps í löndum Evrópu. Það felur í sér að konur af erlendum uppruna koma seinna í fyrstu heimsókn í mæðravernd, fara í færri meðgönguskoðanir, fæða frekar fyrirbura og léttbura, fleiri vanda- mál fylgja fæðingum, og fyrst eftir fæðingu og lakari nýting er á þjónustu og aðgengi að þjónustu. Niðurstöður rannsóknarinnar munu varpa ljósi á hvernig heilbrigðiskerfið mætir þörfum þessa hóps. Rannsóknin er þverfagleg og notast er við blandaðar rann- sóknaraðferðir. Til að uppfylla markmið rannsóknarinnar verður gagna aflað úr Fæðingarskrá og úr Sögu, mæðravernd. Gagna- safn rannsóknarinnar felur í sér upplýsingar um allar konur sem fæddu á Íslandi á árunum 1997-2017, um 90,000 fæðingar. Í eigindlega hluta rannsóknarinnar verður könnuð reynsla a) kvenna af erlendum uppruna af samskiptum við heilbrigðiskerfið í barn- eignarferlinu könnuð, og b) fagfólks af því að veita þessum hópi kvenna þjónustu. Rannsóknarhópur: Ábyrgðamaður: Helga Gottfreðsdóttir, prófessor í ljósmóður- fræði Aðrir í rannsóknarhóp: Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, Kristjana Einarsdóttir, Emma Marie Swift Nýdoktorar: Sunna Símonardóttir Doktorsnemandi: Embla Ýr Guðmundsdóttir Meistaranemi: Edythe Laquindanum Mangindin Hagstæðasta meðgönguvikan fyrir framköllun fæðingar: Erum við á réttri leið? Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða með skipulegum hætti á hvaða meðgönguviku, hvort og þá hvenær er hagstæðast að framkalla fæðingar kvenna á Íslandi, sér í lagi kvenna með fáa áhættuþætti. Mikil aukning hefur orðið á framköllun fæðinga á Íslandi á undanförnum árum. Í ákveðnum tilvikum getur framköllun fæðingar haft jákvæð áhrif á útkomur mæðra og barna en slíkt inngrip í fæðingarferlið getur einnig haft neikvæð áhrif. Í þessu samhengi er mikilvægt að framkalla fæðingu á hárréttu augnabliki, hvorki of snemma né of seint og hámarka þannig heilsu kvenna og barna. Gögn um allar fæðingar yfir tuttugu ára tímabil (1997-2017) verða sótt í gagnagrunn Fæðingarskrár. Þar eru upplýsingar um allar fæðingar barna á Íslandi sem fædd eru eftir 22. viku meðgöngu og voru yfir 500g að fæðingarþyngd (N=90.000 fæðingar). Einnig má þar finna bakgrunnsupplýsingar foreldra sem og upplýsingar um öll inngrip, greiningar og aðgerðakóða mæðra og barna. Þessi gögn verða fyrst nýtt til að lýsa því hvenær á meðgöngunni er verið að framkalla fæðingar á Íslandi og hvort það hafi breyst yfir tímabilið. Síðan verður skoðað hvaða ábendingar eru líkleg- astar fyrir framköllun fæðingar og hvort þar hafi orðið breyting á. Að síðustu verður heilsu og útkomum kvenna og barna yfir tímabilið lýst og sér í lagi hvort breytingar hafi orðið þar á. Þessar upplýsingar verða að lokum nýttar til að áætla hvort og þá hvenær sé hagstæðasti tíminn til að framkalla fæðingu hjá hraustum konum sem eru með fáa áhættuþætti. Rannsóknarhópur: Ábyrgðarmaður: Kristjana Einarsdóttir, prófessor við Lækna- deild Aðrir í rannsóknarhóp: Þóra Steingrímsdóttir, Alexander Smára- son, Helga Zoega, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Jóhanna Gunnars- dóttir og Sarah Stock. Nýdoktorar: Emma Marie Swift og Jóhanna Gunnarsdóttir. F R É T T I R LJÓSMÆÐUR HLJÓTA MIKILVÆGA RANNSÓKNARSTYRKI FRÁ RANNÍS MEISTARANÁM Í LJÓSMÓÐURFRÆÐI TIL STARFSRÉTTINDA Í haust verður fyrst kennt eftir nýrri námskrá í ljósmóðurfræði. Inntökuskilyrðin eru eins og áður BS-gráða í hjúkrunarfræði og íslenskt hjúkrunarleyfi, en forkrafa fyrir umsókn er að hafa lokið valnámskeiðum (16 einingar) sem eru í boði á 4. ári í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Þau eru Kynheilbrigði 6E (haust) og Konur, heilsa og samfélag 10E (vor). Þessi námskeið voru kennd í fyrsta sinn í fyrra, skólaárið 2018-2019 og því höfðu færri hjúkrunarfræðingar möguleika á að sækja um námið í haust. Nemendur verða 10 og námið er 120 eininga tveggja ára nám. Það skiptist í 63 eininga fræðilegt nám sem endar með 30 eininga meistaraverkefni annars vegar og hins vegar klínískt nám og starfsþjálfun (u.þ.b. 1600 stundir) metið til 57 eininga og lögð áhersla á gagnreynda þekkingu í starfi (evidence based practice). Nýja náminu lýkur með meistaragráðu í ljósmóðurfræði (MSc in Midwifery) til starfsréttinda og útskrifast fyrsti hópur- inn vorið 2021. Síðasti hópurinn sem lýkur námi í ljósmóður- fræði með embættisprófi og kandídatsgráðu útskrifast næsta vor árið 2020. Það eru spennandi tímar framundan í þróun ljósmóðurnáms innan Háskólans og á fjölbreyttum starfsvettvangi ljósmæðra. Nánar verður fjallað um þetta í næsta blaði.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.