Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 30
30 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 R I T R Ý N D F R Æ Ð I G R E I N FYRIRSPURNIR: sunnaks@hi.is ÚTDRÁTTUR: Brjóstagjöf er bæði algeng og álitin sjálfsögð á Íslandi og flestar mæður reyna brjóstagjöf sem fyrsta valkost. Hugmyndir okkar og vísindaleg þekking á brjóstagjöf er nátengd hugmyndum okkar um móðurhlutverkið, hvað felist í því að vera móðir og hvaða eigin- leikum góðar mæður skuli búa yfir og því getur það að ná ekki að hafa barn sitt á brjósti haft mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra mæðra sem það upplifa. Rannsóknir benda til þess að hin mikla áhersla sem lögð er á farsæla brjóstagjöf geti valdið skömm, sektarkennd og upplifun um að hafa brugðist hjá mæðrum sem gefa börnum sínum þurrmjólk og á sérstaklega við um þær konur sem vildu hafa börn sín á brjósti, en gátu það ekki. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á reynslu íslenskra kvenna sem gátu ekki verið með börn sín á brjósti eða áttu í miklum erfiðleikum með brjósta- gjöf. Frásagnir 77 íslenskra kvenna sem höfðu þessa reynslu að baki og vildu deila henni með rannsakanda voru orðræðugreindar. Niðurstöður benda til þess að konur í þessari stöðu bíði eftir „græna ljósinu“ frá heilbrigðisstarfsfólki til þess að hætta árangur- slitlum tilraunum til brjóstagjafar. Frásagnir kvennanna sýna einnig fram á hvernig brjóstagjöfin er oft skilgreind sem ákveðinn mæli- kvarði á mæður þar sem samfélagið, ættingjar og vinir jafnt sem ókunnugir geta dæmt og smánað mæður sem hafa börn sín ekki á brjósti. Mikilvægt er að opna á umræðu um reynslu þeirra mæðra sem eiga í erfiðleikum með brjóstagjöf, bæði til þess að auka gæði þjónustunnar við þennan hóp mæðra og ekki síður til þess að vinna gegn skömm og neikvæðum tilfinningum þeirra. Lykilhugtök: Brjóstagjöf, Móðurhlutverk, Mæðravernd, Samskipti, Þurrmjólk. INNGANGUR Brjóstagjöf er bæði algeng og álitin sjálfsögð á Íslandi og flestar mæður reyna brjóstagjöf sem fyrsta valkost. Undanfarin ár og áratugi hefur vísindaleg orðræða um brjóstamjólk færst frá því að skilgreina hana sem ávinning fyrir barn og jafnvel móður yfir í það að skilgreina skort á brjóstagjöf sem áhættuþátt (Kukla, 2006; Wolf, 2013). Þessi breyting hefur margvísleg áhrif á stöðu móðurinnar þar sem hún stendur nú frammi fyrir því að ef barnið fær ekki brjóstamjólk, í nægu magni, nógu lengi sé það áhættuþáttur fyrir heilsu þess og velferð. Hugmyndir okkar og vísindaleg þekking á brjóstagjöf er nátengd hugmyndum okkar um móðurhlutverkið, hvað felist í því að vera móðir og hvaða eiginleikum góðar mæður skuli búa yfir og því getur það að ná ekki að hafa barn sitt á brjósti haft mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra mæðra sem það upplifa. Orðræðugreining fyrsta höfundar á vinsælu upplýsinga- og fræðslu- efni fyrir þungaðar konur og foreldra bendir til þess að á Íslandi sé brjóstagjöf skilgreind sem burðarstoð vel heppnaðrar tengslamynd- unar. Brjóstagjöf er sett fram sem óviðjafnanleg aðferð til samskipta og því er einnig haldið fram að mæður sem gefi brjóst séu tengdari börnum sínum (Símonardóttir, 2016). Brjóstagjöf er lýst sem auðveldri og ánægjulegri fyrir flestar mæður og samtímis lýst sem fullkomlega náttúrulegu ferli og sem lærðum hæfileika sem þarfnast undirbún- ings og æfingar undir handleiðslu sérfræðinga. Ákvörðun móður um að hafa barn sitt á brjósti er algjörlega gefin innan þessa orðræðu- heims og í raun skilgreind sem svo sjálfsögð að ekki sé um eiginlega ákvörðun að ræða (Símonardóttir, 2016). Þessi mynd sem dregin er upp af brjóstagjöfinni á íslensku vefsíðunum vakti með fyrsta höfundi þessarar greinar löngun til þess að skoða brjóstagjöfina betur, með það „ÉG VAR AÐ FEILA Á ÞVÍ EINA SEM KONA Á AÐ GETA GERT“ Orðræðugreining á frásögnum kvenna sem áttu í erfiðleikum með brjóstagjöf Helga Gottfreðsdóttir, prófessor í ljósmóðurfræði H.Í. og forstöðumaður fræðasviðs á Landspítala Sunna Símonardóttir, aðjúnkt í félagsfræði og nýdoktor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.