Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 10
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 F R É T T I R Ú R F É L A G S S TA R F I Starfsárið hefur verið annasamt og hafa 18 stjórnarfundir verið haldnir á árinu auk þess sem aukaaðalfund þurfti til að kjósa fólk að nýju í nefndir og stjórn félagsins. Kjaramál Kjaramálin mörkuðu fyrri hluta starfsársins þar til lausn náðist í júlí. Skv. gerðardómi þarf að laga stofnanasamninga á nokkrum stofnunum og hefur það verið gert nema á einum stað hefur ekki náðst lending í málinu ennþá. Skv. gerðardómi átti að útbúa fram- gangskerfi á stofnanir utan LSH þar sem slíkt kerfi er þegar til staðar. Sú vinna er langt komin. Nánar um miðlægu samningana, sjá skýrslu kjaranefndar. Vangoldin laun úr verkfalli 2015 Hæstiréttur dæmdi ljósmæðrum í vil í málinu um vangoldin laun fyrir unna vinnu í verkfalli. Dómurinn féll í október en talsvert þref var við ríkið um að fá peningana greidda út. Það hafðist að lokum og var greitt út þann 1. apríl s.l. Með því var bundinn endi á nær 4 ára baráttu. Félagslíf og fræðsla 5. maí 2018 var haldinn á Akureyri og tókst mjög vel til. Haldinn var fundur fyrir fólk í nefndum og trúnaðarmenn félagsins haustið 2018 með það í huga að hrinda starfinu af stað. Félagið bauð í „brunch“ einu sinni á haustdögum og einu sinni á vorönninni. Það mæltist vel fyrir. Jólafundur var á sínum stað. Í janúar 2019 var málstofan „Frá fortíð til framtíðar“ haldin í tilefni 100 ára afmælis Ljósmæðrafélagsins, þar var reynt að fara yfir öldina og þróunina og einnig var reynt að skyggnast til fram- tíðar. Í tengslum við NJF ráðstefnuna nú í maí 2019, voru haldin námskeið og vinnustofur á vegum Gynzone sem bæði voru vinsæl og vel sótt bæði af íslenskum og erlendum ljósmæðrum. Stórafmæli félagsins Ýmislegt var gert til að minnast 100 ára afmælis félagsins. Lógó félagsins var fært í hátíðarbúning. Afmælisboð var í gömlu Rúgbrauðsgerðinni þann 27. mars þar sem vel á annaðhundrað gesta mættu. Þar voru heiðraðar ljósmæðurnar Ása Marinósdóttir, María Björnsdóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Á afmælisdaginn sjálfan þann 2. maí var afhjúpuð hella í götunni við Laugaveg 20 þar sem félagið var stofnað. Þann sama dag opnaði Norðurlandaráðstefna ljósmæðra í Hörpu. Þann 5. maí opnaði í Þjóðarbókhlöðunni sýningin Ljósmæðra- félag Íslands 100 ára, Við tökum vel á móti þér. Hún mun verða opin út árið. Síðar á árinu kemur saga félagsins og félagatal og einnig appið Fylgja sem er ætlað ljósmæðrum og mun innihalda gagnlegar upplýsingar til ljósmæðra. Persónuverndarlögin Vegna breytinga á persónuverndarlögum eru ýmsar breytingar sem gera þarf á varðveislu gagna innan félagsins og aðgengi að upplýs- ingum. Sú vinna er hafin og stendur yfir. BHM félögin hafa sameiginlegan persónuverndarfulltrúa sem kemur frá Deloitte. Vefirnir og app Félagið heldur úti bæði ljosmodir.is og ljosmaedrafelag.is. Ljós- móðir.is er mjög mikið sóttur vefur og gefur talsverðar tekjur til félagsins. Appið Ljósan sem er hugsað fyrir væntanlega foreldra kom út á árinu og hefur hlotið ágætis viðtökur. Ljósmæðrablaðið Það koma sem fyrr 2 tölublöð af ljósmæðrablaðinu út árlega. Félagið hefur undirritað samning við Landsbókasafn um aðgengi blaðsins frá upphafi á vefnum - timarit.is Samskipti við heilbrigðisráðuneytið Félagið hefur átt í samtali um ýmis mál t.d. breytingu á lyfja- frumvarpi sem loks varð að lögum og gefur nú ljósmæðrum leyfi til að ávísa getnaðarvörnum. Þetta samtal hefur staðið yfir í mörg ár. Dropinn holar steininn og loks varð þetta að veruleika. Vinnu við að útfæra hvernig þessu verður komið við út í praktík- ina er ekki enn lokið. Einnig fékkst samþykki ráðherra fyrir að ljósmæður reki sína eigin móttöku á heilsugæslunni líkt og gert er í Svíþjóð á heilsugæslustöðvum. Í stuttu máli, þá varð mikil andstaða lækna til þess að verkefnið rann út í sandinn að minnsta kosti í bili. Ráðstefnan 21. Norðurlandaráðstefna ljósmæðra var haldin í Hörpu 2.- 4. maí og þótti takast mjög vel í alla staði og hafa félaginu borist mikill fjöldi kveðja frá erlendum þátttakendum. Þátttakendur voru ríflega 700 frá 27 löndum. Uppgjör vegna ráðstefnunnar liggur ekki fyrir þegar þetta er skrifað en ljóst er að félagið er réttu megin við strikið. Erlent samstarf Félagið sótti stjórnarfund NJF í Færeyjum 2018, en stjórnar- fundur NJF 2019 var hér á Íslandi. Lögð var lokahönd á sameig- inlega yfirlýsingu norðurlandafélagana um hvernig þjónustu skyldi hagað. Yfirlýsingin hefur vakið mikla athygli annarra landa. Hildur Kristjánsdóttir lauk sínu tímabili sem forseti norð- urlandasamtakanna eftir 12 ára starf og við tók Lillian Bondo frá Danmörku. Fyrsti fundur hér á landi á vegum ICM var haldinn í maí. Þetta var fundur á vegum Evrópudeildar ICM og sóttu hann tæplega 50 fulltrúar frá Evrópu. Félagið sótti stjórnarfund Evrópusamtaka ljósmæðra. Þar var Twinning verkefni okkar við hollenska ljósmæðrafélagið kynnt. Twinning verkefnið er nú komið á sitt annað starfsár og gengur vel. Hollensku ljósmæðurnar voru allar hér á ráðstefnunni með sínum íslensku kollegum og voru þar með kynningar. SKÝRSLA STJÓRNAR LMFÍ FYRIR STARFSÁRIÐ 2018-2019 Flutt á aðalfundi 18. maí

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.